Spaðarnir þeyttust af vindmyllu í Belgsholti 3. desember 2011 09:00 Vindmyllan í Belgsholti Haraldur Magnússon í Belgsholti kveðst lengi hafa haft áhuga á að beisla vindorkuna og loks hafa keypt þessa vindmyllu frá Svíþjóð og sett hana upp í sumar. Myndin er frá því að verið var að reisa mylluna.Mynd/Hannevind „Þetta er mikið tjón,“ segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Leirársveit, þar sem spaðarnir af 24 metra hárri vindmyllu losnuðu af og féllu til jarðar á þriðjudagsmorgun. „Það er ekki vitað nákvæmlega hver frumorsökin er og hvað gerðist. Trúlega hefur skemmst spaði og við það komið titringur á mylluna. Hún sneri sér ekki alveg rétt undan vindinum. Það hefur verið einhver feill í gangi,“ segir Haraldur. Að sögn Haraldar slóst einn spaðanna í mastrið og skemmdi það áður en mótorhausinn losnaði frá mastrinu og vindmyllan féll til jarðar. Haraldur segir enn allt á huldu hvernig fer með ábyrgðargreiðslur og tryggingar vegna tjónsins og hversu mikið það sé. „Það er ekki gott að segja en það hleypur á einhverjum milljónum,“ áætlar hann. Vindmyllan í Belgsholti er af gerðinni Hannewind og er framleidd í Svíþjóð. „Það var áhugi fyrir því hjá mér að virkja vindinn og maður hjá Orkustofnun benti mér á þessa tegund,“ segir Haraldur. Frá því vindmyllan var sett upp í Belgsholti að viðstöddu fjölmenni í byrjun júlí í sumar hefur hún framleitt rafmagn fyrir utan stutt tímabil þegar upp hafa komið smábilanir að sögn Haraldar. Hann segir mylluna framleiða upp undir 26 kílóvött af rafmagni þegar best láti. Við þær aðstæður geti hann selt um 10 kílóvött frá sér inn á almenna netið. Afganginn nýti hann á búi sínu. Haraldur segir að fram undan sé að endurhanna vindmylluna og athuga hvort breyta þurfi útfærslu hennar. Hann hafi þegar verið búinn að taka ákvörðun um að lækka hið 24 metra háa mastur niður í 15 til 18 metra. „Ég sé ekki að það sé þörf á að hafa mastrið svona hátt,“ segir hann. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta er mikið tjón,“ segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Leirársveit, þar sem spaðarnir af 24 metra hárri vindmyllu losnuðu af og féllu til jarðar á þriðjudagsmorgun. „Það er ekki vitað nákvæmlega hver frumorsökin er og hvað gerðist. Trúlega hefur skemmst spaði og við það komið titringur á mylluna. Hún sneri sér ekki alveg rétt undan vindinum. Það hefur verið einhver feill í gangi,“ segir Haraldur. Að sögn Haraldar slóst einn spaðanna í mastrið og skemmdi það áður en mótorhausinn losnaði frá mastrinu og vindmyllan féll til jarðar. Haraldur segir enn allt á huldu hvernig fer með ábyrgðargreiðslur og tryggingar vegna tjónsins og hversu mikið það sé. „Það er ekki gott að segja en það hleypur á einhverjum milljónum,“ áætlar hann. Vindmyllan í Belgsholti er af gerðinni Hannewind og er framleidd í Svíþjóð. „Það var áhugi fyrir því hjá mér að virkja vindinn og maður hjá Orkustofnun benti mér á þessa tegund,“ segir Haraldur. Frá því vindmyllan var sett upp í Belgsholti að viðstöddu fjölmenni í byrjun júlí í sumar hefur hún framleitt rafmagn fyrir utan stutt tímabil þegar upp hafa komið smábilanir að sögn Haraldar. Hann segir mylluna framleiða upp undir 26 kílóvött af rafmagni þegar best láti. Við þær aðstæður geti hann selt um 10 kílóvött frá sér inn á almenna netið. Afganginn nýti hann á búi sínu. Haraldur segir að fram undan sé að endurhanna vindmylluna og athuga hvort breyta þurfi útfærslu hennar. Hann hafi þegar verið búinn að taka ákvörðun um að lækka hið 24 metra háa mastur niður í 15 til 18 metra. „Ég sé ekki að það sé þörf á að hafa mastrið svona hátt,“ segir hann. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði