Bönkum gert að tryggja sig betur 27. október 2011 00:30 Enn einn neyðarfundurinn Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta var greinilega mikið niðri fyrir þegar hann ræddi við José Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar.nordicphotos/AFP „Heimurinn fylgist með Þýskalandi og Evrópu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á þýska þinginu í gær, áður en hún hélt til Brussel þar sem hún reyndi ásamt hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna að finna lausnir á skuldakreppunni. Framan af degi var beðið kosningar á þýska þinginu, þar sem líkleg niðurstaða leiðtogafundarins var fyrir fram borin undir atkvæði þýskra þingmanna, og samþykkt með miklum meirihluta. Spenna ríkti einnig á Ítalíu, þar sem Silvio Berlusconi tókst á síðustu stundu að forða falli stjórnar sinnar með því að semja við Norðurbandalagið, einn þriggja flokka samsteypustjórnar hans, um að eftirlaunaaldur yrði smátt og smátt hækkaður úr 65 árum í 67 ár fram til ársins 2025. Óljósar fréttir bárust af því að Berlusconi hefði lofað Norðurbandalaginu í staðinn að segja af sér í byrjun næsta árs. Um leið tryggði Berlusconi að leiðtogafundurinn í Brussel gæti gengið út frá því að Ítalía stæði við að minnsta kosti eitthvað af þeim sparnaðaráformum sem nauðsynleg þykja til að koma ríkisrekstri Ítalíu smám saman í betra horf. Leiðtogafundirnir í Brussel voru reyndar tveir í gær. Fyrst hittust leiðtogar allra ESB-ríkjanna, samtals 27, en síðar um kvöldið settust sautján þeirra aftur að fundarhöldum, nefnilega leiðtogar evruríkjanna sautján. Á fyrri fundinum voru afgreiddar þær kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til banka og fjármálafyrirtækja. Bankarnir eiga fyrir mitt næsta ár að hafa hækkað eiginfjárhlutfall sitt upp í níu prósent. Þetta fé, sem talið er þurfa að vera yfir hundrað milljarðar evra, eiga bankarnir að útvega sér sjálfir og verða að halda aftur af sér með greiðslu kaupauka eða arðs þangað til sú fjármögnun hefur tekist. Dugi það ekki til mega þeir leita á náðir ríkissjóðs, hver í sínu landi, en einungis ef allt um þrýtur geta þeir leitað til neyðarsjóðs Evrópusambandsins. Á leiðtogafundi evruríkjanna, sem hófst strax að hinum loknum, var síðan rætt um að fá bankana til þess að fella niður meira af skuldum Grikklands og annarra evruríkja en þau 21 prósent, eða 37 milljarða evra, sem þeir samþykktu að fella niður síðasta sumar. Loks var rætt um að styrkja mjög neyðarsjóð Evrópusambandsins, sem áður hafði verið stækkaður úr 250 milljörðum evra í 440 milljarða. Þær málamiðlanir sem voru að fæðast í gærkvöld voru þó strax gagnrýndar, eins og reyndar var búist við fyrir fram, fyrir að vera hvorki nógu afgerandi né ótvíræðar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
„Heimurinn fylgist með Þýskalandi og Evrópu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á þýska þinginu í gær, áður en hún hélt til Brussel þar sem hún reyndi ásamt hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna að finna lausnir á skuldakreppunni. Framan af degi var beðið kosningar á þýska þinginu, þar sem líkleg niðurstaða leiðtogafundarins var fyrir fram borin undir atkvæði þýskra þingmanna, og samþykkt með miklum meirihluta. Spenna ríkti einnig á Ítalíu, þar sem Silvio Berlusconi tókst á síðustu stundu að forða falli stjórnar sinnar með því að semja við Norðurbandalagið, einn þriggja flokka samsteypustjórnar hans, um að eftirlaunaaldur yrði smátt og smátt hækkaður úr 65 árum í 67 ár fram til ársins 2025. Óljósar fréttir bárust af því að Berlusconi hefði lofað Norðurbandalaginu í staðinn að segja af sér í byrjun næsta árs. Um leið tryggði Berlusconi að leiðtogafundurinn í Brussel gæti gengið út frá því að Ítalía stæði við að minnsta kosti eitthvað af þeim sparnaðaráformum sem nauðsynleg þykja til að koma ríkisrekstri Ítalíu smám saman í betra horf. Leiðtogafundirnir í Brussel voru reyndar tveir í gær. Fyrst hittust leiðtogar allra ESB-ríkjanna, samtals 27, en síðar um kvöldið settust sautján þeirra aftur að fundarhöldum, nefnilega leiðtogar evruríkjanna sautján. Á fyrri fundinum voru afgreiddar þær kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til banka og fjármálafyrirtækja. Bankarnir eiga fyrir mitt næsta ár að hafa hækkað eiginfjárhlutfall sitt upp í níu prósent. Þetta fé, sem talið er þurfa að vera yfir hundrað milljarðar evra, eiga bankarnir að útvega sér sjálfir og verða að halda aftur af sér með greiðslu kaupauka eða arðs þangað til sú fjármögnun hefur tekist. Dugi það ekki til mega þeir leita á náðir ríkissjóðs, hver í sínu landi, en einungis ef allt um þrýtur geta þeir leitað til neyðarsjóðs Evrópusambandsins. Á leiðtogafundi evruríkjanna, sem hófst strax að hinum loknum, var síðan rætt um að fá bankana til þess að fella niður meira af skuldum Grikklands og annarra evruríkja en þau 21 prósent, eða 37 milljarða evra, sem þeir samþykktu að fella niður síðasta sumar. Loks var rætt um að styrkja mjög neyðarsjóð Evrópusambandsins, sem áður hafði verið stækkaður úr 250 milljörðum evra í 440 milljarða. Þær málamiðlanir sem voru að fæðast í gærkvöld voru þó strax gagnrýndar, eins og reyndar var búist við fyrir fram, fyrir að vera hvorki nógu afgerandi né ótvíræðar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira