Pistillinn: Aðallinn í heimsókn hjá kónginum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2011 09:00 Alex Ferguson og Kenny Dalglish. Mynd/Nordic Photos/Getty „Til að vinna hér þarftu að standast mikla pressu, komast yfir margar hindranir og mátt ekki setja út á ákvarðanir dómarans. Ögranirnar og hótanirnar sem hann þarf að líða eru með ólíkindum. Það þarf kraftaverk til þess að vinna hér,“ sagði hundfúll en unglegur Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, að loknu 3-3 jafntefli gegn Liverpool á Anfield árið 1988. Ferguson taldi ákvarðanir dómarans hafa kostað lið sitt sigur á erkifjendunum sem voru í sérflokki. Kollegi hans hjá Liverpool, Kenny Dalglish, hafði á þessum tíma litlar áhyggjur af United sem keppinauti. Sálfræðistríð við Ferguson var óþarft og fyrir neðan hans virðingu. Með dóttur sína í fanginu gerði hann grín að Ferguson: „Þið fengjuð skynsamlegri svör frá sex vikna dóttur minni, henni Lauren.“ Kenny Dalglish, kóngurinn í Liverpool, hefur gert lítið úr mikilvægi leiks dagsins gegn United. Þrjú stig séu í boði eins og venjulega. Einvígi Dalglish og Ferguson á sér þó svo langa sögu að óhætt er að fullyrða að meira sé undir en stigin þrjú. Allt frá því Ferguson, þáverandi landsliðsþjálfari Skota, sakaði Dalglish, helstu stjörnu Skota, um að gera sér upp meiðsli til að sleppa við HM 1986 hefur andað köldu milli Skotanna. Ekki bætti úr skák þegar Roy Keane tilkynnti öskuillum Dalglish að hann ætlaði að ganga til liðs við United en ekki Blackburn árið 1993. Keane hafði samið munnlega við Blackburn og aðeins átti eftir að skrifa undir þegar Ferguson hringdi óvænt í Keane og fékk hann til þess að skipta um skoðun. Síðast sauð upp úr milli Dalglish og Ferguson að loknum leik United gegn Benfica í Meistaradeildinni í september. Þar var reyndar á ferðinni fréttamaðurinn Kelly Dalglish, dóttir kóngsins, sem vafalítið frétti af atvikinu. „Mesta áskorun mín var að fella Liverpool af helvítis stallinum,“ sagði Ferguson í viðtali árið 2002. Hann fer ekki leynt með þá skoðun sína að leikirnir séu stærstu leikir ársins í enska boltanum. Því geta fáir mótmælt. Pistillinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
„Til að vinna hér þarftu að standast mikla pressu, komast yfir margar hindranir og mátt ekki setja út á ákvarðanir dómarans. Ögranirnar og hótanirnar sem hann þarf að líða eru með ólíkindum. Það þarf kraftaverk til þess að vinna hér,“ sagði hundfúll en unglegur Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, að loknu 3-3 jafntefli gegn Liverpool á Anfield árið 1988. Ferguson taldi ákvarðanir dómarans hafa kostað lið sitt sigur á erkifjendunum sem voru í sérflokki. Kollegi hans hjá Liverpool, Kenny Dalglish, hafði á þessum tíma litlar áhyggjur af United sem keppinauti. Sálfræðistríð við Ferguson var óþarft og fyrir neðan hans virðingu. Með dóttur sína í fanginu gerði hann grín að Ferguson: „Þið fengjuð skynsamlegri svör frá sex vikna dóttur minni, henni Lauren.“ Kenny Dalglish, kóngurinn í Liverpool, hefur gert lítið úr mikilvægi leiks dagsins gegn United. Þrjú stig séu í boði eins og venjulega. Einvígi Dalglish og Ferguson á sér þó svo langa sögu að óhætt er að fullyrða að meira sé undir en stigin þrjú. Allt frá því Ferguson, þáverandi landsliðsþjálfari Skota, sakaði Dalglish, helstu stjörnu Skota, um að gera sér upp meiðsli til að sleppa við HM 1986 hefur andað köldu milli Skotanna. Ekki bætti úr skák þegar Roy Keane tilkynnti öskuillum Dalglish að hann ætlaði að ganga til liðs við United en ekki Blackburn árið 1993. Keane hafði samið munnlega við Blackburn og aðeins átti eftir að skrifa undir þegar Ferguson hringdi óvænt í Keane og fékk hann til þess að skipta um skoðun. Síðast sauð upp úr milli Dalglish og Ferguson að loknum leik United gegn Benfica í Meistaradeildinni í september. Þar var reyndar á ferðinni fréttamaðurinn Kelly Dalglish, dóttir kóngsins, sem vafalítið frétti af atvikinu. „Mesta áskorun mín var að fella Liverpool af helvítis stallinum,“ sagði Ferguson í viðtali árið 2002. Hann fer ekki leynt með þá skoðun sína að leikirnir séu stærstu leikir ársins í enska boltanum. Því geta fáir mótmælt.
Pistillinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira