Hættið að skemma Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. desember 2011 06:00 Írafárið vegna vinnubragða Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra við endurskoðun kvótafrumvarpsins hefur að mestu yfirskyggt efni málsins. Sé hins vegar rýnt í frumvarpsdrögin sem leynistarfshópur ráðherrans tók saman – eins og gert var í fréttaskýringu hér í blaðinu í fyrradag – kemur í ljós að engar grundvallarbreytingar hafa verið gerðar efnislega frá „stóra kvótafrumvarpinu“. Málið er með öðrum orðum ennþá efnahagslegt stórslys í uppsiglingu. Lesendur muna kannski að hagfræðingar, sem Jón Bjarnason valdi sjálfur til að gera úttekt á efnahagslegum áhrifum frumvarpsins, rifu það niður og fundu því flest til foráttu. Sama gerðu hagfræðingar Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Ef eitthvað er hefur byggðaáherzlan í frumvarpsdrögum Jóns Bjarnasonar orðið sterkari; þar er enn grautað í pottum sem ráðherrann vill geta útbýtt kvóta úr. Umbúðalaust heitir það að taka kvóta af fólki sem veiðir fisk með hagkvæmum og arðbærum hætti og afhenda hann fólki sem hefur staðið sig illa í rekstri og misst frá sér veiðiheimildir. Áfram er krukkað í frjálst framsal aflaheimilda og talað óskýrt um veðsetningu þeirra. Þetta er uppskrift að sóun og óhagræði í greininni. Það er óneitanlega þversagnakennt að Jón Bjarnason, sem reynir nú að hanga inni í ríkisstjórninni á þeirri forsendu að hann sé merkisberi baráttunnar gegn hinu vonda Evrópusambandi, skuli þannig hafa gengið enn lengra en í síðustu tilraun til að gera íslenzka sjávarútvegsstefnu líkari misheppnaðri stefnu ESB, sem rekin er á forsendum félags- og byggðasjónarmiða. Á sama tíma ætlar ESB að laga sína stefnu að því sem hefur tíðkazt á Íslandi. Í frumvarpsdrögunum er komið til móts við gagnrýni á stuttan nýtingartíma aflaheimilda, en ekki nándar nærri nóg. Fjárfestingar í sjávarútvegi eru af þeirri stærðargráðu að fyrirtækin verða að njóta rekstraröryggis til langs tíma. Langir nýtingarsamningar eru þar að auki hvatning til að fara vel með auðlindina. Málið hefur verið tekið úr höndum sjávarútvegsráðherrans. Efnislega er hætt við að það breyti litlu, vegna þess að úr báðum stjórnarflokkum heyrast áfram háværar kröfur um að ríkisstjórnin haldi sínu striki og leggi rekstrargrundvöll sjávarútvegsins í rúst til að ná pólitískum markmiðum. Skynsemisraddirnar í stjórnarliðinu eru nú þöglar. Þær ættu þó að leggja til að bæði „stóra kvótafrumvarpinu“ og samsuðu leynihóps Jóns Bjarnasonar verði hent. Í staðinn verði byggt á þeirri sátt sem náðist um samningaleiðina svokölluðu; að kveðið verði skýrt á um þjóðareign á kvótanum og nýtingarsamninga sem útgerðin greiði fyrir auðlindagjald. Hins vegar á að fikta sem minnst í fiskveiðistjórnunarkerfinu að öðru leyti. Með þessu væri mesta ranglætinu í núverandi kerfi útrýmt. Sjávarútvegurinn gæti snúið sér að því sem hann á að gera; fjárfesta og skapa atvinnu, í staðinn fyrir að fylgjast milli vonar og ótta með veruleikafirrtum pólitíkusum leggja á ráðin um hvernig sé hægt að skemma sem mest fyrir einni af undirstöðuatvinnugreinum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Írafárið vegna vinnubragða Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra við endurskoðun kvótafrumvarpsins hefur að mestu yfirskyggt efni málsins. Sé hins vegar rýnt í frumvarpsdrögin sem leynistarfshópur ráðherrans tók saman – eins og gert var í fréttaskýringu hér í blaðinu í fyrradag – kemur í ljós að engar grundvallarbreytingar hafa verið gerðar efnislega frá „stóra kvótafrumvarpinu“. Málið er með öðrum orðum ennþá efnahagslegt stórslys í uppsiglingu. Lesendur muna kannski að hagfræðingar, sem Jón Bjarnason valdi sjálfur til að gera úttekt á efnahagslegum áhrifum frumvarpsins, rifu það niður og fundu því flest til foráttu. Sama gerðu hagfræðingar Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Ef eitthvað er hefur byggðaáherzlan í frumvarpsdrögum Jóns Bjarnasonar orðið sterkari; þar er enn grautað í pottum sem ráðherrann vill geta útbýtt kvóta úr. Umbúðalaust heitir það að taka kvóta af fólki sem veiðir fisk með hagkvæmum og arðbærum hætti og afhenda hann fólki sem hefur staðið sig illa í rekstri og misst frá sér veiðiheimildir. Áfram er krukkað í frjálst framsal aflaheimilda og talað óskýrt um veðsetningu þeirra. Þetta er uppskrift að sóun og óhagræði í greininni. Það er óneitanlega þversagnakennt að Jón Bjarnason, sem reynir nú að hanga inni í ríkisstjórninni á þeirri forsendu að hann sé merkisberi baráttunnar gegn hinu vonda Evrópusambandi, skuli þannig hafa gengið enn lengra en í síðustu tilraun til að gera íslenzka sjávarútvegsstefnu líkari misheppnaðri stefnu ESB, sem rekin er á forsendum félags- og byggðasjónarmiða. Á sama tíma ætlar ESB að laga sína stefnu að því sem hefur tíðkazt á Íslandi. Í frumvarpsdrögunum er komið til móts við gagnrýni á stuttan nýtingartíma aflaheimilda, en ekki nándar nærri nóg. Fjárfestingar í sjávarútvegi eru af þeirri stærðargráðu að fyrirtækin verða að njóta rekstraröryggis til langs tíma. Langir nýtingarsamningar eru þar að auki hvatning til að fara vel með auðlindina. Málið hefur verið tekið úr höndum sjávarútvegsráðherrans. Efnislega er hætt við að það breyti litlu, vegna þess að úr báðum stjórnarflokkum heyrast áfram háværar kröfur um að ríkisstjórnin haldi sínu striki og leggi rekstrargrundvöll sjávarútvegsins í rúst til að ná pólitískum markmiðum. Skynsemisraddirnar í stjórnarliðinu eru nú þöglar. Þær ættu þó að leggja til að bæði „stóra kvótafrumvarpinu“ og samsuðu leynihóps Jóns Bjarnasonar verði hent. Í staðinn verði byggt á þeirri sátt sem náðist um samningaleiðina svokölluðu; að kveðið verði skýrt á um þjóðareign á kvótanum og nýtingarsamninga sem útgerðin greiði fyrir auðlindagjald. Hins vegar á að fikta sem minnst í fiskveiðistjórnunarkerfinu að öðru leyti. Með þessu væri mesta ranglætinu í núverandi kerfi útrýmt. Sjávarútvegurinn gæti snúið sér að því sem hann á að gera; fjárfesta og skapa atvinnu, í staðinn fyrir að fylgjast milli vonar og ótta með veruleikafirrtum pólitíkusum leggja á ráðin um hvernig sé hægt að skemma sem mest fyrir einni af undirstöðuatvinnugreinum landsins.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun