Frábiður sér hnýsni í kortafærslur 26. október 2011 03:00 Líður eins og í 1984 Jón Magnússon vill að Seðlabankinn verði sviptur heimild til að skoða kreditkortafærslur. „Við erum bara komin í þjóðfélag sem George Orwell lýsti í bók sinni 1984. Hið vakandi auga ríkisins hefur eftirlit með þér,“ segir Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi alþingismaður, sem hefur stefnt Persónuvernd fyrir dómstóla og krafist ógildingar á úrskurði hennar. „Persónuvernd heimilaði Seðlabanka Íslands að skoða kreditkortafærslur allra Íslendinga með tilliti til gjaldeyrisyfirfærslna. Það var gert án nokkurs lágmarks eða skilyrða. Ég tel að þarna sé brotinn réttur á mér með því að heimila óeðlilega hnýsni í mín einkamálefni,“ segir Jón. Hann segir engan einstakling í þjóðfélaginu undanskilinn í heimild Seðlabankans og því hljóti hann að teljast hagsmunaaðili í málinu, eins og allir aðrir. „Það er alveg hægt að viðurkenna að þegar menn setji svona fyrirbrigði eins og gjaldeyrishöft geti þurft að fylgja því eftir með víðtækum skoðunum í þjóðfélaginu, en þá ber náttúrulega að takmarka það þannig að þú sért ekki með fjármál allra borgara í landinu gjörsamlega opin fyrir skoðunarmönnum,“ segir Jón. „Ég vil bara ekki að Stóri bróðir geti verið með nefið ofan í öllu mínu,“ bætir hann við og kveðst munu láta kalla seðlabankastjóra og fleiri fyrir dóminn til að gera grein fyrir málinu.- sh Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
„Við erum bara komin í þjóðfélag sem George Orwell lýsti í bók sinni 1984. Hið vakandi auga ríkisins hefur eftirlit með þér,“ segir Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi alþingismaður, sem hefur stefnt Persónuvernd fyrir dómstóla og krafist ógildingar á úrskurði hennar. „Persónuvernd heimilaði Seðlabanka Íslands að skoða kreditkortafærslur allra Íslendinga með tilliti til gjaldeyrisyfirfærslna. Það var gert án nokkurs lágmarks eða skilyrða. Ég tel að þarna sé brotinn réttur á mér með því að heimila óeðlilega hnýsni í mín einkamálefni,“ segir Jón. Hann segir engan einstakling í þjóðfélaginu undanskilinn í heimild Seðlabankans og því hljóti hann að teljast hagsmunaaðili í málinu, eins og allir aðrir. „Það er alveg hægt að viðurkenna að þegar menn setji svona fyrirbrigði eins og gjaldeyrishöft geti þurft að fylgja því eftir með víðtækum skoðunum í þjóðfélaginu, en þá ber náttúrulega að takmarka það þannig að þú sért ekki með fjármál allra borgara í landinu gjörsamlega opin fyrir skoðunarmönnum,“ segir Jón. „Ég vil bara ekki að Stóri bróðir geti verið með nefið ofan í öllu mínu,“ bætir hann við og kveðst munu láta kalla seðlabankastjóra og fleiri fyrir dóminn til að gera grein fyrir málinu.- sh
Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira