Gagnrýnir kaup á eignum Ísaksskóla 25. ágúst 2011 06:00 ísaksskóli Borgin hefur keypt húseignir Ísaksskóla á 184 milljónir króna. Skólinn hefur síðan forkaupsrétt á eignunum.fréttablaðið/vilhelm sóley tómasdóttir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir kaup Reykjavíkurborgar á eignum Ísaksskóla. Borgarráð samþykkti kaupin í síðustu viku, en kaupverðið nemur 184 milljónum króna. „Mér finnst þetta sérkennilegt eftir allt það sem á undan er gengið í menntamálum hjá Reykjavíkurborg. Það er búið að setja allt skólastarf í uppnám, leik- og grunnskóla sem og frístundastarf,“ segir Sóley, og vísar þar til hagræðingar og sameiningar í skólakerfinu. Samkvæmt tillögu um sameiningu skóla á hún að skila 150 milljónum króna ein og sér, sem felst aðallega í minni kostnaði við laun og stjórnun. Tillögurnar allar gera ráð fyrir 15 milljóna sparnaði á þessu ári, en hann mun nema nokkur hundruð milljónum, samkvæmt tillögunum, þegar fram í sækir. Sóley segir að í ljósi þessa sé ráðstöfunin gagnvart Ísaksskóla sérkennileg. „Mér finnst skjóta skökku við að borgin skuli eiga 184 milljónir til að kaupa einkaskóla.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir stöðu Ísaksskóla hafa verið mjög þrönga og skólastarf hafi stefnt í uppnám. Í stað þess að auka fjárframlög hafi verið brugðið á það ráð að borgin keypti fasteignina, en skólinn hefði forkaupsrétt að henni. Hann segir ekki rétt að horfa til sparnaðarins hvað varðar samhengi í upphæðum. „Samhengið er frekar það að hver nýr skóli kostar 1,5 til tvo milljarða króna. Greiðslan fyrir Ísaksskóla er svipuð og ársleiga slíkra skóla. Þetta er því ekki hátt kaupverð.“ Hann segir hagsmunum borgarinnar gagnvart börnunum í skólanum tryggða með þessari ráðstöfun og hagsmunum skólans einnig. Með gjörningnum náist að losa skólann við mjög óhagstætt bankalán. Tekið hafi verið til í rekstri skólans og honum hafi verið komið á traustan grunn. Sjálfstæðisflokkurinn studdi kaupin og Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokksins, segir að nauðsynlegt hafi verið að tryggja eðlilegt skólahald. Betri leið hafi verið að kaupa eignirnar en að setja aukið fé í reksturinn. „Þetta er tímabundið framlag og borgin fær leigutekjur af eignunum. Skólanum gefst síðan kostur á að kaupa þær aftur. Þetta tryggir áframhaldandi skólarekstur og hagsmuni barnanna.“ kolbeinn@frettabladid.isdagur b. eggertssonhanna birna kristjánsdóttir Fréttir Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
sóley tómasdóttir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir kaup Reykjavíkurborgar á eignum Ísaksskóla. Borgarráð samþykkti kaupin í síðustu viku, en kaupverðið nemur 184 milljónum króna. „Mér finnst þetta sérkennilegt eftir allt það sem á undan er gengið í menntamálum hjá Reykjavíkurborg. Það er búið að setja allt skólastarf í uppnám, leik- og grunnskóla sem og frístundastarf,“ segir Sóley, og vísar þar til hagræðingar og sameiningar í skólakerfinu. Samkvæmt tillögu um sameiningu skóla á hún að skila 150 milljónum króna ein og sér, sem felst aðallega í minni kostnaði við laun og stjórnun. Tillögurnar allar gera ráð fyrir 15 milljóna sparnaði á þessu ári, en hann mun nema nokkur hundruð milljónum, samkvæmt tillögunum, þegar fram í sækir. Sóley segir að í ljósi þessa sé ráðstöfunin gagnvart Ísaksskóla sérkennileg. „Mér finnst skjóta skökku við að borgin skuli eiga 184 milljónir til að kaupa einkaskóla.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir stöðu Ísaksskóla hafa verið mjög þrönga og skólastarf hafi stefnt í uppnám. Í stað þess að auka fjárframlög hafi verið brugðið á það ráð að borgin keypti fasteignina, en skólinn hefði forkaupsrétt að henni. Hann segir ekki rétt að horfa til sparnaðarins hvað varðar samhengi í upphæðum. „Samhengið er frekar það að hver nýr skóli kostar 1,5 til tvo milljarða króna. Greiðslan fyrir Ísaksskóla er svipuð og ársleiga slíkra skóla. Þetta er því ekki hátt kaupverð.“ Hann segir hagsmunum borgarinnar gagnvart börnunum í skólanum tryggða með þessari ráðstöfun og hagsmunum skólans einnig. Með gjörningnum náist að losa skólann við mjög óhagstætt bankalán. Tekið hafi verið til í rekstri skólans og honum hafi verið komið á traustan grunn. Sjálfstæðisflokkurinn studdi kaupin og Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokksins, segir að nauðsynlegt hafi verið að tryggja eðlilegt skólahald. Betri leið hafi verið að kaupa eignirnar en að setja aukið fé í reksturinn. „Þetta er tímabundið framlag og borgin fær leigutekjur af eignunum. Skólanum gefst síðan kostur á að kaupa þær aftur. Þetta tryggir áframhaldandi skólarekstur og hagsmuni barnanna.“ kolbeinn@frettabladid.isdagur b. eggertssonhanna birna kristjánsdóttir
Fréttir Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira