Heildarkostnaður um 40 milljarðar króna 31. ágúst 2011 04:15 Lóð Nýs Landspítala verður vel tengd við stígakerfi Reykjavíkur og almenningssamgöngur. Áhersla verður lögð á að efla sjálfbæran samgöngumáta í nágrenni spítalans.mynd/nlsh Drög að deiliskipulagi nýs Landspítala voru kynnt í gær. Vonir standa til að skipulagið öðlist gildi með vorinu. Drögin eru grundvölluð á tillögu hönnunar-hópsins SPITAL, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni árið 2010. Gunnar Svavarsson, formaður byggingarnefndar nýs Landspítala, segir áætlaðan kostnað við bygginguna vera um 40 milljarða króna. „Lífeyrissjóðirnir munu fjármagna þetta að fullu,“ segir Gunnar. „Ríkið eignast spítalann á 30 til 40 árum og kaupir þetta á hrakvirði til baka.“ Happdrætti Háskólans fjármagnar heilbrigðisvísindasvið Háskólans sem er um 10 prósent af heildinni, að sögn Gunnars. Það gerir á bilinu þrjá til fjóra milljarða króna. Starfsemi Landspítalans fer nú fram á 17 stöðum í nærri 100 húsum. Ætlunin með nýja spítalanum er meðal annars að sameina alla bráðastarfsemi sem rekin er við Hringbraut og í Fossvogi. Nýja byggðin á að rísa að mestu á suðurhluta lóðarinnar og innihalda meðal annars meðferðar- og bráðakjarna, sjúkrahótel og húsnæði heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Deiliskipulagssvæðið er í heild um 15 hektarar og afmarkast af umferðargötum á alla vegu. Byggingarmagn á Landspítalalóðinni er nú ríflega 76 þúsund fermetrar og í fyrsta áfanga, sem á að vera lokið árið 2017, er miðað við 95 þúsund fermetra í nýbyggingum. „Byggingar Landspítala eru gamlar og henta illa nútímalegum sjúkrahúsrekstri,“ er haft eftir Björn Zoëga í tilkynningu frá Landspítalanum. „Sameining á einn stað og sveigjanleiki nýbygginga í breytilegu umhverfi spítala í stöðugri framþróun mun stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri Landspítala.“ Á næstu dögum mun forkynning á drögum að deiliskipulagi standa yfir. Veggspjöld með uppdráttum og þrívíddarmyndum verða til sýnis í Háskóla Íslands og verða sérfræðingar á staðnum til að svara fyrirspurnum almennings. Einnig verða upplýsingar aðgengilegar á heimasíðunni www.nyrlandspitali.is og www.reykjavik.is frá 1. september til 1. október næstkomandi. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Drög að deiliskipulagi nýs Landspítala voru kynnt í gær. Vonir standa til að skipulagið öðlist gildi með vorinu. Drögin eru grundvölluð á tillögu hönnunar-hópsins SPITAL, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni árið 2010. Gunnar Svavarsson, formaður byggingarnefndar nýs Landspítala, segir áætlaðan kostnað við bygginguna vera um 40 milljarða króna. „Lífeyrissjóðirnir munu fjármagna þetta að fullu,“ segir Gunnar. „Ríkið eignast spítalann á 30 til 40 árum og kaupir þetta á hrakvirði til baka.“ Happdrætti Háskólans fjármagnar heilbrigðisvísindasvið Háskólans sem er um 10 prósent af heildinni, að sögn Gunnars. Það gerir á bilinu þrjá til fjóra milljarða króna. Starfsemi Landspítalans fer nú fram á 17 stöðum í nærri 100 húsum. Ætlunin með nýja spítalanum er meðal annars að sameina alla bráðastarfsemi sem rekin er við Hringbraut og í Fossvogi. Nýja byggðin á að rísa að mestu á suðurhluta lóðarinnar og innihalda meðal annars meðferðar- og bráðakjarna, sjúkrahótel og húsnæði heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Deiliskipulagssvæðið er í heild um 15 hektarar og afmarkast af umferðargötum á alla vegu. Byggingarmagn á Landspítalalóðinni er nú ríflega 76 þúsund fermetrar og í fyrsta áfanga, sem á að vera lokið árið 2017, er miðað við 95 þúsund fermetra í nýbyggingum. „Byggingar Landspítala eru gamlar og henta illa nútímalegum sjúkrahúsrekstri,“ er haft eftir Björn Zoëga í tilkynningu frá Landspítalanum. „Sameining á einn stað og sveigjanleiki nýbygginga í breytilegu umhverfi spítala í stöðugri framþróun mun stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri Landspítala.“ Á næstu dögum mun forkynning á drögum að deiliskipulagi standa yfir. Veggspjöld með uppdráttum og þrívíddarmyndum verða til sýnis í Háskóla Íslands og verða sérfræðingar á staðnum til að svara fyrirspurnum almennings. Einnig verða upplýsingar aðgengilegar á heimasíðunni www.nyrlandspitali.is og www.reykjavik.is frá 1. september til 1. október næstkomandi. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira