Alma kyrrsett í höfn og tryggingar krafist 11. nóvember 2011 07:00 Flutningaskipið Alma í togi Myndin er tekin frá Hoffelli SU 80, sem dró skipið í land. Það var mál allra sem komu að aðgerðinni að hætta hefði verið töluverð, eins og alltaf við þessar aðstæður.mynd/gunnar hlynur óskarsson Sýslumaðurinn á Eskifirði féllst í gær á beiðni Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagsins Hornafjarðar um að flutningaskipið Alma, og farmurinn um borð, yrði kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Fyrirtækið og sveitarfélagið fara fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna verði lögð fram til að kyrrsetningunni verði aflétt. „Við fórum fram á kyrrsetningu vegna þess að það lagðist skip utan á Ölmu í gærkvöldi til að umskipa farminum. Þetta var nauðsynlegt til að tryggja kostnað og björgunarlaun,“ segir Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, um ástæður þess að farið var fram á kyrrsetningu flutningaskipsins. Aðspurður segir Gísli að farið hafi verið fram á 625 milljóna króna tryggingu. Hér vísar Gísli til þess að Green Lofoten, systurskip Ölmu, kom til Fáskrúðsfjarðar til að mögulegt væri að umskipa farmi til útflutnings. Slíkt er ekki leyfilegt á meðan kyrrsetningin er í gildi. Umboðsaðili fyrir flutningaskipið hér á landi er flutningafyrirtækið Nesskip og þarf að leggja fram trygginguna til að aflétta kyrrsetningunni. Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, segir að í sínum huga hafi aðgerðin verið með öllu óþörf. „Ég lít svo á að þeir séu að baktryggja sig í málinu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær, áður en kyrrsetningarbeiðnin hafði verið samþykkt af sýslumanninum á Eskifirði, sagði Garðar að ekkert væri vitað um hvenær yrði af umskipun á farmi Ölmu. Slíkt lægi ekki fyrir fyrr en búið væri að ganga frá málum vegna kostnaðar og hugsanlegra björgunarlauna vegna aðgerðarinnar. Loðnuvinnslan er eigandi Hoffells SU 80, sem tók Ölmu í tog og dró flutningaskipið til hafnar um helgina. Alma missti stýrið við innsiglinguna við Höfn í Hornafirði þegar Björn Lóðs, dráttarbátur í eigu Hornfirðinga, var að aðstoða skipið út fyrir ós í Hornafirði á laugardag. Spurður hvort upphæð tryggingarinnar gæfi hugmynd um hversu há björgunarlaun fyrirtækið og sveitarfélagið hygðust fara fram á, segir Gísli að slíkt sé samningsmál og reiknað út með hliðsjón af verðmæti skips og farms. Hann segir hins vegar að í sínum huga sé skýrt að um björgun var að ræða. Alma er um hundrað metra langt flutningaskip í eigu félags frá Úkraínu og um borð eru tæplega þrjú þúsund tonn af frosnu sjávarfangi frá íslenskum og færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Garðar segir óljóst hvort viðgerð á Ölmu verði gerð hér á landi eða hvort skipið verði dregið til viðgerðar í öðru landi. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Sýslumaðurinn á Eskifirði féllst í gær á beiðni Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagsins Hornafjarðar um að flutningaskipið Alma, og farmurinn um borð, yrði kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Fyrirtækið og sveitarfélagið fara fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna verði lögð fram til að kyrrsetningunni verði aflétt. „Við fórum fram á kyrrsetningu vegna þess að það lagðist skip utan á Ölmu í gærkvöldi til að umskipa farminum. Þetta var nauðsynlegt til að tryggja kostnað og björgunarlaun,“ segir Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, um ástæður þess að farið var fram á kyrrsetningu flutningaskipsins. Aðspurður segir Gísli að farið hafi verið fram á 625 milljóna króna tryggingu. Hér vísar Gísli til þess að Green Lofoten, systurskip Ölmu, kom til Fáskrúðsfjarðar til að mögulegt væri að umskipa farmi til útflutnings. Slíkt er ekki leyfilegt á meðan kyrrsetningin er í gildi. Umboðsaðili fyrir flutningaskipið hér á landi er flutningafyrirtækið Nesskip og þarf að leggja fram trygginguna til að aflétta kyrrsetningunni. Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, segir að í sínum huga hafi aðgerðin verið með öllu óþörf. „Ég lít svo á að þeir séu að baktryggja sig í málinu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær, áður en kyrrsetningarbeiðnin hafði verið samþykkt af sýslumanninum á Eskifirði, sagði Garðar að ekkert væri vitað um hvenær yrði af umskipun á farmi Ölmu. Slíkt lægi ekki fyrir fyrr en búið væri að ganga frá málum vegna kostnaðar og hugsanlegra björgunarlauna vegna aðgerðarinnar. Loðnuvinnslan er eigandi Hoffells SU 80, sem tók Ölmu í tog og dró flutningaskipið til hafnar um helgina. Alma missti stýrið við innsiglinguna við Höfn í Hornafirði þegar Björn Lóðs, dráttarbátur í eigu Hornfirðinga, var að aðstoða skipið út fyrir ós í Hornafirði á laugardag. Spurður hvort upphæð tryggingarinnar gæfi hugmynd um hversu há björgunarlaun fyrirtækið og sveitarfélagið hygðust fara fram á, segir Gísli að slíkt sé samningsmál og reiknað út með hliðsjón af verðmæti skips og farms. Hann segir hins vegar að í sínum huga sé skýrt að um björgun var að ræða. Alma er um hundrað metra langt flutningaskip í eigu félags frá Úkraínu og um borð eru tæplega þrjú þúsund tonn af frosnu sjávarfangi frá íslenskum og færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Garðar segir óljóst hvort viðgerð á Ölmu verði gerð hér á landi eða hvort skipið verði dregið til viðgerðar í öðru landi. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira