Auglýsingar tískurisa þykja ekki börnum sæmandi 25. nóvember 2011 16:15 Auglýsing fyrir Marc Jacobs. Þessi stelling Dakota Fanning þykir ekki barni sæmandi, en leikkonan er 17 ára gömul. Bresku samtökin Advertising Standards Authority hafa bannað auglýsingar frá tískumerkjunum Marc Jacobs og Miu Miu. Ástæðan er að þær þykja ekki börnum sæmandi, en leikkonurnar Dakota Fanning og Hailee Steinfeld eru í aðalhlutverkum á myndunum. Auglýsing Marc Jacobs sýnir leikkonuna ungu Dakota Fanning í bleikum kjól haldandi á risavöxnu ilmvatnsglasi milli fótanna. ASA-samtökin vilja meina að Fanning líti út fyrir að vera yngri en hún er á myndinni, en Fanning verður 18 ára í byrjun næsta árs, og að stellingin sé kynferðisleg. Myndin hefur því verið fjarlægð úr öllum miðlum í Bretlandi. Það er greinilega vinsælt hjá tískuhúsunum að nota ungar leikkonur í auglýsingar, en fatamerkið Miu Miu notar ungstirnið Hailee Steinfeld í nýjustu herferð sinni.Auglýsing fyrir Miu Miu. Bresku samtökin Advertising Standards Authority vilja meina að Steinfeld sé stofnað í hættu á þessari mynd.Ein myndin sýnir Steinfeld sitjandi á lestarteinum klædda í kjól og háa hæla frá merkinu. ASA-samtökin komust að þeirri niðurstöðu að á auglýsingunni væri verið að stofna barni í hættu en leikkonan verður 15 ára gömul í næsta mánuði. Tískuhúsið Prada, eigandi Miu Miu, hefur svarað fyrir sig og segir leikkonuna ekki vera í hættu þar sem hún sé ekki hlekkjuð við brautarteinana. Dæmi hver fyrir sig en myndirnar hafa báðar verið teknar úr umferð að sinni. Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Bresku samtökin Advertising Standards Authority hafa bannað auglýsingar frá tískumerkjunum Marc Jacobs og Miu Miu. Ástæðan er að þær þykja ekki börnum sæmandi, en leikkonurnar Dakota Fanning og Hailee Steinfeld eru í aðalhlutverkum á myndunum. Auglýsing Marc Jacobs sýnir leikkonuna ungu Dakota Fanning í bleikum kjól haldandi á risavöxnu ilmvatnsglasi milli fótanna. ASA-samtökin vilja meina að Fanning líti út fyrir að vera yngri en hún er á myndinni, en Fanning verður 18 ára í byrjun næsta árs, og að stellingin sé kynferðisleg. Myndin hefur því verið fjarlægð úr öllum miðlum í Bretlandi. Það er greinilega vinsælt hjá tískuhúsunum að nota ungar leikkonur í auglýsingar, en fatamerkið Miu Miu notar ungstirnið Hailee Steinfeld í nýjustu herferð sinni.Auglýsing fyrir Miu Miu. Bresku samtökin Advertising Standards Authority vilja meina að Steinfeld sé stofnað í hættu á þessari mynd.Ein myndin sýnir Steinfeld sitjandi á lestarteinum klædda í kjól og háa hæla frá merkinu. ASA-samtökin komust að þeirri niðurstöðu að á auglýsingunni væri verið að stofna barni í hættu en leikkonan verður 15 ára gömul í næsta mánuði. Tískuhúsið Prada, eigandi Miu Miu, hefur svarað fyrir sig og segir leikkonuna ekki vera í hættu þar sem hún sé ekki hlekkjuð við brautarteinana. Dæmi hver fyrir sig en myndirnar hafa báðar verið teknar úr umferð að sinni.
Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira