Endurskoða þarf hvata og gatnakerfi 26. ágúst 2011 02:00 sverrir viðar hauksson Sverrir Viðar segir að innan Grænu orkunnar sé unnið að nánum tímasetningum á því hvernig markmið ríkisstjórnarinnar um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa náist. Í því ljósi sé mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða; vera ekki alltaf að finna upp hjólið. „Í Noregi er komið eitt stærsta rafbílasamfélag í heiminum, þar eru komnir upp undir fjögur þúsund rafbílar. Þeir eru eiginlega allir á Óslóarsvæðinu og flestir í úthverfunum sem annar bíll heimilisins. Norðmenn hafa fellt niður öll gjöld af rafbílum, þannig að þeir nálgast bensínbíla í innkaupaverði, og boðið er upp á fría hleðslu.“ Sverrir segir að stóri hvatinn varðandi rafmagnsbílana liggi þó í gatnakerfinu. „Rafbílar mega nýta sér akreinar sem eru sérstaklega fyrir strætisvagna. Ég ræddi við mann í Ósló sem býr í úthverfi. Ef hann keyrir á bensínbíl er hann einn klukkutíma og korter á leiðinni heim úr vinnunni. Sé hann á rafmagnsbílnum tekur sama ferð korter. Þarna er hvatinn.“ Sverrir bendir á að að þessu þurfi að huga í skipulagi gatnakerfa. Fækka þurfi umferðarljósum og leggja fleiri mislæg gatnamót og slaufur. Það spari beinharða peninga, þar sem það kosti nokkur þúsund á mánuði fyrir lítinn fólksbíl að standa stopp á rauðu ljósi í daglegri umferð. „Reyndar er kominn búnaður í bíla sem stöðvar vélina á ljósum, svokallaður „stop and go“ búnaður. Þessu fylgir hins vegar ákveðið flækjustig, en stjórnvöld geta leyst úr því með því að fella niður skatta á ákveðna aukahluti sem gera bíla vistvænni.“ Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Sverrir Viðar segir að innan Grænu orkunnar sé unnið að nánum tímasetningum á því hvernig markmið ríkisstjórnarinnar um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa náist. Í því ljósi sé mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða; vera ekki alltaf að finna upp hjólið. „Í Noregi er komið eitt stærsta rafbílasamfélag í heiminum, þar eru komnir upp undir fjögur þúsund rafbílar. Þeir eru eiginlega allir á Óslóarsvæðinu og flestir í úthverfunum sem annar bíll heimilisins. Norðmenn hafa fellt niður öll gjöld af rafbílum, þannig að þeir nálgast bensínbíla í innkaupaverði, og boðið er upp á fría hleðslu.“ Sverrir segir að stóri hvatinn varðandi rafmagnsbílana liggi þó í gatnakerfinu. „Rafbílar mega nýta sér akreinar sem eru sérstaklega fyrir strætisvagna. Ég ræddi við mann í Ósló sem býr í úthverfi. Ef hann keyrir á bensínbíl er hann einn klukkutíma og korter á leiðinni heim úr vinnunni. Sé hann á rafmagnsbílnum tekur sama ferð korter. Þarna er hvatinn.“ Sverrir bendir á að að þessu þurfi að huga í skipulagi gatnakerfa. Fækka þurfi umferðarljósum og leggja fleiri mislæg gatnamót og slaufur. Það spari beinharða peninga, þar sem það kosti nokkur þúsund á mánuði fyrir lítinn fólksbíl að standa stopp á rauðu ljósi í daglegri umferð. „Reyndar er kominn búnaður í bíla sem stöðvar vélina á ljósum, svokallaður „stop and go“ búnaður. Þessu fylgir hins vegar ákveðið flækjustig, en stjórnvöld geta leyst úr því með því að fella niður skatta á ákveðna aukahluti sem gera bíla vistvænni.“
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira