Pistillinn: Gefðu boltann! Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2011 07:00 Hólmfríður var lítið í því að gefa boltann gegn Glasgow. Einspilari er orð sem er nánast eingöngu notað í yngri flokkum í knattspyrnu. Krakkar eða táningar sem kjósa ítrekað að fara sínar eigin leiðir frekar en að senda á samherja. Hvers vegna? Þeir vita að oftar en ekki virkar það. Í yngri flokkum er getumunurinn á leikmönnum oft mikill. Út frá sjónarhorni liðsins getur reynst betra að hæfileikaríkur leikmaður reyni að komast framhjá þremur leikmönnum andstæðinganna en að hann sendi á slakari samherja. Sá gæti tapað boltanum eða er a.m.k. ekki líklegur til afreka með hann. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn besti leikmaður þjóðarinnar, minnti mig á einspilara í yngri flokkum í viðureign bikarmeistara Vals gegn Glasgow City í vikunni. Ítrekað fékk hún boltann úti á kanti með tvo andstæðinga fyrir framan sig. Þrátt fyrir að eiga góða sendingarmöguleika, líkt og oft vill verða hjá leikmanni sem glímir við nokkra leikmenn andstæðinganna, kaus hún alltaf að keyra á varnarmennina án hjálpar annarra rauðklæddra félaga sinna. Í öll skiptin misheppnaðist tilraunin og boltinn tapaðist. En það var meira sem gerðist en að boltinn tapaðist. Í öll skiptin upplifðu samherjar hennar, tveir á sextánda aldursári, að þrátt fyrir að vera vel staðsettir var þeim ekki treyst fyrir boltanum. Engan sálfræðing þarf til þess að greina að það auki ekki sjálfstraust leikmannanna. Skoska liðið vann sanngjarnan 3-0 sigur. Liðið hélt boltanum vel innan liðsins, ótrúlega vel reyndar, og eldfjótir sóknarmenn liðsins ollu varnarmönnum Vals erfiðleikum í stöðunni einn gegn einum. Það er nefnilega í góðu lagi að sækja á varnarmenn. Leikmenn sem gera það þurfa öll lið að hafa. Það er ein ástæða þess að unga iðkendur á ekki að skamma fyrir að þora að reyna að komast framhjá varnarmönnunum. Hins vegar er mikilvægt fyrir þjálfara að opna augu leikmanna fyrir því að velja rétta möguleikann hverju sinni. Hann er sjaldnast að sækja á alla varnarlínu andstæðingsins einn síns liðs. Innlendar Pistillinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Einspilari er orð sem er nánast eingöngu notað í yngri flokkum í knattspyrnu. Krakkar eða táningar sem kjósa ítrekað að fara sínar eigin leiðir frekar en að senda á samherja. Hvers vegna? Þeir vita að oftar en ekki virkar það. Í yngri flokkum er getumunurinn á leikmönnum oft mikill. Út frá sjónarhorni liðsins getur reynst betra að hæfileikaríkur leikmaður reyni að komast framhjá þremur leikmönnum andstæðinganna en að hann sendi á slakari samherja. Sá gæti tapað boltanum eða er a.m.k. ekki líklegur til afreka með hann. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn besti leikmaður þjóðarinnar, minnti mig á einspilara í yngri flokkum í viðureign bikarmeistara Vals gegn Glasgow City í vikunni. Ítrekað fékk hún boltann úti á kanti með tvo andstæðinga fyrir framan sig. Þrátt fyrir að eiga góða sendingarmöguleika, líkt og oft vill verða hjá leikmanni sem glímir við nokkra leikmenn andstæðinganna, kaus hún alltaf að keyra á varnarmennina án hjálpar annarra rauðklæddra félaga sinna. Í öll skiptin misheppnaðist tilraunin og boltinn tapaðist. En það var meira sem gerðist en að boltinn tapaðist. Í öll skiptin upplifðu samherjar hennar, tveir á sextánda aldursári, að þrátt fyrir að vera vel staðsettir var þeim ekki treyst fyrir boltanum. Engan sálfræðing þarf til þess að greina að það auki ekki sjálfstraust leikmannanna. Skoska liðið vann sanngjarnan 3-0 sigur. Liðið hélt boltanum vel innan liðsins, ótrúlega vel reyndar, og eldfjótir sóknarmenn liðsins ollu varnarmönnum Vals erfiðleikum í stöðunni einn gegn einum. Það er nefnilega í góðu lagi að sækja á varnarmenn. Leikmenn sem gera það þurfa öll lið að hafa. Það er ein ástæða þess að unga iðkendur á ekki að skamma fyrir að þora að reyna að komast framhjá varnarmönnunum. Hins vegar er mikilvægt fyrir þjálfara að opna augu leikmanna fyrir því að velja rétta möguleikann hverju sinni. Hann er sjaldnast að sækja á alla varnarlínu andstæðingsins einn síns liðs.
Innlendar Pistillinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira