Vilja draga úr yfirvinnu til að jafna laun 3. desember 2011 07:00 Ráðhús Reykjavíkur Óútskýrður launamunur hjá borginni nemur rúmum átta prósentum.Fréttablaðið/gva Sóley Tómasdóttir Starfshópur undir forystu borgarfulltrúans Sóleyjar Tómasdóttur um það hvernig útrýma megi kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg leggur til að dregið verði úr yfirvinnu og vinnuvikan þar með stytt, til að gera borgina að fjölskylduvænni vinnustað. Rökin fyrir þessu eru þau að líklegra sé að starf karlmannsins verði látið ganga fyrir þegar sinna þurfi veiku barni eða öldruðum foreldrum vegna þess að þær hafi lakari laun. Þetta viðhaldi launamun kynjanna og ríkjandi viðhorfum til kvenna á vinnumarkaði og leiði jafnframt til ójafnt vinnuálags kynjanna á heimilum. Athugun starfshópsins leiddi í ljós að karlar í fullu starfi hjá borginni væru að meðaltali með 8,2 prósentum hærri laun en konur í fullu starfi, eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, starfsaldri og starfi. Óleiðréttur er munurinn 13 prósent. Segir í skýrslunni að mikilvægt sé að skoða hvort tveggja, enda sé óleiðréttur launamunur oft afleiðing af aðstöðumun og mismunun milli kynja, konur eigi til dæmis gjarnan styttri starfsaldur að baki vegna þess að þær taki á sínar herðar ábyrgð á barnauppeldi. Tvennt kemur sérstaklega til skoðunar varðandi kynbundna muninn: yfirvinna og akstursgreiðslur. Í ljós kemur að konur í fullu starfi fá ekki nema 53 prósent af yfirvinnugreiðslum karla í fullu starfi og 37 prósent af akstursgreiðslum. Starfshópurinn telur að draga megi úr þessum mun með því að afnema leynd um það á hvaða forsendum aksturs- og yfirvinnugreiðslur byggjast í hverju tilfelli fyrir sig. „Leiða má að því líkur að í einhverjum tilvikum hafi föst eða metin yfirvinna verið notuð til að hækka laun starfsmanna,“ segir í skýrslunni. „Vegna þessa miklar munar sem úttektin sýnir á yfirvinnu kynjanna er ljóst að mat yfirmanna er í mörgum tilvikum á þá leið að karlmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg þurfi að inna af hendi meiri yfirvinnu en konur sem vinna hjá borginni. Slík ákvarðanataka tekur greinilega mið af ríkjandi hugmyndum í samfélaginu um karlinn sem fyrirvinnu fjölskyldunnar.“ Þá segir að einnig sé mikilvægt að huga að afköstum. „Þar sem konur eru með færri yfirvinnutíma en karlar þá mætti draga þá ályktun að þær ráði við, í meiri mæli en karlar, að ljúka sínum störfum á dagvinnutíma.“ Starfshópurinn leggur til að stofnaður verði aðgerðahópur sem fari í saumana á allri yfirvinnu og akstursgreiðslum hjá borginni og rökstyðji og skilgreini þörfina fyrir vinnuna og aksturinn í hverju tilviki. Því verði þannig fyrir komið að stjórnendur þurfi ávallt að rökstyðja það ef yfirvinna og akstursgreiðslur breytast. Þá þurfi að auka áherslu á starfsmat hjá borginni, enda falli mun fleiri karlastörf undir starfsmatið en kvennastörf. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Sóley Tómasdóttir Starfshópur undir forystu borgarfulltrúans Sóleyjar Tómasdóttur um það hvernig útrýma megi kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg leggur til að dregið verði úr yfirvinnu og vinnuvikan þar með stytt, til að gera borgina að fjölskylduvænni vinnustað. Rökin fyrir þessu eru þau að líklegra sé að starf karlmannsins verði látið ganga fyrir þegar sinna þurfi veiku barni eða öldruðum foreldrum vegna þess að þær hafi lakari laun. Þetta viðhaldi launamun kynjanna og ríkjandi viðhorfum til kvenna á vinnumarkaði og leiði jafnframt til ójafnt vinnuálags kynjanna á heimilum. Athugun starfshópsins leiddi í ljós að karlar í fullu starfi hjá borginni væru að meðaltali með 8,2 prósentum hærri laun en konur í fullu starfi, eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, starfsaldri og starfi. Óleiðréttur er munurinn 13 prósent. Segir í skýrslunni að mikilvægt sé að skoða hvort tveggja, enda sé óleiðréttur launamunur oft afleiðing af aðstöðumun og mismunun milli kynja, konur eigi til dæmis gjarnan styttri starfsaldur að baki vegna þess að þær taki á sínar herðar ábyrgð á barnauppeldi. Tvennt kemur sérstaklega til skoðunar varðandi kynbundna muninn: yfirvinna og akstursgreiðslur. Í ljós kemur að konur í fullu starfi fá ekki nema 53 prósent af yfirvinnugreiðslum karla í fullu starfi og 37 prósent af akstursgreiðslum. Starfshópurinn telur að draga megi úr þessum mun með því að afnema leynd um það á hvaða forsendum aksturs- og yfirvinnugreiðslur byggjast í hverju tilfelli fyrir sig. „Leiða má að því líkur að í einhverjum tilvikum hafi föst eða metin yfirvinna verið notuð til að hækka laun starfsmanna,“ segir í skýrslunni. „Vegna þessa miklar munar sem úttektin sýnir á yfirvinnu kynjanna er ljóst að mat yfirmanna er í mörgum tilvikum á þá leið að karlmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg þurfi að inna af hendi meiri yfirvinnu en konur sem vinna hjá borginni. Slík ákvarðanataka tekur greinilega mið af ríkjandi hugmyndum í samfélaginu um karlinn sem fyrirvinnu fjölskyldunnar.“ Þá segir að einnig sé mikilvægt að huga að afköstum. „Þar sem konur eru með færri yfirvinnutíma en karlar þá mætti draga þá ályktun að þær ráði við, í meiri mæli en karlar, að ljúka sínum störfum á dagvinnutíma.“ Starfshópurinn leggur til að stofnaður verði aðgerðahópur sem fari í saumana á allri yfirvinnu og akstursgreiðslum hjá borginni og rökstyðji og skilgreini þörfina fyrir vinnuna og aksturinn í hverju tilviki. Því verði þannig fyrir komið að stjórnendur þurfi ávallt að rökstyðja það ef yfirvinna og akstursgreiðslur breytast. Þá þurfi að auka áherslu á starfsmat hjá borginni, enda falli mun fleiri karlastörf undir starfsmatið en kvennastörf. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira