Segja 2010-börn fá inni næsta ár 9. nóvember 2011 05:00 Í leikskóla Stefnt er að því að koma öllum börnum í 2010-árgangi inn á leikskóla í Reykjavík á næsta ári. Fréttablaðið/Vilhelm Reykjavíkurborg stefnir að því að öll börn fædd á árinu 2010 komist inn á leikskóla á árinu 2012 og er þannig leitast við að efna fyrirheit um að öll börn fái leikskólapláss árið sem þau verða tveggja ára. Nokkur styr hefur staðið um leikskólamálin í borginni þar sem gagnrýnt hefur verið að börn úr 2010-árgangi hafi ekki verið tekin inn nú í vetur þrátt fyrir að laus rými séu í mörgum skólum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að þegar hafi um 70 börn fædd 2010 verið tekin inn leikskóla, en það sé vegna sérstakra aðstæðna, til dæmis vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar. Á næsta ári verði inntöku þeirra svo hraðað eftir megni, þau sem fædd eru fyrr á árinu ættu að komast inn á leikskóla á fyrri hluta ársins en þau sem yngri eru kæmust inn í síðasta lagi í sumarlok. Í tilkynningunni segir að um 100 vistunarrými séu nú laus á leikskólunum, meðal annars vegna þess að viðbótarhúsnæði var komið upp við leikskóla til að bregðast við hinum óvenjufjölmennu árgöngum 2009 og 2010. Þrátt fyrir að húsnæði sé til staðar sé hins vegar ekki fjármagn til að ráða fleira starfsfólk til að sinna viðbótarbörnum í ár. Borgaryfirvöld segja í tilkynningu sinni að framlög til leikskólamála hafi stóraukist síðustu ár. Rekstur á leikskólunum nemi um 10 milljörðum króna í ár. Það sé rúmum milljarði meira en árið 2008 og hafa framlög aldrei verið hærri. Gert er ráð fyrir að 7.100 börn verði á leikskólunum í Reykjavík á næsta ári. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skóla og frístundaráði, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi tilkynning svari ágætlega fyrirspurnum sem Sjálfstæðisflokkur lagði fyrir meirihlutann á síðasta fundi ráðsins. „Hins vegar virðist sem útreikningar hafi ekki verið nógu nákvæmir og þörfin hjá 2009 árganginum hafi verið ofmetin. Í ljósi þess að umframrými eru í kerfinu þykir okkur sjálfsagt að kanna hvort hægt sé að taka börn inn í þau leikskólapláss þar sem starfsfólk er við hendi og ekki þarf að auka við kostnað.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Reykjavíkurborg stefnir að því að öll börn fædd á árinu 2010 komist inn á leikskóla á árinu 2012 og er þannig leitast við að efna fyrirheit um að öll börn fái leikskólapláss árið sem þau verða tveggja ára. Nokkur styr hefur staðið um leikskólamálin í borginni þar sem gagnrýnt hefur verið að börn úr 2010-árgangi hafi ekki verið tekin inn nú í vetur þrátt fyrir að laus rými séu í mörgum skólum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að þegar hafi um 70 börn fædd 2010 verið tekin inn leikskóla, en það sé vegna sérstakra aðstæðna, til dæmis vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar. Á næsta ári verði inntöku þeirra svo hraðað eftir megni, þau sem fædd eru fyrr á árinu ættu að komast inn á leikskóla á fyrri hluta ársins en þau sem yngri eru kæmust inn í síðasta lagi í sumarlok. Í tilkynningunni segir að um 100 vistunarrými séu nú laus á leikskólunum, meðal annars vegna þess að viðbótarhúsnæði var komið upp við leikskóla til að bregðast við hinum óvenjufjölmennu árgöngum 2009 og 2010. Þrátt fyrir að húsnæði sé til staðar sé hins vegar ekki fjármagn til að ráða fleira starfsfólk til að sinna viðbótarbörnum í ár. Borgaryfirvöld segja í tilkynningu sinni að framlög til leikskólamála hafi stóraukist síðustu ár. Rekstur á leikskólunum nemi um 10 milljörðum króna í ár. Það sé rúmum milljarði meira en árið 2008 og hafa framlög aldrei verið hærri. Gert er ráð fyrir að 7.100 börn verði á leikskólunum í Reykjavík á næsta ári. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skóla og frístundaráði, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi tilkynning svari ágætlega fyrirspurnum sem Sjálfstæðisflokkur lagði fyrir meirihlutann á síðasta fundi ráðsins. „Hins vegar virðist sem útreikningar hafi ekki verið nógu nákvæmir og þörfin hjá 2009 árganginum hafi verið ofmetin. Í ljósi þess að umframrými eru í kerfinu þykir okkur sjálfsagt að kanna hvort hægt sé að taka börn inn í þau leikskólapláss þar sem starfsfólk er við hendi og ekki þarf að auka við kostnað.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira