Blossi frá gervitungli og loftsteinn hrapaði 28. október 2011 06:00 Jónas og Sigurlaug Hjónin í Antíkbúðinni í Hafnarfirði stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins í gær en þau sáu stóran eldhnött með litskrúðugum hala springa yfir Garðabæ í fyrrakvöld. Fréttablaðið/anton „Við hjónin vorum að íhuga hvort við ættum ekki að láta stinga okkur inn sem geðveikum,“ segir Jónas Ragnar Halldórsson, antík- og listmunasali, sem í fyrrakvöld sá afar einkennilegan ljósagang á himninum. Jónas segir að hann hafi verið ásamt Sigurlaugu Gunnarsdóttur, eiginkonu sinni, á heimleið frá Hafnarfirði þegar klukkuna vantaði um tuttugu mínútur í sjö. „Þegar við vorum nýkomin framhjá IKEA sá ég stóran, grænan eldhnött, silfurlitaðan fremst, koma frá Bláfjallasvæðinu og það stóðu litaðir logar aftan úr honum. Svo sprakk hann eftir um tíu sekúndur með neistaflugi fyrir framan augun á okkur. Þetta var furðulegasti hlutur sem ég hef séð á himinhvolfinu og hef ég þó séð ýmislegt,“ segir Jónas. Eftir að hafa teygt sig fram í framrúðuna og horft á ljósið færast um það bil lárétt frá austri til vesturs yfir Garðabæ í um fimm sekúndur segist Jónas hafa bent konu sinni á fyrirbærið. „Þetta var á fleygiferð og sprakk síðan með hvítum neistum. Svo var það bara horfið,“ lýsir Sigurlaug. Jónas og Sigurlaug voru ekki ein um að sjá torkennileg ljós á lofti í fyrrakvöld. Visir.is greindi frá nokkrum slíkum tilvikum. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir öll ljósin eiga sér skýringar. „Miðað við lýsingar frá Dalvík sá fólk þar endurvarp sólarljóss frá loftneti á gervihnetti. Þetta er eins og gríðarbjartur blettur sem líður yfir himininn. Þetta kvöld voru einmitt tveir slíkir mjög bjartir blossar sem urðu skærari en björtustu reikistjörnur,“ upplýsir Sævar. Þá segir Sævar tvær skýringar koma til greina miðað við frásögn konu sem sá þrjú ljós á hreyfingu við Akrafjall. „Ef ljósin voru ofan við Akrafjall þá voru þetta þrjú gervitungl saman. Ef ljósin voru ofan á fjallinu var þetta væntanlega bara fólk í göngutúr með höfuðljós eða vasaljós,“ útskýrir hann. Í Kópavogi sáu feðgin skæru grænu ljósi bregða fyrir í norðaustri. „Það hljómar afar mikið eins og norðurljós. Þau sjást einmitt best í norðurátt,“ segir Sævar, sem kveður norðurljós einmitt geta birst og horfið á andartaki. „Þeirra lýsing hljómar gríðarlega líkt lofsteinahrapi,“ segir Sævar um frásögn Jónasar og Sigurlaugar. „Þá getur skyndilega allt lýst upp með eldglæringum þegar steinninn splundrast og skilur eftir sig rák í margar mínútur á eftir. Þetta hefur verið mjög tignarlegt stjörnuhrap. Slíkt gerist í um hundrað kílómetra hæð yfir jörðinni.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Við hjónin vorum að íhuga hvort við ættum ekki að láta stinga okkur inn sem geðveikum,“ segir Jónas Ragnar Halldórsson, antík- og listmunasali, sem í fyrrakvöld sá afar einkennilegan ljósagang á himninum. Jónas segir að hann hafi verið ásamt Sigurlaugu Gunnarsdóttur, eiginkonu sinni, á heimleið frá Hafnarfirði þegar klukkuna vantaði um tuttugu mínútur í sjö. „Þegar við vorum nýkomin framhjá IKEA sá ég stóran, grænan eldhnött, silfurlitaðan fremst, koma frá Bláfjallasvæðinu og það stóðu litaðir logar aftan úr honum. Svo sprakk hann eftir um tíu sekúndur með neistaflugi fyrir framan augun á okkur. Þetta var furðulegasti hlutur sem ég hef séð á himinhvolfinu og hef ég þó séð ýmislegt,“ segir Jónas. Eftir að hafa teygt sig fram í framrúðuna og horft á ljósið færast um það bil lárétt frá austri til vesturs yfir Garðabæ í um fimm sekúndur segist Jónas hafa bent konu sinni á fyrirbærið. „Þetta var á fleygiferð og sprakk síðan með hvítum neistum. Svo var það bara horfið,“ lýsir Sigurlaug. Jónas og Sigurlaug voru ekki ein um að sjá torkennileg ljós á lofti í fyrrakvöld. Visir.is greindi frá nokkrum slíkum tilvikum. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir öll ljósin eiga sér skýringar. „Miðað við lýsingar frá Dalvík sá fólk þar endurvarp sólarljóss frá loftneti á gervihnetti. Þetta er eins og gríðarbjartur blettur sem líður yfir himininn. Þetta kvöld voru einmitt tveir slíkir mjög bjartir blossar sem urðu skærari en björtustu reikistjörnur,“ upplýsir Sævar. Þá segir Sævar tvær skýringar koma til greina miðað við frásögn konu sem sá þrjú ljós á hreyfingu við Akrafjall. „Ef ljósin voru ofan við Akrafjall þá voru þetta þrjú gervitungl saman. Ef ljósin voru ofan á fjallinu var þetta væntanlega bara fólk í göngutúr með höfuðljós eða vasaljós,“ útskýrir hann. Í Kópavogi sáu feðgin skæru grænu ljósi bregða fyrir í norðaustri. „Það hljómar afar mikið eins og norðurljós. Þau sjást einmitt best í norðurátt,“ segir Sævar, sem kveður norðurljós einmitt geta birst og horfið á andartaki. „Þeirra lýsing hljómar gríðarlega líkt lofsteinahrapi,“ segir Sævar um frásögn Jónasar og Sigurlaugar. „Þá getur skyndilega allt lýst upp með eldglæringum þegar steinninn splundrast og skilur eftir sig rák í margar mínútur á eftir. Þetta hefur verið mjög tignarlegt stjörnuhrap. Slíkt gerist í um hundrað kílómetra hæð yfir jörðinni.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira