Stéttaskipting 8. desember 2011 06:00 Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi á undanförnum árum er nokkurs konar vítahringur. Fyrst var lánað takmarkalaust til allra sem vildu og blásin upp fordæmalaus fasteignabóla. Síðan hrundi efnahagslífið, fasteignaverð féll, öll lán hækkuðu og margir sátu fastir með neikvæða eiginfjárstöðu í íbúðum sínum eða voru keyrðir í gegnum alls kyns afskriftarleiðir. Í kjölfarið fengu lánastofnanir á þriðja þúsund fasteignir í fangið sem þær þora ekki að setja á markað. Vegna þess að þá lækkar fasteignaverð. Og þá þarf að taka annan snúning í afskriftum á þeim sem þegar er búið að afskrifa hjá. Þetta ástand hefur blásið upp nýja bólu, en nú á leigumarkaði. Leigumarkaður á Íslandi er að mestu leyti óskipulagður og drifinn áfram af fólki sem á fáar eignir, ekki skipulögðum leigufélögum. Meðalmánaðarleiga á fjölskyldustærð af íbúð er orðin tugþúsundum hærri en mánaðarlegar greiðslur af sambærilegri íbúð yrði hún keypt. Til viðbótar við fjárhagslega óhagræðið sem fylgir leigumarkaði eru langtímaleiguúrræði nánast óþekkt. Fólk, með börn og búslóð, þarf þess vegna iðulega að flytja árlega. Eða oftar. Hluti þess fólks sem velkist um á leigumarkaðinum myndi glaður vilja kaupa sér húsnæði, festa rætur og finna smá stöðugleika. Það getur það bara ekki. Bankar og Íbúðalánasjóður lána nefnilega einungis fyrir 80% af fasteignakaupum. Þessar stofnanir eru tilbúnar að afskrifa tugi milljarða hjá einstökum skuldurum til að koma skuldastöðu niður að eignastöðu en eru ekki tilbúnar að styðja fólk við fyrstu íbúðakaup. Hjálpin er á öfugum enda. Ungir íbúðakaupendur þurfa því að finna það sem upp á vantar annars staðar. Það þýðir að fólk í þessum hópi þarf að taka skammtímalán á mjög háum vöxtum, leggja fyrir þar til það á fyrir útborgun eða treysta á vandamenn að veita því fyrirgreiðslu. Fyrsti kosturinn er afleitur, enda ratar fólk fljótt í greiðsluaðlögun ef það ætlar að fjármagna nokkrar milljónir með yfirdráttarlánum og greiðslukortahámörkun. Varðandi annan kostinn greindi Stöð 2 frá því í síðustu viku að það tæki langskólagengið par með eitt barn, þar sem bæði væru þátttakendur á vinnumarkaði, um tíu ár að safna fyrir útborgun vegna kaupa á 20 milljóna króna íbúð. Þeir útreikningar miða við að unga parið leggi fyrir 35 þúsund krónur á mánuði, dirfist ekki að fjölga sér umfram kínverska hámarkið og kaupi ódýrustu íbúð sem völ er á. Dæmið gerði enn fremur ráð fyrir 50% lægri neyslu en stjórnvöld gera ráð fyrir í óraunveruleikatengdum neysluviðmiðum sínum. Að leggja fyrir útborgun er því varla eitthvað sem ungt fólk sér sem raunhæfan kost í því efnahagsástandi sem ríkir í dag. Þess vegna virðist staðan vera sú að ungt fólk þarf að treysta á sína nánustu um fyrirgreiðslu til að geta komið þaki yfir höfuðið. Millistéttin, sem er þorri Íslendinga, getur það ekki vegna þess að lífeyrissjóðir eru hættir að leyfa foreldrum að lána börnum sínum veð í þeim hluta síns húsnæðis sem ekkert hvílir á, bankar vilja ekki lána meira og engir opinberir hvatar eru til staðar sem hjálpa við fyrstu íbúðakaup. Í þessum aðstæðum felst skýr stéttaskipting og til að leiðrétta hana þarf pólitíska lausn. Ekkert stjórnmálaafl á Íslandi virðist hins vegar vera að hugsa um hvernig hún á að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi á undanförnum árum er nokkurs konar vítahringur. Fyrst var lánað takmarkalaust til allra sem vildu og blásin upp fordæmalaus fasteignabóla. Síðan hrundi efnahagslífið, fasteignaverð féll, öll lán hækkuðu og margir sátu fastir með neikvæða eiginfjárstöðu í íbúðum sínum eða voru keyrðir í gegnum alls kyns afskriftarleiðir. Í kjölfarið fengu lánastofnanir á þriðja þúsund fasteignir í fangið sem þær þora ekki að setja á markað. Vegna þess að þá lækkar fasteignaverð. Og þá þarf að taka annan snúning í afskriftum á þeim sem þegar er búið að afskrifa hjá. Þetta ástand hefur blásið upp nýja bólu, en nú á leigumarkaði. Leigumarkaður á Íslandi er að mestu leyti óskipulagður og drifinn áfram af fólki sem á fáar eignir, ekki skipulögðum leigufélögum. Meðalmánaðarleiga á fjölskyldustærð af íbúð er orðin tugþúsundum hærri en mánaðarlegar greiðslur af sambærilegri íbúð yrði hún keypt. Til viðbótar við fjárhagslega óhagræðið sem fylgir leigumarkaði eru langtímaleiguúrræði nánast óþekkt. Fólk, með börn og búslóð, þarf þess vegna iðulega að flytja árlega. Eða oftar. Hluti þess fólks sem velkist um á leigumarkaðinum myndi glaður vilja kaupa sér húsnæði, festa rætur og finna smá stöðugleika. Það getur það bara ekki. Bankar og Íbúðalánasjóður lána nefnilega einungis fyrir 80% af fasteignakaupum. Þessar stofnanir eru tilbúnar að afskrifa tugi milljarða hjá einstökum skuldurum til að koma skuldastöðu niður að eignastöðu en eru ekki tilbúnar að styðja fólk við fyrstu íbúðakaup. Hjálpin er á öfugum enda. Ungir íbúðakaupendur þurfa því að finna það sem upp á vantar annars staðar. Það þýðir að fólk í þessum hópi þarf að taka skammtímalán á mjög háum vöxtum, leggja fyrir þar til það á fyrir útborgun eða treysta á vandamenn að veita því fyrirgreiðslu. Fyrsti kosturinn er afleitur, enda ratar fólk fljótt í greiðsluaðlögun ef það ætlar að fjármagna nokkrar milljónir með yfirdráttarlánum og greiðslukortahámörkun. Varðandi annan kostinn greindi Stöð 2 frá því í síðustu viku að það tæki langskólagengið par með eitt barn, þar sem bæði væru þátttakendur á vinnumarkaði, um tíu ár að safna fyrir útborgun vegna kaupa á 20 milljóna króna íbúð. Þeir útreikningar miða við að unga parið leggi fyrir 35 þúsund krónur á mánuði, dirfist ekki að fjölga sér umfram kínverska hámarkið og kaupi ódýrustu íbúð sem völ er á. Dæmið gerði enn fremur ráð fyrir 50% lægri neyslu en stjórnvöld gera ráð fyrir í óraunveruleikatengdum neysluviðmiðum sínum. Að leggja fyrir útborgun er því varla eitthvað sem ungt fólk sér sem raunhæfan kost í því efnahagsástandi sem ríkir í dag. Þess vegna virðist staðan vera sú að ungt fólk þarf að treysta á sína nánustu um fyrirgreiðslu til að geta komið þaki yfir höfuðið. Millistéttin, sem er þorri Íslendinga, getur það ekki vegna þess að lífeyrissjóðir eru hættir að leyfa foreldrum að lána börnum sínum veð í þeim hluta síns húsnæðis sem ekkert hvílir á, bankar vilja ekki lána meira og engir opinberir hvatar eru til staðar sem hjálpa við fyrstu íbúðakaup. Í þessum aðstæðum felst skýr stéttaskipting og til að leiðrétta hana þarf pólitíska lausn. Ekkert stjórnmálaafl á Íslandi virðist hins vegar vera að hugsa um hvernig hún á að vera.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun