Bjóða fjölbreyttari tíma 30. ágúst 2011 11:00 Hafsteinn Daníelsson og Hilmar Gunnarsson blanda saman æfingum og búa til fjölbreyttari tíma í Veggsporti. Mynd/GVA „Cross Bells er ein af þeim nýjungum sem við bjóðum upp á núna en það er blanda af CrossFit og ketilbjöllum," segir Hafsteinn Daníelsson, annar eigenda Veggsports. Cross Bells-tímarnir verða kenndir í hádeginu og aftur seinnipartinn þriðjudaga og fimmtudaga og klukkan 10 á laugardögum. „Ketilbjöllur eru upprunalega rússneskt æfingaform þar sem notaðar eru þungar bjöllur og allir stærstu vöðvar líkamans þjálfaðir samtímis, en CrossFit er alhliða hreyfing. Það er skemmtileg tilbreyting að blanda þessu saman," segir Hafsteinn, sem einnig hefur blandað styrktaræfingum inn í spinning-tímana í Veggsport til að auka fjölbreytni. „Þetta eru mjög vinsælir tímar því þótt það sé gaman að hjóla er tilbreyting að hafa æfingar með. Hjólað er í fjörutíu mínútur áður en hópurinn færir sig inn í sal og gerir styrktaræfingar fyrir maga, rass, læri og bak og armbeygjur. Við blöndum þannig saman styrk og brennslu. Skvassið er þó alltaf vinsælast hjá okkur, en við erum stærstir í því. Fólk kemur beint inn og spilar en við lánum fólki spaða og bolta. Skvass geta allir spilað, konur og karlar, unglingar og hjón," segir Hafsteinn og vill að lokum benda á heimasíðu stöðvarinnar, www.veggsport.is, þar sem nánari upplýsingar er að finna um tíma og æfingakerfi. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira
„Cross Bells er ein af þeim nýjungum sem við bjóðum upp á núna en það er blanda af CrossFit og ketilbjöllum," segir Hafsteinn Daníelsson, annar eigenda Veggsports. Cross Bells-tímarnir verða kenndir í hádeginu og aftur seinnipartinn þriðjudaga og fimmtudaga og klukkan 10 á laugardögum. „Ketilbjöllur eru upprunalega rússneskt æfingaform þar sem notaðar eru þungar bjöllur og allir stærstu vöðvar líkamans þjálfaðir samtímis, en CrossFit er alhliða hreyfing. Það er skemmtileg tilbreyting að blanda þessu saman," segir Hafsteinn, sem einnig hefur blandað styrktaræfingum inn í spinning-tímana í Veggsport til að auka fjölbreytni. „Þetta eru mjög vinsælir tímar því þótt það sé gaman að hjóla er tilbreyting að hafa æfingar með. Hjólað er í fjörutíu mínútur áður en hópurinn færir sig inn í sal og gerir styrktaræfingar fyrir maga, rass, læri og bak og armbeygjur. Við blöndum þannig saman styrk og brennslu. Skvassið er þó alltaf vinsælast hjá okkur, en við erum stærstir í því. Fólk kemur beint inn og spilar en við lánum fólki spaða og bolta. Skvass geta allir spilað, konur og karlar, unglingar og hjón," segir Hafsteinn og vill að lokum benda á heimasíðu stöðvarinnar, www.veggsport.is, þar sem nánari upplýsingar er að finna um tíma og æfingakerfi.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira