Sögulegt samstöðuleysi kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Alþingi Íslendinga steig það merkilega spor í gær að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Palestínu. Segja má að með því hafi Ísland loks stigið skrefið til fulls, en Ísland hefur viðurkennt fullveldi og sjálfstæði Ísraelsríkis síðan árið 1947. Hitt ríkið sem átti að stofna, sjálfstætt ríki Palestínu, hefur nú fengið stuðning enn eins ríkisins við sjálfsagða kröfu sína um sanngjarna meðferð. Athyglisvert var að hlusta á umræður á Alþingi. Undantekningarlítið komu þingmenn upp og lýstu yfir gleði og stolti yfir að fá að taka þátt í þessari sögulegu stund. Gjarnan voru reifaðir atburðir í sögu samskipta ríkjanna tveggja og palestínsku þjóðinni óskað til hamingju og heilla á þyrnum stráðri braut sinni að sjálfstæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skáru sig hins vegar úr. Þingflokksformaður þeirra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, kom í pontu og skýrði afstöðu flokksins. Hún óskaði þess að samþykkt Alþingis yrði palestínsku þjóðinni til góðs. Sjálfstæðismenn gætu hins vegar ekki stutt sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar af því að með því væru Íslendingar úr takti við þær þjóðir sem fyrst vildu tryggja frið áður en sjálfstæði Palestínu yrði viðurkennt. Þær þjóðir vilja að Palestínumenn sitji skör lakar en Ísraelar í viðræðum þjóðanna á milli. Þingflokksformaðurinn telur að mál af þessari stærðargráðu verði „Íslendingar að vinna í sameiningu, leggja okkur fram um að mynda samstöðu um utanríkisstefnu í öllu tilliti“. Þetta er athyglisverð afstaða og allrar umhugsunar verð. Það að ekki náðist samstaða Íslendinga í öllu tilliti varð til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki stutt kröfu um sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar. Flokkurinn hefur hingað til ekki átt í erfiðleikum með að taka afdrifaríkar ákvarðanir í utanríkismálum. Formaður hans ákvað við annan mann að Íslendingar styddu innrás í Írak. Það stríð og eftirköst þess hafa kostað yfir 1 milljón mannslífa. Sjálfstæðismenn studdu líka loftárásir á Kosovo og innrás í Afganistan, svo eitthvað sé nefnt. Fjöldi óbreyttra borgara féll í þeim aðgerðum. Það krefst áræðni og hugrekkis að stíga skref eins og Alþingi gerði í gær, sem eru ekki í fótspor öflugra vestrænna vinaþjóða. Þá áræðni höfðu þingmenn allra flokka í gær. Nema Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Alþingi Íslendinga steig það merkilega spor í gær að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Palestínu. Segja má að með því hafi Ísland loks stigið skrefið til fulls, en Ísland hefur viðurkennt fullveldi og sjálfstæði Ísraelsríkis síðan árið 1947. Hitt ríkið sem átti að stofna, sjálfstætt ríki Palestínu, hefur nú fengið stuðning enn eins ríkisins við sjálfsagða kröfu sína um sanngjarna meðferð. Athyglisvert var að hlusta á umræður á Alþingi. Undantekningarlítið komu þingmenn upp og lýstu yfir gleði og stolti yfir að fá að taka þátt í þessari sögulegu stund. Gjarnan voru reifaðir atburðir í sögu samskipta ríkjanna tveggja og palestínsku þjóðinni óskað til hamingju og heilla á þyrnum stráðri braut sinni að sjálfstæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skáru sig hins vegar úr. Þingflokksformaður þeirra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, kom í pontu og skýrði afstöðu flokksins. Hún óskaði þess að samþykkt Alþingis yrði palestínsku þjóðinni til góðs. Sjálfstæðismenn gætu hins vegar ekki stutt sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar af því að með því væru Íslendingar úr takti við þær þjóðir sem fyrst vildu tryggja frið áður en sjálfstæði Palestínu yrði viðurkennt. Þær þjóðir vilja að Palestínumenn sitji skör lakar en Ísraelar í viðræðum þjóðanna á milli. Þingflokksformaðurinn telur að mál af þessari stærðargráðu verði „Íslendingar að vinna í sameiningu, leggja okkur fram um að mynda samstöðu um utanríkisstefnu í öllu tilliti“. Þetta er athyglisverð afstaða og allrar umhugsunar verð. Það að ekki náðist samstaða Íslendinga í öllu tilliti varð til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki stutt kröfu um sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar. Flokkurinn hefur hingað til ekki átt í erfiðleikum með að taka afdrifaríkar ákvarðanir í utanríkismálum. Formaður hans ákvað við annan mann að Íslendingar styddu innrás í Írak. Það stríð og eftirköst þess hafa kostað yfir 1 milljón mannslífa. Sjálfstæðismenn studdu líka loftárásir á Kosovo og innrás í Afganistan, svo eitthvað sé nefnt. Fjöldi óbreyttra borgara féll í þeim aðgerðum. Það krefst áræðni og hugrekkis að stíga skref eins og Alþingi gerði í gær, sem eru ekki í fótspor öflugra vestrænna vinaþjóða. Þá áræðni höfðu þingmenn allra flokka í gær. Nema Sjálfstæðisflokksins.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun