Víðtæk áhrif af banni við mismunun kynja 13. desember 2011 03:15 Ólík iðgjöld Ungar konur greiða víðast hvar minna í iðgjöld af bílatryggingum en ungir karlmenn, enda eru þeir gjarnari á að lenda í óhöppum.Fréttablaðið/anton Bann við mismunun kynja við tryggingaútreikninga mun hafa margvísleg neikvæð áhrif á neytendur, tryggingamarkaðinn og samfélagið í heild sinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Evrópusamtök vátryggjenda hafa látið vinna fyrir sig. Samkvæmt skýrslunni, sem unnin var af greiningarfyrirtækinu Oxera og kynnt í síðustu viku, er fyrirséð að breytingin muni valda því að lífeyrisgreiðslur skerðist um fimm prósent, líftryggingariðgjöld kvenna hækki um þrjátíu prósent og iðgjöld bílatrygginga ungra kvenna hækki um ellefu prósent. Evrópudómstóllinn kvað upp úr með það í vor að tryggingafélögum yrði frá og með 21. desember óheimilt að innheimta mishá iðgjöld af körlum og konum. Það jafngilti mismunun að meta áhættu í tryggingasamningum ólíka milli kynja. Kyn er nú næstalgengasta breytan við gerð tryggingasamninga í Evrópu, á eftir aldri, þótt í skýrslunni segi að ekki sé horft til kyns við ákvörðun verðs nema þegar það hafi veruleg áhrif á áhættumat. Sem dæmi má nefna að í öllum löndum sem skoðuð voru greiða konur nú lægri iðgjöld af líftryggingum en karlar, vegna þess að þær hafa betri lífslíkur á þeim tíma sem tryggingin nær til. Konur fá jafnan lægri mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá tryggingafélögum en karlar. Hins vegar njóta þær þeirra í lengri tíma, þökk sé hærri meðalaldri, og samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar koma heildargreiðslur til karla og kvenna af þessum sökum nokkurn veginn út á sléttu. Niðurstaða skýrslunnar er sú að með banninu muni iðgjöld að einhverju leyti flytjast af fólki sem metið sé í mikilli áhættu yfir á fólk í lítilli áhættu. Þetta kunni að hafa keðjuverkandi áhrif og letja fólk til að spara til elliáranna. „Evrópski tryggingaiðnaðurinn mun auðvitað virða niðurstöðu dómstólsins en menn verða að átta sig á afleiðingunum fyrir neytendur og vátryggjendur,“ segir Michaela Koller, forstjóri Evrópusamtaka vátryggjenda. Dómurinn frá því í vor hefur vakið upp umræðu um hvort eins geti farið með mismunun á grundvelli örorku og aldurs. Samtökin leggja mikla áherslu á að geta enn byggt útreikninga sína á þessum þáttum og telja að bann við því muni grafa undan allri tryggingastarfsemi. Dómur Evrópudómstólsins mun hafa fordæmisgildi hér á landi þar sem tilskipunin sem hann byggist á hefur verið innleidd í íslenskan rétt, að sögn Vigdísar Halldórsdóttur, lögfræðings hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Bann við mismunun kynja við tryggingaútreikninga mun hafa margvísleg neikvæð áhrif á neytendur, tryggingamarkaðinn og samfélagið í heild sinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Evrópusamtök vátryggjenda hafa látið vinna fyrir sig. Samkvæmt skýrslunni, sem unnin var af greiningarfyrirtækinu Oxera og kynnt í síðustu viku, er fyrirséð að breytingin muni valda því að lífeyrisgreiðslur skerðist um fimm prósent, líftryggingariðgjöld kvenna hækki um þrjátíu prósent og iðgjöld bílatrygginga ungra kvenna hækki um ellefu prósent. Evrópudómstóllinn kvað upp úr með það í vor að tryggingafélögum yrði frá og með 21. desember óheimilt að innheimta mishá iðgjöld af körlum og konum. Það jafngilti mismunun að meta áhættu í tryggingasamningum ólíka milli kynja. Kyn er nú næstalgengasta breytan við gerð tryggingasamninga í Evrópu, á eftir aldri, þótt í skýrslunni segi að ekki sé horft til kyns við ákvörðun verðs nema þegar það hafi veruleg áhrif á áhættumat. Sem dæmi má nefna að í öllum löndum sem skoðuð voru greiða konur nú lægri iðgjöld af líftryggingum en karlar, vegna þess að þær hafa betri lífslíkur á þeim tíma sem tryggingin nær til. Konur fá jafnan lægri mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur frá tryggingafélögum en karlar. Hins vegar njóta þær þeirra í lengri tíma, þökk sé hærri meðalaldri, og samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar koma heildargreiðslur til karla og kvenna af þessum sökum nokkurn veginn út á sléttu. Niðurstaða skýrslunnar er sú að með banninu muni iðgjöld að einhverju leyti flytjast af fólki sem metið sé í mikilli áhættu yfir á fólk í lítilli áhættu. Þetta kunni að hafa keðjuverkandi áhrif og letja fólk til að spara til elliáranna. „Evrópski tryggingaiðnaðurinn mun auðvitað virða niðurstöðu dómstólsins en menn verða að átta sig á afleiðingunum fyrir neytendur og vátryggjendur,“ segir Michaela Koller, forstjóri Evrópusamtaka vátryggjenda. Dómurinn frá því í vor hefur vakið upp umræðu um hvort eins geti farið með mismunun á grundvelli örorku og aldurs. Samtökin leggja mikla áherslu á að geta enn byggt útreikninga sína á þessum þáttum og telja að bann við því muni grafa undan allri tryggingastarfsemi. Dómur Evrópudómstólsins mun hafa fordæmisgildi hér á landi þar sem tilskipunin sem hann byggist á hefur verið innleidd í íslenskan rétt, að sögn Vigdísar Halldórsdóttur, lögfræðings hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira