Að gefnu tilefni kolbeinn óttarsson Proppé skrifar 14. desember 2011 06:00 Rithöfundar, fræðimenn og blaðamenn tóku höndum saman í gær og sendu frá sér ályktun hvar minnt var á réttinn til þátttöku í opinni samfélagsumræðu. Það er vel; tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum samfélagsins. Ályktun Rithöfundasambands Íslands, Bandalags þýðenda, Reykjavíkurakademíunnar, Blaðamannafélags Íslands og PEN á Íslandi var gefin út „að gefnu tilefni“ en það var ekki skýrt nánar hvað það þýðir. Fyrir vikið hefur skapast nokkur umræða um hvert tilefnið er og virðast fáir sammála um það. Til eru þeir sem líta á það sem svo að samtökin séu að taka upp hanskann fyrir miðla Vefpressunnar, en myndbirting eins þeirra vakti mikla athygli í liðinni viku. Aðrir telja að því sé einmitt öfugt farið; ályktuninni sé beint gegn Vefpressunni og hótun hennar um lögsóknir. Hvert svo sem gefna tilefnið er virðast ansi margir upplifa sig sem ofsótta þessa dagana og að það sé vegið að tjáningarfrelsi þeirra. Háskólakennarar óttast að frjáls félagasamtök séu að vega að akademísku frelsi sínu með fulltingi siðanefndar Háskólans, á meðan félagasamtökin telja að háskólakennarar skáki í skjóli síns akademíska frelsis til að níða skóinn af meðlimum samtakanna. Einmitt það hve margir samsama sig ályktuninni gefur til kynna að ýmislegt megi betur fara í opinberri umræðu. Þó að ýmsu leyti hefði verið betra að í ályktun um mikilvægi tjáningarfrelsis hefði umrætt tjáningarfrelsi verið nýtt til hins ýtrasta og talað hreint út, gefa viðbrögðin og vangavelturnar færi á ágætis naflaskoðun. Hvað veldur því að fólk talast orðið við með hótunum um lögsókn? Vel má vera að aukin viðkvæmni spili þar inn í, en allt eins víst er að umræðan sjálf sé þar örlagavaldur. Títt tuggið er að frelsinu fylgi ábyrgð en sú er einmitt raunin. Það fylgir því ábyrgð að kalla hvert annað ónefnum í umræðunni, brigsla um landráð og ljótar kenndir. Jafnframt fylgir því ábyrgð að hóta lögsóknum hægri vinstri. Og alvöru fólk gengst við ábyrgð sinni. Stöndum vörð um tjáningarfrelsið með því að taka þátt í opinberri umræðu af ábyrgð og án ofsa. Og þrátt fyrir að þetta sé leiðinlega miðaldra og miðjusækin afstaða, þá gagnast hún tjáningarfrelsinu. Við getum aldrei haft áhrif á hvernig aðrir umgangast tjáningarfrelsið. Við ráðum hins vegar sjálf hvernig við umgöngumst það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðanir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun
Rithöfundar, fræðimenn og blaðamenn tóku höndum saman í gær og sendu frá sér ályktun hvar minnt var á réttinn til þátttöku í opinni samfélagsumræðu. Það er vel; tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum samfélagsins. Ályktun Rithöfundasambands Íslands, Bandalags þýðenda, Reykjavíkurakademíunnar, Blaðamannafélags Íslands og PEN á Íslandi var gefin út „að gefnu tilefni“ en það var ekki skýrt nánar hvað það þýðir. Fyrir vikið hefur skapast nokkur umræða um hvert tilefnið er og virðast fáir sammála um það. Til eru þeir sem líta á það sem svo að samtökin séu að taka upp hanskann fyrir miðla Vefpressunnar, en myndbirting eins þeirra vakti mikla athygli í liðinni viku. Aðrir telja að því sé einmitt öfugt farið; ályktuninni sé beint gegn Vefpressunni og hótun hennar um lögsóknir. Hvert svo sem gefna tilefnið er virðast ansi margir upplifa sig sem ofsótta þessa dagana og að það sé vegið að tjáningarfrelsi þeirra. Háskólakennarar óttast að frjáls félagasamtök séu að vega að akademísku frelsi sínu með fulltingi siðanefndar Háskólans, á meðan félagasamtökin telja að háskólakennarar skáki í skjóli síns akademíska frelsis til að níða skóinn af meðlimum samtakanna. Einmitt það hve margir samsama sig ályktuninni gefur til kynna að ýmislegt megi betur fara í opinberri umræðu. Þó að ýmsu leyti hefði verið betra að í ályktun um mikilvægi tjáningarfrelsis hefði umrætt tjáningarfrelsi verið nýtt til hins ýtrasta og talað hreint út, gefa viðbrögðin og vangavelturnar færi á ágætis naflaskoðun. Hvað veldur því að fólk talast orðið við með hótunum um lögsókn? Vel má vera að aukin viðkvæmni spili þar inn í, en allt eins víst er að umræðan sjálf sé þar örlagavaldur. Títt tuggið er að frelsinu fylgi ábyrgð en sú er einmitt raunin. Það fylgir því ábyrgð að kalla hvert annað ónefnum í umræðunni, brigsla um landráð og ljótar kenndir. Jafnframt fylgir því ábyrgð að hóta lögsóknum hægri vinstri. Og alvöru fólk gengst við ábyrgð sinni. Stöndum vörð um tjáningarfrelsið með því að taka þátt í opinberri umræðu af ábyrgð og án ofsa. Og þrátt fyrir að þetta sé leiðinlega miðaldra og miðjusækin afstaða, þá gagnast hún tjáningarfrelsinu. Við getum aldrei haft áhrif á hvernig aðrir umgangast tjáningarfrelsið. Við ráðum hins vegar sjálf hvernig við umgöngumst það.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun