Íslenska hagkerfið útskrifað af meðferðarheimilinu 27. ágúst 2011 05:30 Forsvarsmenn stjórnvalda sögðu útskrift Íslands frá AGS staðfesta að traust hefði verið endurreist á íslensku efnahagslífi. Fréttablaðið/stefán Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandifjármálakreppu. „Við stöndum á mikilvægum tímamótum í uppbyggingar- og endurreisnarferlinu frá hruni," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó í gær. Hún sagði öll helstu markmið áætlunarinnar hafa náðst og taldi upp efnahagslegan stöðugleika, aðlögun ríkisútgjalda að breyttum aðstæðum, endurreisn fjármálakerfisins og endurreisn á trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS var samþykkt 19. nóvember 2008, en þáverandi ríkisstjórn samþykkti að falast eftir aðstoð sjóðsins hinn 24. október sama ár. Samþykkt stjórnarinnar í gær opnar á síðasta hluta lánafyrirgreiðslu íslenska ríkisins hjá sjóðnum, sem jafngildir 51 milljarði króna. Áður hefur Ísland fengið lánafyrirgreiðslu að jafngildi 200 milljarða króna. Auk þess fengust lán upp á samtals um 150 milljarða króna frá Norðurlandaþjóðunum og Póllandi sem voru skilyrt í samhengi við samstarf Ísland og AGS. „Í hnotskurn snerist þessi efnahagsáætlun um að byggja upp traust. Til að gera það þarf í fyrsta lagi að reka efnahagsstefnu sem er traustsins verð en í öðru lagi skiptir miklu máli að vera með þennan hlutlæga aðila sem getur vottað það að stefnan sé á réttu róli," sagði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri um samstarfið við sjóðinn. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að endurreisnaráætlunin hefði gengið betur en nokkurn óraði fyrir og bætti við að Ísland hefði útskrifast frá AGS með láði. Síðar sagði hún það ekkert annað en kraftaverk að ná ríkisfjármálunum úr því að vera neikvæð um 200 milljarða niður í að vera sennilega jákvæð árið 2013. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók undir með Jóhönnu og sagði samstarfið við hið ágæta fólk hjá AGS hafa á flestan hátt verið árangursríkt og uppbyggilegt. Loks lagði hann áherslu á að lok samstarfsins þýddu ekki að nú kæmist los á glímuna við ríkisfjármálin. Spurður sagðist Steingrímur gera ráð fyrir að frumjöfnuður, jöfnuður tekna og gjalda að fjármagnstekjum og -gjöldum undanskildum, myndi nást þó að það gæti orðið tæpt. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að ekki hefði verið sjálfgefið að íslensku stjórnkerfi tækist að ná tökum á þeirri stöðu sem komið hefði upp haustið 2008 en það hefði tekist. Þá sagði hann áætlunina hafa gert stjórnvöldum kleift að milda höggið sem af kreppunni hefði hlotist. Loks sagði Árni Páll verkefnið nú vera að auka samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og tryggja sjálfbær ríkisfjármál til lengri tíma.magnusl@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandifjármálakreppu. „Við stöndum á mikilvægum tímamótum í uppbyggingar- og endurreisnarferlinu frá hruni," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó í gær. Hún sagði öll helstu markmið áætlunarinnar hafa náðst og taldi upp efnahagslegan stöðugleika, aðlögun ríkisútgjalda að breyttum aðstæðum, endurreisn fjármálakerfisins og endurreisn á trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS var samþykkt 19. nóvember 2008, en þáverandi ríkisstjórn samþykkti að falast eftir aðstoð sjóðsins hinn 24. október sama ár. Samþykkt stjórnarinnar í gær opnar á síðasta hluta lánafyrirgreiðslu íslenska ríkisins hjá sjóðnum, sem jafngildir 51 milljarði króna. Áður hefur Ísland fengið lánafyrirgreiðslu að jafngildi 200 milljarða króna. Auk þess fengust lán upp á samtals um 150 milljarða króna frá Norðurlandaþjóðunum og Póllandi sem voru skilyrt í samhengi við samstarf Ísland og AGS. „Í hnotskurn snerist þessi efnahagsáætlun um að byggja upp traust. Til að gera það þarf í fyrsta lagi að reka efnahagsstefnu sem er traustsins verð en í öðru lagi skiptir miklu máli að vera með þennan hlutlæga aðila sem getur vottað það að stefnan sé á réttu róli," sagði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri um samstarfið við sjóðinn. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að endurreisnaráætlunin hefði gengið betur en nokkurn óraði fyrir og bætti við að Ísland hefði útskrifast frá AGS með láði. Síðar sagði hún það ekkert annað en kraftaverk að ná ríkisfjármálunum úr því að vera neikvæð um 200 milljarða niður í að vera sennilega jákvæð árið 2013. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók undir með Jóhönnu og sagði samstarfið við hið ágæta fólk hjá AGS hafa á flestan hátt verið árangursríkt og uppbyggilegt. Loks lagði hann áherslu á að lok samstarfsins þýddu ekki að nú kæmist los á glímuna við ríkisfjármálin. Spurður sagðist Steingrímur gera ráð fyrir að frumjöfnuður, jöfnuður tekna og gjalda að fjármagnstekjum og -gjöldum undanskildum, myndi nást þó að það gæti orðið tæpt. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að ekki hefði verið sjálfgefið að íslensku stjórnkerfi tækist að ná tökum á þeirri stöðu sem komið hefði upp haustið 2008 en það hefði tekist. Þá sagði hann áætlunina hafa gert stjórnvöldum kleift að milda höggið sem af kreppunni hefði hlotist. Loks sagði Árni Páll verkefnið nú vera að auka samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og tryggja sjálfbær ríkisfjármál til lengri tíma.magnusl@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira