Bygging nýs fangelsis sé háð skilyrðum 2. desember 2011 04:00 litla-hraun Formaður fjárlaganefndar segir að öryggisfangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. „Mín skoðun er sú að mikilvægt sé að veita heimild til byggingar nýs fangelsis en það þurfi að gera með ákveðnum skilyrðum.“ Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, en meirihluti nefndarinnar er andvígur því að heimila byggingu fangelsis á Hólmsheiði í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar. Ögmundur jónasson innanríkisráðherra lagði til við fjárlaganefnd að veittar yrðu 190 milljónir til hönnunar fangelsisins. Sigríður Ingibjörg segir að málinu hafi verið frestað til þriðju fjárlagaumræðu, sem fram fer næstkomandi þriðjudag. „Það eru uppi efasemdir um hlutverk hins nýja fangelsis, hvernig haga eigi fangelsismálum til framtíðar litið og hvort þessi bygging sé í anda þess,“ útskýrir hún. Aðspurð segir hún efasemdirnar snúa að því hvort rétt sé að hér séu tvö vistunarfangelsi. Gert sé ráð fyrir að nýja fangelsið rúmi á sjötta tug fanga og margir telji að það sé of stórt. Byggja þurfi komu- og gæsluvarðhaldsfangelsi auk kvennafangelsis en öryggisfangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. Spurð, í ljósi langra biðlista í afplánun, hvort ekki sé þörf á fleiri slíkum plássum bendir Sigríður Ingibjörg á að ekki séu allir sem bíði afplánunar að fara í öryggisgæslu, heldur geti hluti þeirra verið í opnum úrræðum og samfélagsþjónustu. Grundvallaratriðið sé þó að veita heimild til að hefja hönnun nýs fangelsis þegar búið verði að ná niðurstöðu. Sú heimild liggi fyrir á árinu 2012 og þá með skilyrðum í samræmi við vilja þingsins. „Það er orðið brýnt að koma með viðbótarlausn í fangelsismálum. Það þarf því að klára þetta mál í þriðju fjárlagaumræðu. Við erum að vinna að því að finna leið sem tryggir að við fáum nýtt fangelsi en jafnframt að það verði út frá áherslum sem Alþingi geti sætt sig við.“ Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir nefndina líta svo á að leggi hún fram breytingatillögu við fjárlög um hönnun nýs fangelsis sé um leið verið að binda staðsetninguna við Hólmsheiði. „Þessi heimild er upp á tiltekna fjárhæð til að hanna nýja byggingu á Hólmsheiði, en ekki annars staðar,“ segir Björn Valur en segir þetta atriði ekki standa sérstaklega í vegi fyrir ákvörðun nefndarinnar. Þarna sé ekki einungis verið að taka fjárhagslega ákvörðun heldur einnig faglega. Fjárlaganefnd þurfi því að afla frekari upplýsinga, meðal annars frá innanríkisráðherra og tilteknum starfsmönnum innanríkisráðuneytisins. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
„Mín skoðun er sú að mikilvægt sé að veita heimild til byggingar nýs fangelsis en það þurfi að gera með ákveðnum skilyrðum.“ Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, en meirihluti nefndarinnar er andvígur því að heimila byggingu fangelsis á Hólmsheiði í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar. Ögmundur jónasson innanríkisráðherra lagði til við fjárlaganefnd að veittar yrðu 190 milljónir til hönnunar fangelsisins. Sigríður Ingibjörg segir að málinu hafi verið frestað til þriðju fjárlagaumræðu, sem fram fer næstkomandi þriðjudag. „Það eru uppi efasemdir um hlutverk hins nýja fangelsis, hvernig haga eigi fangelsismálum til framtíðar litið og hvort þessi bygging sé í anda þess,“ útskýrir hún. Aðspurð segir hún efasemdirnar snúa að því hvort rétt sé að hér séu tvö vistunarfangelsi. Gert sé ráð fyrir að nýja fangelsið rúmi á sjötta tug fanga og margir telji að það sé of stórt. Byggja þurfi komu- og gæsluvarðhaldsfangelsi auk kvennafangelsis en öryggisfangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. Spurð, í ljósi langra biðlista í afplánun, hvort ekki sé þörf á fleiri slíkum plássum bendir Sigríður Ingibjörg á að ekki séu allir sem bíði afplánunar að fara í öryggisgæslu, heldur geti hluti þeirra verið í opnum úrræðum og samfélagsþjónustu. Grundvallaratriðið sé þó að veita heimild til að hefja hönnun nýs fangelsis þegar búið verði að ná niðurstöðu. Sú heimild liggi fyrir á árinu 2012 og þá með skilyrðum í samræmi við vilja þingsins. „Það er orðið brýnt að koma með viðbótarlausn í fangelsismálum. Það þarf því að klára þetta mál í þriðju fjárlagaumræðu. Við erum að vinna að því að finna leið sem tryggir að við fáum nýtt fangelsi en jafnframt að það verði út frá áherslum sem Alþingi geti sætt sig við.“ Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir nefndina líta svo á að leggi hún fram breytingatillögu við fjárlög um hönnun nýs fangelsis sé um leið verið að binda staðsetninguna við Hólmsheiði. „Þessi heimild er upp á tiltekna fjárhæð til að hanna nýja byggingu á Hólmsheiði, en ekki annars staðar,“ segir Björn Valur en segir þetta atriði ekki standa sérstaklega í vegi fyrir ákvörðun nefndarinnar. Þarna sé ekki einungis verið að taka fjárhagslega ákvörðun heldur einnig faglega. Fjárlaganefnd þurfi því að afla frekari upplýsinga, meðal annars frá innanríkisráðherra og tilteknum starfsmönnum innanríkisráðuneytisins. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira