Flökraði við þæfðri ull 27. október 2011 11:00 Auður Karitas Ásgeirsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Auður Karitas Ásgeirsdóttir, fatahönnuður og stílisti hjá ljósmyndastúdíóinu Magg, var ekkert hrifin af ull sem hráefni þegar hún var við nám. Gömul Álafossflík breytti því þó og nú er hún höfundurinn á bak við ullarflíkurnar í Geysi á Skólavörðustíg. „Ef ég heyrði „þæfð ull“ varð mér flökurt,“ segir hún og hlær. „Svo sá ég ótrúlega eitís prjónaflík á útsölurekka hjá Álafossi sem var svo falleg og þá kviknaði ljós í kollinum á mér að gera 2010-útgáfu af henni,“ segir Auður, sem lagðist í framhaldinu yfir íslenska menningararfinn í hugmyndavinnu. „Ég skoðaði mikið gamlar ljósmyndabækur, gömul íslensk frímerki og vefnað og heimsótti líka byggðasöfn. Flíkurnar eru framleiddar hér á landi hjá Glófa og þar hafa menn mikla þolinmæði gagnvart mér þegar ég er að breyta munstrum og litum. Íslenska ullin er svolítið gróf en voðirnar eru meðhöndlaðar, ýfðar upp á báðum hliðum og mýktar,“ segir hún og virðist alveg hafa tekið ullina í sátt. Spurð hvort hún eigi sér uppáhaldsflík segir hún slána Auði í uppáhaldi. „Það er fyrsta sláin sem ég gerði. Mér þykir alltaf vænt um hana en hún var upphafið að þessu spennandi verkefni.“ heida@frettabladid.is Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Auður Karitas Ásgeirsdóttir, fatahönnuður og stílisti hjá ljósmyndastúdíóinu Magg, var ekkert hrifin af ull sem hráefni þegar hún var við nám. Gömul Álafossflík breytti því þó og nú er hún höfundurinn á bak við ullarflíkurnar í Geysi á Skólavörðustíg. „Ef ég heyrði „þæfð ull“ varð mér flökurt,“ segir hún og hlær. „Svo sá ég ótrúlega eitís prjónaflík á útsölurekka hjá Álafossi sem var svo falleg og þá kviknaði ljós í kollinum á mér að gera 2010-útgáfu af henni,“ segir Auður, sem lagðist í framhaldinu yfir íslenska menningararfinn í hugmyndavinnu. „Ég skoðaði mikið gamlar ljósmyndabækur, gömul íslensk frímerki og vefnað og heimsótti líka byggðasöfn. Flíkurnar eru framleiddar hér á landi hjá Glófa og þar hafa menn mikla þolinmæði gagnvart mér þegar ég er að breyta munstrum og litum. Íslenska ullin er svolítið gróf en voðirnar eru meðhöndlaðar, ýfðar upp á báðum hliðum og mýktar,“ segir hún og virðist alveg hafa tekið ullina í sátt. Spurð hvort hún eigi sér uppáhaldsflík segir hún slána Auði í uppáhaldi. „Það er fyrsta sláin sem ég gerði. Mér þykir alltaf vænt um hana en hún var upphafið að þessu spennandi verkefni.“ heida@frettabladid.is
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira