Ofbeldisvarnaráði verði komið á fót 13. desember 2011 03:45 mikil ógn Ofbeldi er mikil ógn við heilsu og réttindi barna hér á landi. 430 tilkynningar komu til barnaverndarnefnda um kynferðislegt ofbeldi á börnum í fyrra. nordicphotos/getty Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi eru í engu samræmi við það hversu mikil ógn ofbeldið er við heilsu og réttindi barna á Íslandi. Þetta segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Stofnunin hefur gert ráðamönnum grein fyrir hugmyndum sínum um að stofnað verði ofbeldisvarnaráð hér á landi sem myndi sinna forvörnum gegn ofbeldi með áherslu á kynferðislegt ofbeldi, eða að forvörnum verði fundinn staður hjá viðeigandi stofnun. UNICEF gaf út skýrslu um stöðu barna á Íslandi í vor þar sem fram kemur að enginn á vegum hins opinbera beri ábyrgð á forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þá sé vandinn ekki markvisst kortlagður með reglubundnum rannsóknum og greiningu. „Opinberir aðilar verða að vinna markvisst gegn kynferðislegu ofbeldi. Skýrt verður að vera hverjir bera ábyrgð á forvörnum og fjármagn verður að vera tryggt til þess starfs,“ segir meðal annars í skýrslunni. Í fyrra komu 430 tilkynningar um kynferðislegt ofbeldi til barnaverndarnefnda, eða meira en ein tilkynning á dag. „Ríkið hefur á undanförnum áratugum tekið málefni fyrir sem eru metin sem samfélagsleg ógn og barist gegn þeim með kjafti og klóm,“ segir Stefán. „Á hverju ári fara 120 milljónir í það sem kallað er áróður hjá Umferðarstofu. Enda eru auglýsingarnar mjög flottar og hafa áhrif. Í vímuvörnum hefur það sama verið gert.“ Þessar aðgerðir hafa skilað miklum árangri, að sögn Stefáns. Enginn beri þó ábyrgð á því að koma í veg fyrir eða minnka kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og nánast engum opinberum peningum sé eytt í það, þrátt fyrir að kynferðislegt ofbeldi sé einhver sú mesta ógn sem steðji að börnum á Íslandi. Heilsugæslan hefur þróað forvarnaverkefni í þessum málaflokki sem sett var af stað í byrjun árs, og segir Stefán að þar hafi verið unnið mjög gott frumkvöðlastarf. Einnig vinni félagasamtök eins og Stígamót, Blátt áfram og Drekaslóð í þessum málaflokki. Sérfræðingarnir séu því til staðar. Þá sé unnið í þessum málaflokki hjá Barnahúsi, Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum, „það vantar bara viljann og kraftinn frá hinu opinbera.“ thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira
Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi eru í engu samræmi við það hversu mikil ógn ofbeldið er við heilsu og réttindi barna á Íslandi. Þetta segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Stofnunin hefur gert ráðamönnum grein fyrir hugmyndum sínum um að stofnað verði ofbeldisvarnaráð hér á landi sem myndi sinna forvörnum gegn ofbeldi með áherslu á kynferðislegt ofbeldi, eða að forvörnum verði fundinn staður hjá viðeigandi stofnun. UNICEF gaf út skýrslu um stöðu barna á Íslandi í vor þar sem fram kemur að enginn á vegum hins opinbera beri ábyrgð á forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þá sé vandinn ekki markvisst kortlagður með reglubundnum rannsóknum og greiningu. „Opinberir aðilar verða að vinna markvisst gegn kynferðislegu ofbeldi. Skýrt verður að vera hverjir bera ábyrgð á forvörnum og fjármagn verður að vera tryggt til þess starfs,“ segir meðal annars í skýrslunni. Í fyrra komu 430 tilkynningar um kynferðislegt ofbeldi til barnaverndarnefnda, eða meira en ein tilkynning á dag. „Ríkið hefur á undanförnum áratugum tekið málefni fyrir sem eru metin sem samfélagsleg ógn og barist gegn þeim með kjafti og klóm,“ segir Stefán. „Á hverju ári fara 120 milljónir í það sem kallað er áróður hjá Umferðarstofu. Enda eru auglýsingarnar mjög flottar og hafa áhrif. Í vímuvörnum hefur það sama verið gert.“ Þessar aðgerðir hafa skilað miklum árangri, að sögn Stefáns. Enginn beri þó ábyrgð á því að koma í veg fyrir eða minnka kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og nánast engum opinberum peningum sé eytt í það, þrátt fyrir að kynferðislegt ofbeldi sé einhver sú mesta ógn sem steðji að börnum á Íslandi. Heilsugæslan hefur þróað forvarnaverkefni í þessum málaflokki sem sett var af stað í byrjun árs, og segir Stefán að þar hafi verið unnið mjög gott frumkvöðlastarf. Einnig vinni félagasamtök eins og Stígamót, Blátt áfram og Drekaslóð í þessum málaflokki. Sérfræðingarnir séu því til staðar. Þá sé unnið í þessum málaflokki hjá Barnahúsi, Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum, „það vantar bara viljann og kraftinn frá hinu opinbera.“ thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira