Atvinnuleysi í Svíþjóð mældist 6,6 prósent í ágúst, sem er nokkru minna en búist hafði verið við.
Í opinberum hagtölum frá Svíþjóð segir að í ágúst í fyrra hafi atvinnuleysi mælst 7,4 prósent og höfðu hagfræðingar gert ráð fyrir að hlutfallið í ár yrði 6,8 prósent.
Alls voru 336 þúsund manns án atvinnu í Svíþjóð í síðasta mánuði, en atvinnuleysi dróst mun meira saman hjá konum en körlum. Heildarvinnustundum á sænska vinnumarkaðinum fjölgaði um þrjú prósent milli ára.- þj
Atvinnuleysið minna en í fyrra
