Ekki sammála heimsendaspám 25. ágúst 2011 03:00 Lilja Rafney Magnúsdóttir „Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. „Það er verið að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækja með því að bjóða upp á langtímasamninga um nýtingu auðlindarinnar,“ segir Lilja. Eins og kerfið virki í dag geti sjávarútvegsfyrirtækin ekki verið viss um að fá heimildir lengra en eitt fiskveiðiár fram í tímann. „Hvernig menn færa þetta í bókhaldinu breytir ekki öllu heldur raunverulegur rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna og raunveruleg greiðslugeta miðað við innkomu,“ segir Lilja. Í umsögn Landsbankans kemur fram að aflaheimildir séu í raun undirstaðan undir veðum sjávarútvegsfyrirtækja, þó óbeint sé. „Það er bannað með lögum að veðsetja aflaheimildir, svo fjármálafyrirtækin í landinu hafa verið á mjög gráu svæði. Það verður að horfast í augu við hversu glæfralega var farið í fjárfestingum og við yfirveðsetningu sjávarútvegsfyrirtækja. Þó engu verði breytt í fiskveiðistjórnunarkerfinu verður að afskrifa þar sem ekki var innistæða fyrir því sem lánað var fyrir,“ segir Lilja. Hún segir fráleitt að gengið sé gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar með því að innkalla aflaheimildir. Lögum samkvæmt sé auðlindin í eigu þjóðarinnar. „Það væri grafalvarlegur hlutur ef auðlindin teldist einkaeign þeirra sem hafa haft afnotaréttinn af aflaheimildunum frá ári til árs.“ Fréttir Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
„Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar. „Það er verið að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækja með því að bjóða upp á langtímasamninga um nýtingu auðlindarinnar,“ segir Lilja. Eins og kerfið virki í dag geti sjávarútvegsfyrirtækin ekki verið viss um að fá heimildir lengra en eitt fiskveiðiár fram í tímann. „Hvernig menn færa þetta í bókhaldinu breytir ekki öllu heldur raunverulegur rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna og raunveruleg greiðslugeta miðað við innkomu,“ segir Lilja. Í umsögn Landsbankans kemur fram að aflaheimildir séu í raun undirstaðan undir veðum sjávarútvegsfyrirtækja, þó óbeint sé. „Það er bannað með lögum að veðsetja aflaheimildir, svo fjármálafyrirtækin í landinu hafa verið á mjög gráu svæði. Það verður að horfast í augu við hversu glæfralega var farið í fjárfestingum og við yfirveðsetningu sjávarútvegsfyrirtækja. Þó engu verði breytt í fiskveiðistjórnunarkerfinu verður að afskrifa þar sem ekki var innistæða fyrir því sem lánað var fyrir,“ segir Lilja. Hún segir fráleitt að gengið sé gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar með því að innkalla aflaheimildir. Lögum samkvæmt sé auðlindin í eigu þjóðarinnar. „Það væri grafalvarlegur hlutur ef auðlindin teldist einkaeign þeirra sem hafa haft afnotaréttinn af aflaheimildunum frá ári til árs.“
Fréttir Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira