Lífeyrissjóðir fengu ekki að fjárfesta 15. desember 2011 05:30 keldnaholt Meðal þess sem lífeyrissjóðirnir horfðu til varðandi fjárfestingu var land við Keldnaholt og Keldnaland. Þeir voru reiðubúnir til að kaupa landið og lána Reykjavíkurborg. fréttablaðið/vilhelm Lífeyrissjóðir reyndu að semja við ríkið um fjárfestingu í nokkrum ríkisfyrirtækjum, til að komast hjá skattheimtu. Ýmist vildi ríkið ekki selja eða taldi ekki tímabært. Sjóðirnir telja að skattheimta geti þýtt lægri útgreiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum. Viljayfirlýsing var undirrituð í desember 2010 um að setja 12 milljarða króna í vaxtaniðurgreiðslu skuldugra heimila á tveimur árum. Ákveðið var, eftir nokkra samninga, að hlutur lífeyrissjóðanna væri 1,4 milljarðar hvort ár. Samkvæmt yfirlýsingunni skuldbundu sjóðirnir sig til að taka þátt í fjármögnun verkefnisins. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að fjármögnun þýði lán en ekki skattheimta. Arnar segir að sjóðirnir hafi reynt að ganga til viðskipta við ríkið til að ekki kæmi til skattheimtu. Með kaupum á ríkiseignum hefði bókhaldslegur hagnaður geta numið umsömdum 2,8 milljörðum króna. „Við höfðum mestan áhuga á að kaupa hlutabréf, ef því hefði verið að skipta. Svo var ekki. Því vildum við kaupa í Landsbankanum, Landsvirkjun og jafnvel Landsneti.“ Arnar segir kaup í Landsvirkjun ekki hafa komið til greina og stjórnvöld hafi ekki talið tímabært að selja aðrar eignir sem komu til greina. Lífeyrissjóðirnir horfðu þá til kaupa á Keldnalandi og Keldnaholti, en heimild er fyrir sölunni í fjárlögum. Frá því var fallið þar sem Reykjavíkurborg á mikið af lausum lóðum í Úlfarsárdal og allt bendir til að uppbygging á Keldnasvæðinu muni tefjast um fimm til fimmtán ár. Arnar segir að lífeyrissjóðirnir hafi haft áhuga á að festa kaup á landinu og lána Reykjavíkurborg. Samningar hafi þó ekki tekist um það. Þá segir hann að slæleg þátttaka í útboði Seðlabanka Íslands á aflandskrónum hafi einnig haft áhrif, en sjóðirnir hafi vonast til að fá eitthvað úr því. Tillaga liggur fyrir Alþingi um skatt á lífeyrissjóðina sem nemur umræddum 2,8 milljörðum. Arnar segir að þetta muni mismuna sjóðunum. Opinberir sjóðir séu með bakábyrgð launagreiðanda, ríkis eða sveitarfélaga, sem muni bæta það upp sem vantar. Slíku sé ekki til að dreifa hjá almennu sjóðunum og því geti komið til skerðingar á útgreiðslum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Lífeyrissjóðir reyndu að semja við ríkið um fjárfestingu í nokkrum ríkisfyrirtækjum, til að komast hjá skattheimtu. Ýmist vildi ríkið ekki selja eða taldi ekki tímabært. Sjóðirnir telja að skattheimta geti þýtt lægri útgreiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum. Viljayfirlýsing var undirrituð í desember 2010 um að setja 12 milljarða króna í vaxtaniðurgreiðslu skuldugra heimila á tveimur árum. Ákveðið var, eftir nokkra samninga, að hlutur lífeyrissjóðanna væri 1,4 milljarðar hvort ár. Samkvæmt yfirlýsingunni skuldbundu sjóðirnir sig til að taka þátt í fjármögnun verkefnisins. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að fjármögnun þýði lán en ekki skattheimta. Arnar segir að sjóðirnir hafi reynt að ganga til viðskipta við ríkið til að ekki kæmi til skattheimtu. Með kaupum á ríkiseignum hefði bókhaldslegur hagnaður geta numið umsömdum 2,8 milljörðum króna. „Við höfðum mestan áhuga á að kaupa hlutabréf, ef því hefði verið að skipta. Svo var ekki. Því vildum við kaupa í Landsbankanum, Landsvirkjun og jafnvel Landsneti.“ Arnar segir kaup í Landsvirkjun ekki hafa komið til greina og stjórnvöld hafi ekki talið tímabært að selja aðrar eignir sem komu til greina. Lífeyrissjóðirnir horfðu þá til kaupa á Keldnalandi og Keldnaholti, en heimild er fyrir sölunni í fjárlögum. Frá því var fallið þar sem Reykjavíkurborg á mikið af lausum lóðum í Úlfarsárdal og allt bendir til að uppbygging á Keldnasvæðinu muni tefjast um fimm til fimmtán ár. Arnar segir að lífeyrissjóðirnir hafi haft áhuga á að festa kaup á landinu og lána Reykjavíkurborg. Samningar hafi þó ekki tekist um það. Þá segir hann að slæleg þátttaka í útboði Seðlabanka Íslands á aflandskrónum hafi einnig haft áhrif, en sjóðirnir hafi vonast til að fá eitthvað úr því. Tillaga liggur fyrir Alþingi um skatt á lífeyrissjóðina sem nemur umræddum 2,8 milljörðum. Arnar segir að þetta muni mismuna sjóðunum. Opinberir sjóðir séu með bakábyrgð launagreiðanda, ríkis eða sveitarfélaga, sem muni bæta það upp sem vantar. Slíku sé ekki til að dreifa hjá almennu sjóðunum og því geti komið til skerðingar á útgreiðslum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira