Níðingar undir eftirliti Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. nóvember 2011 06:00 Fréttablaðið sagði á laugardaginn frá því að lögreglan hefði árið 2002 gert húsleit heima hjá dæmdum barnaníðingi og fundið kynferðislegar myndir af börnum, en jafnframt myndir af litlum dreng í fangi mannsins. Drengurinn var frændi sambýlismanns barnaníðingsins og þeir höfðu reglulega sótt hann í skólann einu sinni í viku að beiðni móður drengsins. Þegar húsleitin var gerð hafði maðurinn þegar fengið fangelsisdóm fyrir að beita tvo drengi kynferðislegu ofbeldi og undirgengizt sektargreiðslu fyrir að hafa myndir af kynferðisofbeldi gegn börnum í fórum sínum. Viðbrögð lögreglunnar á þessum tíma voru að vara móður drengsins eindregið við og hvetja hana til að „láta hann aldrei í hendurnar á þessum mönnum eftirlitslausan“ að því er fram kom í frásögn lögreglumanns, sem tók þátt í húsleitinni, fyrir dómi. Á þær viðvaranir hlustaði móðirin ekki, því að drengurinn hélt áfram að koma reglulega á heimili mannanna. Í Fréttablaðinu um helgina kom fram að lögreglan hefði ekki gert barnaverndaryfirvöldum viðvart og eftirfylgni yfirvalda eða eftirlit með því að drengurinn umgengist mennina hefði ekkert verið. Barnaníðingurinn hlaut enn einn dóminn fyrir myndirnar sem fundust í húsleitinni. Fáeinum árum síðar hóf hann síðan gróft og ítrekað kynferðislegt ofbeldi gegn drengnum sem lögreglumenn höfðu fundið mynd af. Ofbeldið stóð líklega í fjögur ár. Fyrir það var maðurinn í síðustu viku dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að ungum drengjum stafaði mikil hætta af manninum, hann ætti sér engar málsbætur og ítrekaðar refsingar hefðu reynzt árangurslausar. Sú spurning er afar áleitin hvort ekki hefði verið hægt að grípa inn í og bjarga drengnum, sem rændur var fjórum árum af æskunni og mun líklega aldrei ná sér, frá barnaníðingnum. Þegar lögreglan finnur myndina af drengnum hefur maðurinn þegar hlotið dóm fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum og sannað er að hann sækir í myndir af slíku ofbeldi. Af hverju var ekki meira gert til að tryggja að barnaníðingurinn hefði ekki eftirlitslausan aðgang að drengnum? Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í Fréttablaðinu á laugardaginn að þetta mál kynni að gefa tilefni til að fara yfir verklag í málum sem þessum. Í blaðinu í dag segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, að brýnt sé að Alþingi setji lög sem geri kleift að hafa eftirlit með hættulegustu barnaníðingunum, sem fengið hafi ítrekaða dóma. Málið sem dómur féll í fyrir helgi ætti að verða alþingismönnum hvatning til að skoða þann möguleika rækilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun
Fréttablaðið sagði á laugardaginn frá því að lögreglan hefði árið 2002 gert húsleit heima hjá dæmdum barnaníðingi og fundið kynferðislegar myndir af börnum, en jafnframt myndir af litlum dreng í fangi mannsins. Drengurinn var frændi sambýlismanns barnaníðingsins og þeir höfðu reglulega sótt hann í skólann einu sinni í viku að beiðni móður drengsins. Þegar húsleitin var gerð hafði maðurinn þegar fengið fangelsisdóm fyrir að beita tvo drengi kynferðislegu ofbeldi og undirgengizt sektargreiðslu fyrir að hafa myndir af kynferðisofbeldi gegn börnum í fórum sínum. Viðbrögð lögreglunnar á þessum tíma voru að vara móður drengsins eindregið við og hvetja hana til að „láta hann aldrei í hendurnar á þessum mönnum eftirlitslausan“ að því er fram kom í frásögn lögreglumanns, sem tók þátt í húsleitinni, fyrir dómi. Á þær viðvaranir hlustaði móðirin ekki, því að drengurinn hélt áfram að koma reglulega á heimili mannanna. Í Fréttablaðinu um helgina kom fram að lögreglan hefði ekki gert barnaverndaryfirvöldum viðvart og eftirfylgni yfirvalda eða eftirlit með því að drengurinn umgengist mennina hefði ekkert verið. Barnaníðingurinn hlaut enn einn dóminn fyrir myndirnar sem fundust í húsleitinni. Fáeinum árum síðar hóf hann síðan gróft og ítrekað kynferðislegt ofbeldi gegn drengnum sem lögreglumenn höfðu fundið mynd af. Ofbeldið stóð líklega í fjögur ár. Fyrir það var maðurinn í síðustu viku dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að ungum drengjum stafaði mikil hætta af manninum, hann ætti sér engar málsbætur og ítrekaðar refsingar hefðu reynzt árangurslausar. Sú spurning er afar áleitin hvort ekki hefði verið hægt að grípa inn í og bjarga drengnum, sem rændur var fjórum árum af æskunni og mun líklega aldrei ná sér, frá barnaníðingnum. Þegar lögreglan finnur myndina af drengnum hefur maðurinn þegar hlotið dóm fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum og sannað er að hann sækir í myndir af slíku ofbeldi. Af hverju var ekki meira gert til að tryggja að barnaníðingurinn hefði ekki eftirlitslausan aðgang að drengnum? Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í Fréttablaðinu á laugardaginn að þetta mál kynni að gefa tilefni til að fara yfir verklag í málum sem þessum. Í blaðinu í dag segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, að brýnt sé að Alþingi setji lög sem geri kleift að hafa eftirlit með hættulegustu barnaníðingunum, sem fengið hafi ítrekaða dóma. Málið sem dómur féll í fyrir helgi ætti að verða alþingismönnum hvatning til að skoða þann möguleika rækilega.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun