Hægari framvinda við hagræðinguna 25. ágúst 2011 04:45 Hægt gengur að ná fram kröfum um hagræðingu innan borgarkerfisins og sumir efast um að það takist að uppfylla kröfurnar á þessu ári. Sex mánaða uppgjör borgarinnar verður lagt fram í borgarráði í dag. Trúnaður hefur ríkt um tölur uppgjörsins og er það að kröfu Kauphallarinnar. Enn er óvíst hvort uppgjörið verður gert opinbert í dag, en það er borgarráðs að ákveða það. Meðal þeirra sviða þar sem illa gengur að ná fram hagræðingu er íþrótta- og tómstundasvið. Ómar Einarsson sviðstjóri staðfestir það, en vísar að öðru leyti í sex mánaða uppgjörið. Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík, segir að innleiðing nýs skipulags gangi ágætlega hjá menntasviði. „Auðvitað eru menn á fullu að berjast í því að ná fram þeirri fjárhagsáætlun sem lögð var fram. Ég vona að við náum því." Upphaflega var gerð krafa um 4,2 prósenta hagræðingu á menntasviði. Veitt var 200 milljóna króna aukafjárveiting til grunnskóla og krafan því lækkuð niður í þrjú prósent, eða um 550 milljónir króna. Borgaryfirvöld lögðu fram áætlun um sameiningu skóla og leikskóla og átti hún að skila hagræðingu á þessu ári. Heimildir blaðsins herma að ekki náist að uppfylla þær væntingar og óvíst sé að hún skili nokkru á árinu. Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, segir of snemmt að spá fyrir um afdrif hagræðingarkrafna. Nýr kjarasamningur hafi áhrif og menn séu enn í lausu lofti. Hann vonast til að áætlun liggi fyrir áður en skólastarf hefst á mánudag. Umræðan um sex mánaða uppgjörið hefur verið bundin trúnaði, þar sem borgin á skuldabréf í Kauphöllinni. Þykir mörgum kjörnum fulltrúum óeðlilegt að Reykjavíkurborg lúti sömu lögmálum og hvert annað fyrirtæki í Kauphöllinni. Það hamli pólitískri umræðu um stjórnun borgarinnar. - kóp Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Hægt gengur að ná fram kröfum um hagræðingu innan borgarkerfisins og sumir efast um að það takist að uppfylla kröfurnar á þessu ári. Sex mánaða uppgjör borgarinnar verður lagt fram í borgarráði í dag. Trúnaður hefur ríkt um tölur uppgjörsins og er það að kröfu Kauphallarinnar. Enn er óvíst hvort uppgjörið verður gert opinbert í dag, en það er borgarráðs að ákveða það. Meðal þeirra sviða þar sem illa gengur að ná fram hagræðingu er íþrótta- og tómstundasvið. Ómar Einarsson sviðstjóri staðfestir það, en vísar að öðru leyti í sex mánaða uppgjörið. Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík, segir að innleiðing nýs skipulags gangi ágætlega hjá menntasviði. „Auðvitað eru menn á fullu að berjast í því að ná fram þeirri fjárhagsáætlun sem lögð var fram. Ég vona að við náum því." Upphaflega var gerð krafa um 4,2 prósenta hagræðingu á menntasviði. Veitt var 200 milljóna króna aukafjárveiting til grunnskóla og krafan því lækkuð niður í þrjú prósent, eða um 550 milljónir króna. Borgaryfirvöld lögðu fram áætlun um sameiningu skóla og leikskóla og átti hún að skila hagræðingu á þessu ári. Heimildir blaðsins herma að ekki náist að uppfylla þær væntingar og óvíst sé að hún skili nokkru á árinu. Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, segir of snemmt að spá fyrir um afdrif hagræðingarkrafna. Nýr kjarasamningur hafi áhrif og menn séu enn í lausu lofti. Hann vonast til að áætlun liggi fyrir áður en skólastarf hefst á mánudag. Umræðan um sex mánaða uppgjörið hefur verið bundin trúnaði, þar sem borgin á skuldabréf í Kauphöllinni. Þykir mörgum kjörnum fulltrúum óeðlilegt að Reykjavíkurborg lúti sömu lögmálum og hvert annað fyrirtæki í Kauphöllinni. Það hamli pólitískri umræðu um stjórnun borgarinnar. - kóp
Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira