Keppnisþörf liggur í loftinu 30. ágúst 2011 11:00 Crossfit-þjálfarar í Crossfit Iceland. Mark Johnson, Guðrún Selma Steinarsdóttir, Fanney Sigurgeirsdóttir og Steinar Þór Ólafsson kenna öll í World Class. Mynd/Bent Marinósson Eitt vinsælasta æfingaform í World Class í dag er Crossfit, sem samanstendur af mörgum greinum og er því bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Framhaldsskólatímar eru nýjung hér á landi, þeir eru í World Class í Kringlunni. Crossfit er það heitasta núna og er vonandi ekki bara tískubóla heldur komið til að vera þannig að fólk temji sér það sem lífsstíl,“ segir Steinar Þór Ólafsson, íþróttafræðinemi og þjálfari hjá Crossfit Iceland. Hann segir Crossfit ekki bara ákjósanlegt æfingaform til að byggja upp vöðva heldur til að styrkja líkamann á allan hátt. „Þetta er ekkert átaksnámskeið sem stendur í smá tíma heldur er Crossfit fyrir venjulegt fólk sem vill ástunda alhliða hreyfingu og læra rétta líkamsbeitingu. Allir geta lent í að þurfa að færa til þungan sófa í stofunni heima.“ Steinar Þór er einn þeirra sex sem þjálfa hjá Crossfit Iceland í vetur. Öll eru þau með Crossfit-þjálfararéttindi. Hin eru Guðrún Selma Steinarsdóttir, Mark Johnson, Geir Gunnar Markússon, Arndís Ágústsdóttir og Fanney Sigurgeirsdóttir. Sú síðastnefnda er kærasta Steinars. „Við erum á sömu bylgjulengd,“ segir hún brosandi. Fanney er í Lögregluskólanum og hefur verið í starfsþjálfun í sumar. Þar er mikil áhersla á líkamlegt þrek svo henni kemur vel að vera í góðu formi. „Ég var í Boot Camp og byrjaði svo í Crossfit, sem mér finnst mjög skemmtilegt,“ segir Fanney og heldur áfram. „Það er ekki kvöð að mæta í ræktina heldur er það ánægjulegur partur af deginum. Æfingarnar eru svo fjölbreyttar.“ Steinar tekur undir þetta. „Crossfit er samansett úr mörgum greinum. Þar eru fimleikar, ketilbjöllur, ólympískar lyftingar, atriði úr frjálsum íþróttum og klifur í köðlum. Svo er hlaupið, hjólað, róið og synt.“ Þau Steinar og Fanney segja mikla eftirspurn eftir Crossfit hér á landi. „Íslendingar eru mjög móttækilegir fyrir þessu formi og eftir að Annie Mist varð heimsmeistari hefur orðið sprenging í vinsældunum,“ segir Steinar. „Ég held það séu hlutfallslega fleiri hér á landi sem aðhyllast Crossfit en nokkurs staðar annars staðar. Það eru til dæmis bara örfáar stöðvar í London og samt búa milljónir þar.“ Sérstakur Crossfit-salur er í World Class-stöðinni í Kringlunni. Þar verða grunnnámskeið og framhaldsnámskeið í vetur og einnig framhaldsskólatímar sem er nýjung. „Það eru svo margir framhaldsskólar hér í kring, svo sem Verzlunarskólinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbraut í Ármúla, og það er gaman fyrir nemendur að koma hingað saman eftir skólann.“ Fanney grípur það á lofti. „Já, við viljum skapa hér jákvætt félagslegt umhverfi þar sem smá keppnisþörf liggur í loftinu en þó einkum samstaða og góður andi. Þá ætti að vera fínt fyrir unglingana að koma hér við áður en þeir fara heim.“ Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Eitt vinsælasta æfingaform í World Class í dag er Crossfit, sem samanstendur af mörgum greinum og er því bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Framhaldsskólatímar eru nýjung hér á landi, þeir eru í World Class í Kringlunni. Crossfit er það heitasta núna og er vonandi ekki bara tískubóla heldur komið til að vera þannig að fólk temji sér það sem lífsstíl,“ segir Steinar Þór Ólafsson, íþróttafræðinemi og þjálfari hjá Crossfit Iceland. Hann segir Crossfit ekki bara ákjósanlegt æfingaform til að byggja upp vöðva heldur til að styrkja líkamann á allan hátt. „Þetta er ekkert átaksnámskeið sem stendur í smá tíma heldur er Crossfit fyrir venjulegt fólk sem vill ástunda alhliða hreyfingu og læra rétta líkamsbeitingu. Allir geta lent í að þurfa að færa til þungan sófa í stofunni heima.“ Steinar Þór er einn þeirra sex sem þjálfa hjá Crossfit Iceland í vetur. Öll eru þau með Crossfit-þjálfararéttindi. Hin eru Guðrún Selma Steinarsdóttir, Mark Johnson, Geir Gunnar Markússon, Arndís Ágústsdóttir og Fanney Sigurgeirsdóttir. Sú síðastnefnda er kærasta Steinars. „Við erum á sömu bylgjulengd,“ segir hún brosandi. Fanney er í Lögregluskólanum og hefur verið í starfsþjálfun í sumar. Þar er mikil áhersla á líkamlegt þrek svo henni kemur vel að vera í góðu formi. „Ég var í Boot Camp og byrjaði svo í Crossfit, sem mér finnst mjög skemmtilegt,“ segir Fanney og heldur áfram. „Það er ekki kvöð að mæta í ræktina heldur er það ánægjulegur partur af deginum. Æfingarnar eru svo fjölbreyttar.“ Steinar tekur undir þetta. „Crossfit er samansett úr mörgum greinum. Þar eru fimleikar, ketilbjöllur, ólympískar lyftingar, atriði úr frjálsum íþróttum og klifur í köðlum. Svo er hlaupið, hjólað, róið og synt.“ Þau Steinar og Fanney segja mikla eftirspurn eftir Crossfit hér á landi. „Íslendingar eru mjög móttækilegir fyrir þessu formi og eftir að Annie Mist varð heimsmeistari hefur orðið sprenging í vinsældunum,“ segir Steinar. „Ég held það séu hlutfallslega fleiri hér á landi sem aðhyllast Crossfit en nokkurs staðar annars staðar. Það eru til dæmis bara örfáar stöðvar í London og samt búa milljónir þar.“ Sérstakur Crossfit-salur er í World Class-stöðinni í Kringlunni. Þar verða grunnnámskeið og framhaldsnámskeið í vetur og einnig framhaldsskólatímar sem er nýjung. „Það eru svo margir framhaldsskólar hér í kring, svo sem Verzlunarskólinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbraut í Ármúla, og það er gaman fyrir nemendur að koma hingað saman eftir skólann.“ Fanney grípur það á lofti. „Já, við viljum skapa hér jákvætt félagslegt umhverfi þar sem smá keppnisþörf liggur í loftinu en þó einkum samstaða og góður andi. Þá ætti að vera fínt fyrir unglingana að koma hér við áður en þeir fara heim.“
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira