Aldur og atgervi Jónína Michaelsdóttir skrifar 22. nóvember 2011 06:00 Það var gaman að sjá myndina um Thorsarana í sjónvarpinu, ekki síst myndir frá löngu liðnum tíma. Ævisaga hins merka brautryðjanda Thors Jensen, skrásett af Valtý Stefánssyni, kom út árið 1955, var mikið lesin. Það munaði mikið um þennan mann sem virðist bæði hafa verið hugmyndaríkur og traustur athafnamaður og góð manneskja. Hann hugsaði hátt og gafst ekki upp í lægðunum. Þegar ég las bókina í fyrsta skipti á unglingsárunum staldraði ég við eftirfarandi setningar: „Eftir að ég hafði fest kaup á Korpúlfsstöðum, fór ég að hugleiða að þarna kynni að vera verkefni fyrir mig. Ég var ekki nema sextugur maður." Enginn sem ég þekkti á þessum árum og jafnan síðan hefur tekið svona til orða: „Ég er ekki nema sextugur maður!" Það væri þá helst á allra síðustu árum, því að í dag geta bæði sextugir og sjötugir byrjað á nýju og spennandi verkefni, ef hugmyndaflugið er virkjað og heilsan er í góðu lagi. Bjart og svartTil er fólk sem virðist alltaf vera geislandi glatt, alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, lítur aldrei á neitt sem fyrirhöfn eða vesen. Munar ekkert um viðvik hér og þar. Þetta fólk auðgar auðvitað umhverfi sitt og þegar árin færast yfir það breytist vitundin ekkert. Æskugleðin og þrótturinn víkur aldrei frá þeim. Svo eru aðrir sem lokast inni í þröngsýni og hafa jafnan augun á því sem er að. Taka sjálfa sig óþarflega hátíðlega, og leyfa hvers kyns fordómum að dafna innra með sér. Þetta fólk verður gjarnan gamalt á vissan hátt þó að það sé ungt að árum. Aldur er sem sé ekki bara spurning um ár. Samt erum við býsna bundin af þessu fyrirbæri: Aldrinum. RamminnÁ sama hátt og við höfum breyst úr einstaklingum með nafn og föðurnafn í kennitölur, erum við hvert í sínu hólfi. Börnin verja deginum innan girðingar í umsjá leikskólakennara þangað til þau fara í skóla og síðar framhaldsskóla. Svo kemur hjónaband og atvinnulíf, þangað til þau ná eftirlaunaaldri. Þá eru þau orðin eldri Íslendingar og flytja gjarnan í húsakynni með öðrum slíkum. Sumir líta svo á, að þar með sé þetta fólk komið á hliðarlínuna, og ekki lengur virkir aðilar í samfélaginu. Þeim er frjálst að hafa þá skoðun, en það er ekki í lagi ef 67 og eldri láta það hafa áhrif á sig og fara að trúa því sjálfir. Góður vinur minn tók á sínum tíma við virtu, en litlu fyrirtæki í Reykjavík. Hann var á margan hátt á undan sinni samtíð og tók upp nýjungar sem vöktu athygli og virðingu. Nokkrum mánuðum eftir að hann fór á eftirlaun var honum boðið í teiti á þessum vinnustað sem nú var í höndunum á ungum mönnum. Tveir þeirra voru að ræða um fyrirtækið við hann og töluðu eins og hann vissi ekkert um það. Þegar þekking hans á fyrirtækinu kom fram í samtalinu horfðu ungu mennirnir steinhissa og glaðlega á hann. „Sko þig!" Í samfélagi sem er að búa til aldursstéttarskiptingu, verða svona óvitar til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Það var gaman að sjá myndina um Thorsarana í sjónvarpinu, ekki síst myndir frá löngu liðnum tíma. Ævisaga hins merka brautryðjanda Thors Jensen, skrásett af Valtý Stefánssyni, kom út árið 1955, var mikið lesin. Það munaði mikið um þennan mann sem virðist bæði hafa verið hugmyndaríkur og traustur athafnamaður og góð manneskja. Hann hugsaði hátt og gafst ekki upp í lægðunum. Þegar ég las bókina í fyrsta skipti á unglingsárunum staldraði ég við eftirfarandi setningar: „Eftir að ég hafði fest kaup á Korpúlfsstöðum, fór ég að hugleiða að þarna kynni að vera verkefni fyrir mig. Ég var ekki nema sextugur maður." Enginn sem ég þekkti á þessum árum og jafnan síðan hefur tekið svona til orða: „Ég er ekki nema sextugur maður!" Það væri þá helst á allra síðustu árum, því að í dag geta bæði sextugir og sjötugir byrjað á nýju og spennandi verkefni, ef hugmyndaflugið er virkjað og heilsan er í góðu lagi. Bjart og svartTil er fólk sem virðist alltaf vera geislandi glatt, alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, lítur aldrei á neitt sem fyrirhöfn eða vesen. Munar ekkert um viðvik hér og þar. Þetta fólk auðgar auðvitað umhverfi sitt og þegar árin færast yfir það breytist vitundin ekkert. Æskugleðin og þrótturinn víkur aldrei frá þeim. Svo eru aðrir sem lokast inni í þröngsýni og hafa jafnan augun á því sem er að. Taka sjálfa sig óþarflega hátíðlega, og leyfa hvers kyns fordómum að dafna innra með sér. Þetta fólk verður gjarnan gamalt á vissan hátt þó að það sé ungt að árum. Aldur er sem sé ekki bara spurning um ár. Samt erum við býsna bundin af þessu fyrirbæri: Aldrinum. RamminnÁ sama hátt og við höfum breyst úr einstaklingum með nafn og föðurnafn í kennitölur, erum við hvert í sínu hólfi. Börnin verja deginum innan girðingar í umsjá leikskólakennara þangað til þau fara í skóla og síðar framhaldsskóla. Svo kemur hjónaband og atvinnulíf, þangað til þau ná eftirlaunaaldri. Þá eru þau orðin eldri Íslendingar og flytja gjarnan í húsakynni með öðrum slíkum. Sumir líta svo á, að þar með sé þetta fólk komið á hliðarlínuna, og ekki lengur virkir aðilar í samfélaginu. Þeim er frjálst að hafa þá skoðun, en það er ekki í lagi ef 67 og eldri láta það hafa áhrif á sig og fara að trúa því sjálfir. Góður vinur minn tók á sínum tíma við virtu, en litlu fyrirtæki í Reykjavík. Hann var á margan hátt á undan sinni samtíð og tók upp nýjungar sem vöktu athygli og virðingu. Nokkrum mánuðum eftir að hann fór á eftirlaun var honum boðið í teiti á þessum vinnustað sem nú var í höndunum á ungum mönnum. Tveir þeirra voru að ræða um fyrirtækið við hann og töluðu eins og hann vissi ekkert um það. Þegar þekking hans á fyrirtækinu kom fram í samtalinu horfðu ungu mennirnir steinhissa og glaðlega á hann. „Sko þig!" Í samfélagi sem er að búa til aldursstéttarskiptingu, verða svona óvitar til.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun