Herðir eftirlit með hlerunum 9. nóvember 2011 09:00 Sigríður J. Friðjónsdóttir. Ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vill herða eftirlit með símhlerunum lögreglunnar. Hún hefur skrifað dómstólaráði bréf þess efnis að embætti hennar verði send afrit af dómsúrskurðum vegna símhlerana og sambærilegra úrræða jafnóðum og þeir eru kveðnir upp, hvort sem fallist er á kröfu lögreglu eða ekki. Þetta er liður í að endurskipuleggja og herða eftirlit embættis ríkissaksóknara með símhlerunum. „Þessi beiðni nær einnig til dómsúrskurða um önnur skyld úrræði, eins og til dæmis eftirfararbúnað í bíla og hlustun á herbergi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Sigríður. „Embættið vinnur nú að því að kortleggja hvernig rétt sé að haga eftirlitinu svo það gagnist sem best, bæði hvað varðar hvernig lögregla og símafyrirtæki framkvæma hleranir, og með því að fá alla úrskurðina þannig að við höfum yfirsýn yfir þessi rannsóknarúrræði,“ segir Sigríður. Hún segir að í framhaldi geti ríkissaksóknari gert lögreglu að láta vita með ákveðnu millibili af framkvæmdinni og tekið stikkprufur varðandi tæknilega útfærslu og framkvæmd hlerana. Dómstólaráð mun fjalla um beiðni Sigríðar á fundi 18. nóvember næstkomandi. „Ég vænti jákvæðra viðbragða enda hefur embættið lagaskyldu til þess að fylgjast með þessu,“ segir hún. Ýmsir hafa orðið til að kalla eftir auknu eftirliti með símhlerunum að undanförnu. Þannig sagði Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að verulegu máli skipti að eftirlit ríkissaksóknara með símhlustun lögreglu yrði eflt. „Varla er ofmælt að núverandi ástand í þeim efnum er óviðunandi,“ skrifaði hann. Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, lét í ljós sömu skoðun í grein í Fréttablaðinu um nýliðna helgi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að svo virtist sem eftirlit með símhlerunum hefði ekki verið sem skyldi á tímum sem meira fé hafi verið til ráðstöfunar úr ríkissjóði. Undanfarið hefði ríkissaksóknari ekki getað komið því við vegna fjárskorts. Ögmundur sagðist hafa vakið athygli ríkissaksóknara á málinu og bæta þyrfti eftirlitið. - jss Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vill herða eftirlit með símhlerunum lögreglunnar. Hún hefur skrifað dómstólaráði bréf þess efnis að embætti hennar verði send afrit af dómsúrskurðum vegna símhlerana og sambærilegra úrræða jafnóðum og þeir eru kveðnir upp, hvort sem fallist er á kröfu lögreglu eða ekki. Þetta er liður í að endurskipuleggja og herða eftirlit embættis ríkissaksóknara með símhlerunum. „Þessi beiðni nær einnig til dómsúrskurða um önnur skyld úrræði, eins og til dæmis eftirfararbúnað í bíla og hlustun á herbergi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Sigríður. „Embættið vinnur nú að því að kortleggja hvernig rétt sé að haga eftirlitinu svo það gagnist sem best, bæði hvað varðar hvernig lögregla og símafyrirtæki framkvæma hleranir, og með því að fá alla úrskurðina þannig að við höfum yfirsýn yfir þessi rannsóknarúrræði,“ segir Sigríður. Hún segir að í framhaldi geti ríkissaksóknari gert lögreglu að láta vita með ákveðnu millibili af framkvæmdinni og tekið stikkprufur varðandi tæknilega útfærslu og framkvæmd hlerana. Dómstólaráð mun fjalla um beiðni Sigríðar á fundi 18. nóvember næstkomandi. „Ég vænti jákvæðra viðbragða enda hefur embættið lagaskyldu til þess að fylgjast með þessu,“ segir hún. Ýmsir hafa orðið til að kalla eftir auknu eftirliti með símhlerunum að undanförnu. Þannig sagði Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að verulegu máli skipti að eftirlit ríkissaksóknara með símhlustun lögreglu yrði eflt. „Varla er ofmælt að núverandi ástand í þeim efnum er óviðunandi,“ skrifaði hann. Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, lét í ljós sömu skoðun í grein í Fréttablaðinu um nýliðna helgi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að svo virtist sem eftirlit með símhlerunum hefði ekki verið sem skyldi á tímum sem meira fé hafi verið til ráðstöfunar úr ríkissjóði. Undanfarið hefði ríkissaksóknari ekki getað komið því við vegna fjárskorts. Ögmundur sagðist hafa vakið athygli ríkissaksóknara á málinu og bæta þyrfti eftirlitið. - jss
Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira