Gunnar Nelson mætir ríkjandi Evrópumeistara í fyrstu glímu Kristján Hjálmarsson skrifar 24. september 2011 08:00 Gunnar kom til Nottingham á fimmtudag. Faðir hans og tveir félagar úr Mjölni eru með í för. Fréttablaðið/stefán Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir Marko Helen frá Finnlandi í fyrstu glímunni á ADCC-mótinu, sterkasta uppgjafaglímumóti heims, sem hefst í Nottingham á Englandi í dag. Marko þessi hefur verið sterkasti glímumaður Finna um árabil, en hann hefur keppt í uppgjafarglímu og brasilísku jiujitsu frá árinu 1999. Hann er meðal annars sjöfaldur finnskur meistari í brasilísku jiujitsu og fimmfaldur finnskur meistari í uppgjafarglímu. Hann er ríkjandi Evrópumeistari í slíkri glímu og hefur tvisvar unnið þann titil. „Ég er bara bjartsýnn fyrir glímuna og met möguleika mína góða,“ sagði Gunnar Nelson sallarólegur þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær. „Það skiptir engu máli á móti hverjum ég lendi – það verða allir bardagarnir á þessu móti mjög erfiðir. Þetta eru allt topp glímumenn.“ Haraldur Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, hitti Marko við komuna til Nottingham. Hann segist ekki skilja hvernig Finninn nái að létta sig niður í -88 kílógramma flokkinn enda sé hann vanari að keppa í þyngri flokkum. „Hann er í toppformi og sagði mér að hann rétt næði að hanga í 88 kílóunum,“ segir Haraldur. Gunnar ætlaði upphaflega að keppa í -77 kg flokknum en vegna breyttra reglna við vigtun ákvað hann að keppa í næsta flokki fyrir ofan, -88 kg flokkinum. „Ég er léttur í mínum flokki, ætli þeir séu ekki flestallir þyngri en ég,“ segir Gunnar, sem er þó hvergi banginn. „Ég er með ákveðna taktík sem ég mun nota. Hann er þungur og að öllum líkindum sterkari, en ég er sneggri. Ég hef eitt og annað með mér.“ Gunnar þekkir vel til Markos. Finninn heimsótti bardagaklúbbinn Mjölni fyrir nokkrum árum, auk þess sem Gunnar hefur margoft séð hann glíma. „Ég hef oft séð hann berjast en hef ekki verið að stúdera hann undanfarið. Ég er með mína grófu taktík í hausnum og mun vinna eftir henni.“ Á ADCC-glímumótinu eru sextán keppendur í hverjum flokki. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi, sem þýðir að ef Gunnar tapar glímunni á móti Marko er hann úr leik. Á laugardeginum er keppt í ákveðnum þyngdarflokkum en á sunnudeginum er keppt í opnum flokki. Sextán áhugaverðustu keppendurnir eru valdir í þann flokk. Innlendar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir Marko Helen frá Finnlandi í fyrstu glímunni á ADCC-mótinu, sterkasta uppgjafaglímumóti heims, sem hefst í Nottingham á Englandi í dag. Marko þessi hefur verið sterkasti glímumaður Finna um árabil, en hann hefur keppt í uppgjafarglímu og brasilísku jiujitsu frá árinu 1999. Hann er meðal annars sjöfaldur finnskur meistari í brasilísku jiujitsu og fimmfaldur finnskur meistari í uppgjafarglímu. Hann er ríkjandi Evrópumeistari í slíkri glímu og hefur tvisvar unnið þann titil. „Ég er bara bjartsýnn fyrir glímuna og met möguleika mína góða,“ sagði Gunnar Nelson sallarólegur þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær. „Það skiptir engu máli á móti hverjum ég lendi – það verða allir bardagarnir á þessu móti mjög erfiðir. Þetta eru allt topp glímumenn.“ Haraldur Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, hitti Marko við komuna til Nottingham. Hann segist ekki skilja hvernig Finninn nái að létta sig niður í -88 kílógramma flokkinn enda sé hann vanari að keppa í þyngri flokkum. „Hann er í toppformi og sagði mér að hann rétt næði að hanga í 88 kílóunum,“ segir Haraldur. Gunnar ætlaði upphaflega að keppa í -77 kg flokknum en vegna breyttra reglna við vigtun ákvað hann að keppa í næsta flokki fyrir ofan, -88 kg flokkinum. „Ég er léttur í mínum flokki, ætli þeir séu ekki flestallir þyngri en ég,“ segir Gunnar, sem er þó hvergi banginn. „Ég er með ákveðna taktík sem ég mun nota. Hann er þungur og að öllum líkindum sterkari, en ég er sneggri. Ég hef eitt og annað með mér.“ Gunnar þekkir vel til Markos. Finninn heimsótti bardagaklúbbinn Mjölni fyrir nokkrum árum, auk þess sem Gunnar hefur margoft séð hann glíma. „Ég hef oft séð hann berjast en hef ekki verið að stúdera hann undanfarið. Ég er með mína grófu taktík í hausnum og mun vinna eftir henni.“ Á ADCC-glímumótinu eru sextán keppendur í hverjum flokki. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi, sem þýðir að ef Gunnar tapar glímunni á móti Marko er hann úr leik. Á laugardeginum er keppt í ákveðnum þyngdarflokkum en á sunnudeginum er keppt í opnum flokki. Sextán áhugaverðustu keppendurnir eru valdir í þann flokk.
Innlendar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira