Innlit til Lukku - Huggulegt hverfi með skuggahlið 29. nóvember 2011 21:00 Uppáhaldshornið mitt er leshornið, þar líður mér vel. Ég og sonur minn, Dýri Angantýr, sitjum hér oft og lesum og skoðum saman bækur. Svo er líka gott að vinna í tölvunni hér því þá fæ ég ekki illt í axlirnar. Það ríkir stundum smá samkeppni því kisunum Gutta og Robba þykir líka afskaplega gott að vera hér. Myndir/Anton Lukka Sigurðardóttir er nemandi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún var í hópi myndlistarmanna sem tók þátt í listasýningunni InterMost "Elusive Intimacy" í Gallery K4 í Prag. Sjö íslenskir og fjórir tékkneskir myndlistarmenn tóku þátt í sýningunni, sem lauk hinn 20. nóvember og ferðast nú alla leið til Íslands þar sem hún verður sýnd í Kaffistofunni Nemendagallery LHÍ í desember. Lukka býr ásamt manni, börnum, köttum og gullfiskum í fallegu húsi í Bústaðahverfinu. Heimilið er notalegt, bækur þekja alla veggi og fallegum minningum er gert hátt undir höfði. Föstudagur Fréttablaðsins leit í heimsókn til Lukku. Hægt er að fletta myndasafninu með því að smella á myndina. Aldur: 31 árs Í hvaða hverfi býrðu og hver er helsti kostur hverfisins? Ég bý í Bústaðahverfinu, eða Casablanca eins og vinkona mín kallar það. Það á sér fullt af kostum og göllum eins og flest hverfi. Fossvogs- og Elliðaárdalurinn hér í næsta nágrenni og Víkingur er ágætis lið, allavega flottir búningar. Valur er samt alltaf bestur. Hér er rólegt en ekki alveg eins rólegt og flestir halda. Nágrannarnir eru indælis fólk upp til hópa en stundum eftir myrkur fara dópdílerarnir á kreik á bílaplaninu við Bústaðakirkju, það er svona aðal "get together" planið ef þú vilt skora dóp hér í 108. Þá er best að halda sig innandyra og loka kisulúgunni því stundum er stór spangólandi Rottweiler-hundur með í för! Fyrir utan það og svifrykið, já og haglabyssuárásina síðasta aðfangadag, er Bústaðahverfið frábært hverfi. Hvað einkennir heimili þitt? Heimili mitt er frekar svona "lived in" býst ég við enda erum við sex á heimilinu með kisunum, átta með gullfiskunum en það fer að vísu ekki mikið fyrir þeim. Hér eru hlutir sem eru okkur kærir, mikið af minningum og myndum úti um allt. Hvernig er týpískur laugardagsmorgunn hjá þér? Við skiptumst á að sofa út um helgar, ég og maðurinn minn. Sá sem sefur er vakinn í bröns um brönsleytið og svo gerum við skemmtilega fjölskylduhluti það sem eftir er dags. Eða höngum heima eins og við höfum gert mikið af upp á síðkastið þar sem Dýri Angantýr, sonur okkar, er búinn að vera meira og minna lasinn síðan hann byrjaði í leikskóla í ágúst. Hús og heimili Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Sjá meira
Lukka Sigurðardóttir er nemandi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún var í hópi myndlistarmanna sem tók þátt í listasýningunni InterMost "Elusive Intimacy" í Gallery K4 í Prag. Sjö íslenskir og fjórir tékkneskir myndlistarmenn tóku þátt í sýningunni, sem lauk hinn 20. nóvember og ferðast nú alla leið til Íslands þar sem hún verður sýnd í Kaffistofunni Nemendagallery LHÍ í desember. Lukka býr ásamt manni, börnum, köttum og gullfiskum í fallegu húsi í Bústaðahverfinu. Heimilið er notalegt, bækur þekja alla veggi og fallegum minningum er gert hátt undir höfði. Föstudagur Fréttablaðsins leit í heimsókn til Lukku. Hægt er að fletta myndasafninu með því að smella á myndina. Aldur: 31 árs Í hvaða hverfi býrðu og hver er helsti kostur hverfisins? Ég bý í Bústaðahverfinu, eða Casablanca eins og vinkona mín kallar það. Það á sér fullt af kostum og göllum eins og flest hverfi. Fossvogs- og Elliðaárdalurinn hér í næsta nágrenni og Víkingur er ágætis lið, allavega flottir búningar. Valur er samt alltaf bestur. Hér er rólegt en ekki alveg eins rólegt og flestir halda. Nágrannarnir eru indælis fólk upp til hópa en stundum eftir myrkur fara dópdílerarnir á kreik á bílaplaninu við Bústaðakirkju, það er svona aðal "get together" planið ef þú vilt skora dóp hér í 108. Þá er best að halda sig innandyra og loka kisulúgunni því stundum er stór spangólandi Rottweiler-hundur með í för! Fyrir utan það og svifrykið, já og haglabyssuárásina síðasta aðfangadag, er Bústaðahverfið frábært hverfi. Hvað einkennir heimili þitt? Heimili mitt er frekar svona "lived in" býst ég við enda erum við sex á heimilinu með kisunum, átta með gullfiskunum en það fer að vísu ekki mikið fyrir þeim. Hér eru hlutir sem eru okkur kærir, mikið af minningum og myndum úti um allt. Hvernig er týpískur laugardagsmorgunn hjá þér? Við skiptumst á að sofa út um helgar, ég og maðurinn minn. Sá sem sefur er vakinn í bröns um brönsleytið og svo gerum við skemmtilega fjölskylduhluti það sem eftir er dags. Eða höngum heima eins og við höfum gert mikið af upp á síðkastið þar sem Dýri Angantýr, sonur okkar, er búinn að vera meira og minna lasinn síðan hann byrjaði í leikskóla í ágúst.
Hús og heimili Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Sjá meira