Vændismenn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 24. október 2011 06:00 Vændi er mjög sérstök tegund af mannlegu samneyti. Þá greiðir ein manneskja annarri manneskju peninga fyrir einhvers konar atlot og aðgang að líkama þeirrar sem greiðsluna fær, og fer eðli atlotanna og aðgangsins eftir því hversu há greiðslan er. Í sjálfum aðstæðunum er einhver innbyggð skekkja. Þessi samskipti eru í senn náin og ópersónuleg. Í tilviki vændissalans eða seljunnar eru kynmökin gerð klínísk, nándin sem þau kalla á alla jafna er fjarlægð og viðkomandi lítur á iðju sína eins og hverja aðra líkamlega þjónustu – eftir atvikum viðkvæma – á borð við þá sem hjúkrunarfólk veitir. Vændiskaupandinn sækist sennilega eftir þessum kulda: að eiga kost á líkamlegri nautn án þess að henni fylgi frekari tilfinningalegar skuldbindingar eins og tíðkast í raunveruleikanum þegar fólk sameinar líkami sína; hann hefur greitt umsamda fjárhæð og þarf ekki að tengjast manneskjunni frekar – raunverulegu manneskjunni. Þetta verður eins og ferð á klósettið. Þetta eru skrýtin samskipti og niðurlægjandi, báðir aðilar afsala sér stolti, gleði og heilbrigðri sjálfsmynd. Þetta er líkamlegt samneyti þar sem báðir aðilar fjarlægja tilfinningar og aðrar skuldbindingar. Þegar fundinum er lokið fer hvor sína leið, annar hefur selt hinum tiltekna þjónustu; svona eins og að skipta um dekk. En þetta er ekki eins. Á dekkjaverkstæðinu er til dæmis ekki gert ráð fyrir snertingu. Þar er ekkert náið og engin blygðun – ekkert pínlegt. Þú ferð á dekkjaverkstæði, greiðir fyrir verkið, fylgist kannski með því – gætir jafnvel tekið upp á því að spjalla við þann sem skiptir um dekkið á meðan. Svo gæti meira að segja farið að þú laðist að dekkjaskiptaranum – og öfugt – þið fellduð hugi saman – og úr yrðu einhver frekari samskipti; meira samtal, augnagotur, bros, líkamstáknmál með flóknum gagnkvæmum skilaboðum um hrifningu, kaffihúsaspjall, koss, snerting, út að borða, og loks jafnvel hjásof sem væri þá einhvers konar endapunktur þessa ferlis og upphaf á nýju. Vændissamskiptin hefjast á athöfnum sem okkar ímyndaða saga endar á. Þar er hlaupið yfir alla þessa nauðsynlegu liði ferlisins – stytt sér leið framhjá sjálfri hinni gagnkvæmu aðlöðun sem er höfuðforsenda alls í dekkjasögunni. Hinum líkamlega unaði er kippt úr sínu náttúrulega samhengi. Hann er firrtur, gerður klínískur. Vændi snýst um kaup og sölu á snertingu. Hvar gerist við snertingu? Það verður svörun, líkamleg og tilfinningaleg, sem verður ekki að skilið, sé allt með felldu, hjartsláttur, örvun, gæsahúð, o.s.frv. Hjá vændiskaupandanum er þörfin fyrir þá svörun orðin ofvaxin; hjá vændisseljandanum er hún horfin. Báðir aðilar eru sviptir einhverju mikilsverðu – einhverri mennsku, eiginlega mannréttindum, því að það eru mannréttindi að eiga kost á því að upplifa ást. Við skulum almennt fara okkur hægt í því að fordæma annað fólk vegna kynhvata og kynhegðunar, beinist hún ekki að börnum eða snúist um nauðung. Þegar manneskjan er kynferðislega örvuð er hún alltaf svolítið spaugileg, hún er nakin í eiginlegum og óeiginlegum skilningi og nakin er manneskjan berskjölduð. Kynhegðun fólks er flókið samspil ótal þátta; ósjálfráð hegðun og skilyrt af ýmsu, vakin af frumhvöt og nátengd því innsta sem býr í hverri manneskju, kannski sjálfu fjöregginu. Sjálf kynhvötin spyr ekki um rétt og rangt, siðlegt og ósiðlegt, fallegt eða ljótt. En hún er aldrei einráð þegar við tökum ákvarðanir um hegðun okkar og gerðir. Hún hefur sitt að segja, og örugglega meira en við gerum okkur grein fyrir, en svo koma önnur sjónarmið og alveg jafn djúprætt: virðing fyrir öðrum, sómakennd, umhyggja, félagslegur þrýstingur og samfélagsleg viðhorf um hvað sé ásættanlegt. Okkur finnst sem félagsleg viðmið hafi breyst mikið í aldanna rás – en í raun og veru hefur mönnunum alltaf fundist það rangt þegar einhver þröngvar annarri manneskju til samræðis sem kærir sig ekki um það, hvort sem sú nauðung er vakin af efnahag, bágum aðstæðum eða líkamlegri valdbeitingu. Hópur kvenna hefur nú skorið upp herör gegn vændi og kennir sig við stóru systur. Þær birtust þarna allt í einu í kuflum í Iðnó –w þetta var óvænt og ögrandi og einhvern veginn óþægilegt. Hópurinn setti að sögn inn auglýsingar á stefnumótasíður og uppskar ótal tilboð frá alls konar körlum sem gáfu símanúmer og netföng sem þær hafa nú afhent lögreglunni, enda hafi þar verið um vændistilboð og beiðnir að ræða til stúlkna sem þessir karlar töldu allt niður í fimmtán ára gamlar. Þegar kynhvötin fær að leika lausum hala getur hún vissulega leitt okkur í alls konar ógöngur en sá sem ætlar sér að komast yfir fimmtán eða sextán ára vændiskonu er vissulega kominn á einhvern enn annan stað en þann sem hægt er að kenna við ógöngur. Hann er sneyddur dómgreind, hefur enga sómakennd, er einhvers konar siðvillingur og hefur mjög rangsnúið viðhorf til kvenna, ætli hann sér að hagnýta sér fíkn og fákænsku stúlkubarna til að svala fýsnum sínum. Það er full ástæða til að skjóta slíkum vændismönnum skelk í bringu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Vændi er mjög sérstök tegund af mannlegu samneyti. Þá greiðir ein manneskja annarri manneskju peninga fyrir einhvers konar atlot og aðgang að líkama þeirrar sem greiðsluna fær, og fer eðli atlotanna og aðgangsins eftir því hversu há greiðslan er. Í sjálfum aðstæðunum er einhver innbyggð skekkja. Þessi samskipti eru í senn náin og ópersónuleg. Í tilviki vændissalans eða seljunnar eru kynmökin gerð klínísk, nándin sem þau kalla á alla jafna er fjarlægð og viðkomandi lítur á iðju sína eins og hverja aðra líkamlega þjónustu – eftir atvikum viðkvæma – á borð við þá sem hjúkrunarfólk veitir. Vændiskaupandinn sækist sennilega eftir þessum kulda: að eiga kost á líkamlegri nautn án þess að henni fylgi frekari tilfinningalegar skuldbindingar eins og tíðkast í raunveruleikanum þegar fólk sameinar líkami sína; hann hefur greitt umsamda fjárhæð og þarf ekki að tengjast manneskjunni frekar – raunverulegu manneskjunni. Þetta verður eins og ferð á klósettið. Þetta eru skrýtin samskipti og niðurlægjandi, báðir aðilar afsala sér stolti, gleði og heilbrigðri sjálfsmynd. Þetta er líkamlegt samneyti þar sem báðir aðilar fjarlægja tilfinningar og aðrar skuldbindingar. Þegar fundinum er lokið fer hvor sína leið, annar hefur selt hinum tiltekna þjónustu; svona eins og að skipta um dekk. En þetta er ekki eins. Á dekkjaverkstæðinu er til dæmis ekki gert ráð fyrir snertingu. Þar er ekkert náið og engin blygðun – ekkert pínlegt. Þú ferð á dekkjaverkstæði, greiðir fyrir verkið, fylgist kannski með því – gætir jafnvel tekið upp á því að spjalla við þann sem skiptir um dekkið á meðan. Svo gæti meira að segja farið að þú laðist að dekkjaskiptaranum – og öfugt – þið fellduð hugi saman – og úr yrðu einhver frekari samskipti; meira samtal, augnagotur, bros, líkamstáknmál með flóknum gagnkvæmum skilaboðum um hrifningu, kaffihúsaspjall, koss, snerting, út að borða, og loks jafnvel hjásof sem væri þá einhvers konar endapunktur þessa ferlis og upphaf á nýju. Vændissamskiptin hefjast á athöfnum sem okkar ímyndaða saga endar á. Þar er hlaupið yfir alla þessa nauðsynlegu liði ferlisins – stytt sér leið framhjá sjálfri hinni gagnkvæmu aðlöðun sem er höfuðforsenda alls í dekkjasögunni. Hinum líkamlega unaði er kippt úr sínu náttúrulega samhengi. Hann er firrtur, gerður klínískur. Vændi snýst um kaup og sölu á snertingu. Hvar gerist við snertingu? Það verður svörun, líkamleg og tilfinningaleg, sem verður ekki að skilið, sé allt með felldu, hjartsláttur, örvun, gæsahúð, o.s.frv. Hjá vændiskaupandanum er þörfin fyrir þá svörun orðin ofvaxin; hjá vændisseljandanum er hún horfin. Báðir aðilar eru sviptir einhverju mikilsverðu – einhverri mennsku, eiginlega mannréttindum, því að það eru mannréttindi að eiga kost á því að upplifa ást. Við skulum almennt fara okkur hægt í því að fordæma annað fólk vegna kynhvata og kynhegðunar, beinist hún ekki að börnum eða snúist um nauðung. Þegar manneskjan er kynferðislega örvuð er hún alltaf svolítið spaugileg, hún er nakin í eiginlegum og óeiginlegum skilningi og nakin er manneskjan berskjölduð. Kynhegðun fólks er flókið samspil ótal þátta; ósjálfráð hegðun og skilyrt af ýmsu, vakin af frumhvöt og nátengd því innsta sem býr í hverri manneskju, kannski sjálfu fjöregginu. Sjálf kynhvötin spyr ekki um rétt og rangt, siðlegt og ósiðlegt, fallegt eða ljótt. En hún er aldrei einráð þegar við tökum ákvarðanir um hegðun okkar og gerðir. Hún hefur sitt að segja, og örugglega meira en við gerum okkur grein fyrir, en svo koma önnur sjónarmið og alveg jafn djúprætt: virðing fyrir öðrum, sómakennd, umhyggja, félagslegur þrýstingur og samfélagsleg viðhorf um hvað sé ásættanlegt. Okkur finnst sem félagsleg viðmið hafi breyst mikið í aldanna rás – en í raun og veru hefur mönnunum alltaf fundist það rangt þegar einhver þröngvar annarri manneskju til samræðis sem kærir sig ekki um það, hvort sem sú nauðung er vakin af efnahag, bágum aðstæðum eða líkamlegri valdbeitingu. Hópur kvenna hefur nú skorið upp herör gegn vændi og kennir sig við stóru systur. Þær birtust þarna allt í einu í kuflum í Iðnó –w þetta var óvænt og ögrandi og einhvern veginn óþægilegt. Hópurinn setti að sögn inn auglýsingar á stefnumótasíður og uppskar ótal tilboð frá alls konar körlum sem gáfu símanúmer og netföng sem þær hafa nú afhent lögreglunni, enda hafi þar verið um vændistilboð og beiðnir að ræða til stúlkna sem þessir karlar töldu allt niður í fimmtán ára gamlar. Þegar kynhvötin fær að leika lausum hala getur hún vissulega leitt okkur í alls konar ógöngur en sá sem ætlar sér að komast yfir fimmtán eða sextán ára vændiskonu er vissulega kominn á einhvern enn annan stað en þann sem hægt er að kenna við ógöngur. Hann er sneyddur dómgreind, hefur enga sómakennd, er einhvers konar siðvillingur og hefur mjög rangsnúið viðhorf til kvenna, ætli hann sér að hagnýta sér fíkn og fákænsku stúlkubarna til að svala fýsnum sínum. Það er full ástæða til að skjóta slíkum vændismönnum skelk í bringu.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun