Þjóðlenduúrskurður á leið fyrir dómstóla 12. október 2011 06:00 Réttarsalur. Óbyggðanefnd hefur úrskurðað níu svæði á Tröllaskaga sem þjóðlendur og afrétt. Deilt var um fjórtán svæði. Nefndin segir eitt svæðanna að auki vera þjóðlendu og afrétt að hluta. Fjögur svæði séu hins vegar eignarlönd. Óbyggðanefnd segir meðal annars að Hnjótafjall sunnan Atlastaða í Dalvíkurbyggð sé þjóðlenda. „Þetta teljum við vera alrangt,“ segir Einar Sigurbjörnsson prófessor sem árið 2004 keypti Atlastaði ásamt eiginkonu sinni. „Þarna er um að ræða svæði sem verið hefur í einkaeigu öldum saman þótt það hafi ekki legið undir Atlastaði fyrr en á nítjándu öld. Það er mjög furðulegt að fara svona með eignir sem hafa gengið kaupum og sölum og bara þjóðnýta á einu bretti eins og ekkert sé. Ég geri ráð fyrir því að við munum áfrýja þessu eins og fleiri,“ segir Einar. Agnar Gunnarsson, bóndi og oddviti Akrahrepps, kveðst langt í frá vera sáttur með þann úrskurð að Silfrastaðaafréttur sé þjóðlenda. „Við teljum að hreppurinn eigi þetta land. Þetta er alls engin þjóðlenda heldur land sem var keypt af bóndanum á Silfrastöðum fyrir rúmlega 110 árum.“ Áður hefur verið úrskurðað um annan hluta af Silfrastaðaafrétt með sömu niðurstöðu. Akrahreppur rekur það mál nú fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra. „Ég reikna með að við förum sömu leið með þetta mál. Við berum ábyrgð á því að reyna að vernda eignir sveitarfélagsins,“ segir oddvitinn. Málunum fjórtán var skipt á tvo úrskurði, annars vegar vegna Eyjafjarðar ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna og hins vegar á Skagafjörð ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir Vífilsstaði/Kot, Þorvaldsdalsafrétt, Almenning norðan Hrauna og Kolbeinsdalsafrétt vera eignarlönd. Hnjótafjall, Skíðadalsafrétt, Möðruvallaafrétt, Bakkasel, Stífluafrétt og Lágheiði, Hrolleifsdalsafrétt, Flókadalsafrétt, Unadals- og Deildardalsafréttir, Silfrastaðaafrétt og Krossland séu þjóðlenda og afréttur eða í afréttareign. Þjóðlenda en ekki afréttur sé landsvæði norðaustan Stífluafréttar og Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir að vegna sparnaðar í ríkisfjármálum hafi nefndin nú engin þjóðlendumál til meðferðar. Þá muni fjármálaráðherra ekki lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2012. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Óbyggðanefnd hefur úrskurðað níu svæði á Tröllaskaga sem þjóðlendur og afrétt. Deilt var um fjórtán svæði. Nefndin segir eitt svæðanna að auki vera þjóðlendu og afrétt að hluta. Fjögur svæði séu hins vegar eignarlönd. Óbyggðanefnd segir meðal annars að Hnjótafjall sunnan Atlastaða í Dalvíkurbyggð sé þjóðlenda. „Þetta teljum við vera alrangt,“ segir Einar Sigurbjörnsson prófessor sem árið 2004 keypti Atlastaði ásamt eiginkonu sinni. „Þarna er um að ræða svæði sem verið hefur í einkaeigu öldum saman þótt það hafi ekki legið undir Atlastaði fyrr en á nítjándu öld. Það er mjög furðulegt að fara svona með eignir sem hafa gengið kaupum og sölum og bara þjóðnýta á einu bretti eins og ekkert sé. Ég geri ráð fyrir því að við munum áfrýja þessu eins og fleiri,“ segir Einar. Agnar Gunnarsson, bóndi og oddviti Akrahrepps, kveðst langt í frá vera sáttur með þann úrskurð að Silfrastaðaafréttur sé þjóðlenda. „Við teljum að hreppurinn eigi þetta land. Þetta er alls engin þjóðlenda heldur land sem var keypt af bóndanum á Silfrastöðum fyrir rúmlega 110 árum.“ Áður hefur verið úrskurðað um annan hluta af Silfrastaðaafrétt með sömu niðurstöðu. Akrahreppur rekur það mál nú fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra. „Ég reikna með að við förum sömu leið með þetta mál. Við berum ábyrgð á því að reyna að vernda eignir sveitarfélagsins,“ segir oddvitinn. Málunum fjórtán var skipt á tvo úrskurði, annars vegar vegna Eyjafjarðar ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna og hins vegar á Skagafjörð ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir Vífilsstaði/Kot, Þorvaldsdalsafrétt, Almenning norðan Hrauna og Kolbeinsdalsafrétt vera eignarlönd. Hnjótafjall, Skíðadalsafrétt, Möðruvallaafrétt, Bakkasel, Stífluafrétt og Lágheiði, Hrolleifsdalsafrétt, Flókadalsafrétt, Unadals- og Deildardalsafréttir, Silfrastaðaafrétt og Krossland séu þjóðlenda og afréttur eða í afréttareign. Þjóðlenda en ekki afréttur sé landsvæði norðaustan Stífluafréttar og Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir að vegna sparnaðar í ríkisfjármálum hafi nefndin nú engin þjóðlendumál til meðferðar. Þá muni fjármálaráðherra ekki lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2012. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira