Frelsi til að fara eigin leiðir 23. september 2011 15:00 Íris Eggertsdóttir myndlistarkona hefur fært sig út í saumaskap og hannar nú flíkur undir nafninu Líber, sem þýðir frelsi. Fréttablaðið/Anton Íris Eggertsdóttir myndlistarkona hefur hannað fatnað í rúmt ár undir nafninu Líber og hafa flíkurnar fallið vel í kramið hjá íslenskum konum. „Mamma er klæðskeri og ég hef því verið viðloðandi saumaskap alveg frá því ég man eftir mér. Ég ákvað þó að feta ekki í fótspor mömmu og fór í myndlistarnám og er því myndlistarmaður og starfa við það í dag,“ útskýrir Íris. Hún segist vinna mikið með form og liti þegar hún hannar og tvinnar þannig saman saumaskapinn og myndlistina. Íris reynir að sinna myndlistinni til jafns við hönnunina en viðurkennir að undanfarið ár hafi meiri tími farið í saumaskapinn. „Ég hef gefið hönnuninni aðeins meiri tíma undanfarið. Það fer oftast bara eftir skapi eða flæðinu hvað ég gríp í þann daginn. Ég hef mjög gaman af þessu og draumurinn er að ég geti haft lifibrauð mitt af þessu í framtíðinni. Nafnið Líber þýðir frelsi og tengist því að ég vilji fá að gera mitt og ekki elta sérstaka tísku eða stefnu.“ Íris er með opið á vinnustofu sinni við Hverfisgötu 50 alla fimmtudaga og föstudaga á milli 11.00 og 18.00. „Fyrst var ég með opið frá klukkan tíu á morgnana en þá eru fæstir komnir á fætur þannig ég ákvað að seinka opnunartímanum um klukkustund,“ segir hún glaðlega að lokum. -sm Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Íris Eggertsdóttir myndlistarkona hefur hannað fatnað í rúmt ár undir nafninu Líber og hafa flíkurnar fallið vel í kramið hjá íslenskum konum. „Mamma er klæðskeri og ég hef því verið viðloðandi saumaskap alveg frá því ég man eftir mér. Ég ákvað þó að feta ekki í fótspor mömmu og fór í myndlistarnám og er því myndlistarmaður og starfa við það í dag,“ útskýrir Íris. Hún segist vinna mikið með form og liti þegar hún hannar og tvinnar þannig saman saumaskapinn og myndlistina. Íris reynir að sinna myndlistinni til jafns við hönnunina en viðurkennir að undanfarið ár hafi meiri tími farið í saumaskapinn. „Ég hef gefið hönnuninni aðeins meiri tíma undanfarið. Það fer oftast bara eftir skapi eða flæðinu hvað ég gríp í þann daginn. Ég hef mjög gaman af þessu og draumurinn er að ég geti haft lifibrauð mitt af þessu í framtíðinni. Nafnið Líber þýðir frelsi og tengist því að ég vilji fá að gera mitt og ekki elta sérstaka tísku eða stefnu.“ Íris er með opið á vinnustofu sinni við Hverfisgötu 50 alla fimmtudaga og föstudaga á milli 11.00 og 18.00. „Fyrst var ég með opið frá klukkan tíu á morgnana en þá eru fæstir komnir á fætur þannig ég ákvað að seinka opnunartímanum um klukkustund,“ segir hún glaðlega að lokum. -sm
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira