Sjómenn hafna frumvarpi 26. ágúst 2011 04:00 Umsagnir hagsmunaaðila um frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á kvótakerfinu hafa flestar verið neikvæðar, en af mjög mismunandi ástæðum.Fréttablaðið/GVA Fulltrúar sjómanna hafna þeim breytingum sem stjórnvöld áforma að gera á kvótakerfinu og vilja að frumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem nú bíður umfjöllunar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, verði vísað frá í heild sinni. Þetta má lesa úr umsögnum Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda til nefndarinnar. „Almennt má segja um frumvarpið að með því sé verið að taka veiðiheimildir af þeim sem hafa atvinnu af sjómennsku og flytja til þeirra sem stunda sjómennsku í frítíma sínum eða til að auka veiðiheimildir smábáta,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins. Sambandið bendir á að skip hafi nú þegar í mörgum tilvikum ekki nægar aflaheimildir til að hægt sé að gera þau út allt árið. Þetta þýði að sjómenn á þeim skipum séu atvinnulausir þegar heimildirnar klárist. „Það er óásættanlegt að sjómenn sem byggja lífsafkomu sína á sjómennsku þurfi að búa við það að kvótaaukningu sé ráðstafað til gæluverkefna stjórnvalda á meðan þeir eru atvinnulausir,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins. Þar er því einnig mótmælt að sjávarútvegsráðherra séu með frumvarpinu falin aukin völd við úthlutun fiskveiðiheimilda frá því sem nú sé. Þannig færi Alþingi vald sitt til framkvæmdarvaldsins með óeðlilegum hætti, sem sé í beinni andstöðu við þau sjónarmið sem meirihluti þjóðarinnar hafi látið í ljós í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. „Eins og ákvæðið lítur út í frumvarpinu hefur ráðherra nánast sjálfdæmi um að hygla ákveðnum útgerðarflokkum með lækkun á veiðigjaldinu án þess að þurfa að rökstyðja mál sitt sérstaklega,“ segir í umsögninni. Í stuttri umsögn Landssambands smábátaeigenda er frumvarpinu einfaldlega hafnað. Stjórn sambandsins leggur til að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd reyni að ná sátt við smábátaeigendur um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Fulltrúar sjómanna hafna þeim breytingum sem stjórnvöld áforma að gera á kvótakerfinu og vilja að frumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem nú bíður umfjöllunar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, verði vísað frá í heild sinni. Þetta má lesa úr umsögnum Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda til nefndarinnar. „Almennt má segja um frumvarpið að með því sé verið að taka veiðiheimildir af þeim sem hafa atvinnu af sjómennsku og flytja til þeirra sem stunda sjómennsku í frítíma sínum eða til að auka veiðiheimildir smábáta,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins. Sambandið bendir á að skip hafi nú þegar í mörgum tilvikum ekki nægar aflaheimildir til að hægt sé að gera þau út allt árið. Þetta þýði að sjómenn á þeim skipum séu atvinnulausir þegar heimildirnar klárist. „Það er óásættanlegt að sjómenn sem byggja lífsafkomu sína á sjómennsku þurfi að búa við það að kvótaaukningu sé ráðstafað til gæluverkefna stjórnvalda á meðan þeir eru atvinnulausir,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins. Þar er því einnig mótmælt að sjávarútvegsráðherra séu með frumvarpinu falin aukin völd við úthlutun fiskveiðiheimilda frá því sem nú sé. Þannig færi Alþingi vald sitt til framkvæmdarvaldsins með óeðlilegum hætti, sem sé í beinni andstöðu við þau sjónarmið sem meirihluti þjóðarinnar hafi látið í ljós í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. „Eins og ákvæðið lítur út í frumvarpinu hefur ráðherra nánast sjálfdæmi um að hygla ákveðnum útgerðarflokkum með lækkun á veiðigjaldinu án þess að þurfa að rökstyðja mál sitt sérstaklega,“ segir í umsögninni. Í stuttri umsögn Landssambands smábátaeigenda er frumvarpinu einfaldlega hafnað. Stjórn sambandsins leggur til að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd reyni að ná sátt við smábátaeigendur um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira