Íslensk auglýsing komin í úrslit 25. ágúst 2011 05:15 Please Don‘t treat us like trash Auglýsing Elsu Nielsen hjá Ennemm er komin í úrslit í auglýsingakeppni SÞ.mynd/SÞ Íslensk auglýsing er í hópi þrjátíu sem valdar hafa verið í úrslit í auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna í Evrópu um bestu auglýsinguna gegn ofbeldi gegn konum. Alls bárust rúmlega tvö þúsund og sjö hundruð auglýsingar frá 40 löndum. Höfundur íslensku auglýsingarinnar er Elsa Nielsen, grafískur hönnuður á Ennemm auglýsingastofunni. Í tilkynningu frá Árna Snævarr, upplýsingafulltrúa Sameinuðu þjóðanna og einum af stjórnendum keppninnar, kemur fram að dómnefnd, undir forystu auglýsingamannsins Jacques Séguela, sem er einn af þekktustu auglýsingamönnum Frakklands, velur sigurvegara úr hópi þrjátíu efstu auglýsinganna sem eru frá fimmtán löndum og verða úrslit tilkynnt í október. „Það er auðvitað sérstaklega ánægjulegt fyrir mig sem Íslending sem vinn fyrir Sameinuðu þjóðirnar, hve löndum mínum gengur vel, en ég held að þetta sýni fyrst og fremst styrk grafískrar hönnunar á Íslandi og hve mjög málefnið brennur á Íslendingum,“ segir Árni Snævarr. Stefán Einarsson, hönnunarstjóri Hvíta hússins, sigraði í sömu keppni Sameinuðu þjóðanna í Evrópu í fyrra en þá var þemað baráttan gegn fátækt í heiminum. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel stendur fyrir keppninni ásamt UN Women og meðal annars með stuðningi Fréttablaðsins og Vísis.is. - sv Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Íslensk auglýsing er í hópi þrjátíu sem valdar hafa verið í úrslit í auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna í Evrópu um bestu auglýsinguna gegn ofbeldi gegn konum. Alls bárust rúmlega tvö þúsund og sjö hundruð auglýsingar frá 40 löndum. Höfundur íslensku auglýsingarinnar er Elsa Nielsen, grafískur hönnuður á Ennemm auglýsingastofunni. Í tilkynningu frá Árna Snævarr, upplýsingafulltrúa Sameinuðu þjóðanna og einum af stjórnendum keppninnar, kemur fram að dómnefnd, undir forystu auglýsingamannsins Jacques Séguela, sem er einn af þekktustu auglýsingamönnum Frakklands, velur sigurvegara úr hópi þrjátíu efstu auglýsinganna sem eru frá fimmtán löndum og verða úrslit tilkynnt í október. „Það er auðvitað sérstaklega ánægjulegt fyrir mig sem Íslending sem vinn fyrir Sameinuðu þjóðirnar, hve löndum mínum gengur vel, en ég held að þetta sýni fyrst og fremst styrk grafískrar hönnunar á Íslandi og hve mjög málefnið brennur á Íslendingum,“ segir Árni Snævarr. Stefán Einarsson, hönnunarstjóri Hvíta hússins, sigraði í sömu keppni Sameinuðu þjóðanna í Evrópu í fyrra en þá var þemað baráttan gegn fátækt í heiminum. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel stendur fyrir keppninni ásamt UN Women og meðal annars með stuðningi Fréttablaðsins og Vísis.is. - sv
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira