Blönduvirkjun hafði mikil áhrif á bleikjustofna vatna 3. desember 2011 07:00 Blanda á yfirfalli Sem laxveiðiá breyttist Blanda mikið til batnaðar þegar hún var virkjuð. Nú er oft talað um veiði fyrir og eftir yfirfall í Blöndulóni, en þá litast Blanda og verður erfið til stangveiða.mynd/jónas sigurgeirsson Bleikjuveiði á veituleið Blönduvirkjunar er að meðaltali fimm til átta sinnum minni en í viðmiðunarvötnum á sömu slóðum. Fiskurinn er jafnframt mun minni vegna breytinga á æti. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar sem þau Guðni Guðbergsson og Eydís Heiða Njarðardóttir eru skrifuð fyrir, en áhrif virkjunarframkvæmdanna hafa verið metin með vöktun bleikjustofna um langt árabil. Guðni, sem er sviðsstjóri auðlindasviðs VMST, metur niðurstöðurnar sem svo að þróun lífríkisins sé eins og við var búist. Vitað hafi verið að með virkjunarframkvæmdum yrði breyting. „Rannsóknin miðaði að því að komast að því hvert hið nýja ástand væri,“ segir Guðni. Við virkjun Blöndu, sem er jökulá, var Blöndulón myndað árið 1991 en það er um 56 ferkílómetrar að stærð og með þrettán metra miðlunarhæð. Þaðan er miðlað að jafnaði 39 sekúndulítrum af vatni um veituleið sem breytti nokkrum tærum stöðuvötnum í vötn með gegnumstreymi jökulvatns. Guðni útskýrir að þegar gruggugu jökulvatni sé veitt í tært heiðarvatn nái ljós styttra niður og frumframleiðsla verði minni. „Þegar heil á eins og Blanda rennur í gegnum þessi vötn verður einnig töluverð útskolun.“ Í skýrslunni kemur fram að fiskmagn varð fljótt mikið í Blöndulóni, en fimm árum eftir myndun þess fór vaxtarhraði bleikju og stærð við kynþroska að minnka. Þær breytingar sem urðu með tilkomu Blönduvirkjunar hafa í flestu verið svipaðar því sem sést hefur í öðrum miðlunarlónum með svipaðar aðstæður hér á landi. Þá segir Guðni að þessar niðurstöður geti nýst síðar við að spá fyrir um áhrif framkvæmda á borð við virkjanir, sem sé afar mikilvægt, sérstaklega á tímum þegar allmiklar umræður hafi verið um áhrif vatnaflsvirkjana á lífríki. Í einu af viðmiðunarvötnunum utan veituleiðar, Mjóavatni, hefur verið fylgst með bleikjustofninum frá 1988 og hafa breytingar komið fram í stofnstærð og samsetningu bleikjustofnsins á þeim tíma. „Það er mjög dýrmætt að hafa þessi gögn, ekki síst á tímum þegar breytingar eru að verða eins og hnattræn hlýnun. Hér höfum við viðmið um hvernig þetta hefur þróast á breytingartímum. Samfelld vöktun lífríkis er afar mikilvæg til þess að nema og skilja breytingar sem verða og til að aðgreina áhrif framkvæmda og náttúrulegra breytinga.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Bleikjuveiði á veituleið Blönduvirkjunar er að meðaltali fimm til átta sinnum minni en í viðmiðunarvötnum á sömu slóðum. Fiskurinn er jafnframt mun minni vegna breytinga á æti. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar sem þau Guðni Guðbergsson og Eydís Heiða Njarðardóttir eru skrifuð fyrir, en áhrif virkjunarframkvæmdanna hafa verið metin með vöktun bleikjustofna um langt árabil. Guðni, sem er sviðsstjóri auðlindasviðs VMST, metur niðurstöðurnar sem svo að þróun lífríkisins sé eins og við var búist. Vitað hafi verið að með virkjunarframkvæmdum yrði breyting. „Rannsóknin miðaði að því að komast að því hvert hið nýja ástand væri,“ segir Guðni. Við virkjun Blöndu, sem er jökulá, var Blöndulón myndað árið 1991 en það er um 56 ferkílómetrar að stærð og með þrettán metra miðlunarhæð. Þaðan er miðlað að jafnaði 39 sekúndulítrum af vatni um veituleið sem breytti nokkrum tærum stöðuvötnum í vötn með gegnumstreymi jökulvatns. Guðni útskýrir að þegar gruggugu jökulvatni sé veitt í tært heiðarvatn nái ljós styttra niður og frumframleiðsla verði minni. „Þegar heil á eins og Blanda rennur í gegnum þessi vötn verður einnig töluverð útskolun.“ Í skýrslunni kemur fram að fiskmagn varð fljótt mikið í Blöndulóni, en fimm árum eftir myndun þess fór vaxtarhraði bleikju og stærð við kynþroska að minnka. Þær breytingar sem urðu með tilkomu Blönduvirkjunar hafa í flestu verið svipaðar því sem sést hefur í öðrum miðlunarlónum með svipaðar aðstæður hér á landi. Þá segir Guðni að þessar niðurstöður geti nýst síðar við að spá fyrir um áhrif framkvæmda á borð við virkjanir, sem sé afar mikilvægt, sérstaklega á tímum þegar allmiklar umræður hafi verið um áhrif vatnaflsvirkjana á lífríki. Í einu af viðmiðunarvötnunum utan veituleiðar, Mjóavatni, hefur verið fylgst með bleikjustofninum frá 1988 og hafa breytingar komið fram í stofnstærð og samsetningu bleikjustofnsins á þeim tíma. „Það er mjög dýrmætt að hafa þessi gögn, ekki síst á tímum þegar breytingar eru að verða eins og hnattræn hlýnun. Hér höfum við viðmið um hvernig þetta hefur þróast á breytingartímum. Samfelld vöktun lífríkis er afar mikilvæg til þess að nema og skilja breytingar sem verða og til að aðgreina áhrif framkvæmda og náttúrulegra breytinga.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira