Körfuboltastrákur á krossgötum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Arnar segir að tilfinningarnar hafi borið hann ofurliði þegar hann kom í mark í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. fréttablaðið/daníel Arnar Pétursson bar sigur úr býtum í Reykjavíkurmaraþoninu þegar hann kom í mark á tæpum tveimur klukkustundum og 45 mínútum. Árangurinn er sérlega glæsilegur í ljósi þess að Arnar er ekki nema tvítugur og æfði sérstaklega fyrir hlaupið í einungis tvo mánuði. Hann er fyrst og fremst körfuboltamaður en hann spilar sem leikstjórnandi með Breiðabliki í 1. deildinni. Hann ákvað samt að láta slag standa og hlaupa til sigurs í Reykjavíkurmaraþoninu – með þessum góða árangri. „Ég var himinlifandi. Þetta var óvænt en líka léttir að hafa klárað hlaupið,“ segir Arnar. „Þetta er ólíkt því sem maður þekkir úr körfuboltanum, nú var ég að einbeita mér að einum degi og einu hlaupi. Þegar það er búið og ég sá að þetta gekk allt upp fylgdi því ótrúlega mikil gleðitilfinning.“ Arnar átti erfitt með þessar tilfinningar. „Já, það má segja að þær hafi borið mig ofurliði,“ segir hann í léttum dúr. „Það var ótrúlega skemmtilegt að fá að upplifa það.“ Alltaf í góðu formiArnar hefur fyrst og fremst stundað boltaíþróttir, körfubolta og fótbolta. Hann spilar enn körfubolta með Breiðabliki og mun áfram gera í vetur. Hann hefur einnig sterk tengsl í körfuna þar sem faðir hans, Pétur Hrafn Sigurðsson, var framkvæmdastjóri KKÍ til margra ára. Hann segir þó að það hafi ekki verið mjög erfitt að skipta yfir í langhlaupin. „Ég hef alltaf verið í góðu formi frá náttúrunnar hendi og alltaf átt auðvelt með að hlaupa hratt og lengi. Það var svo fyrir tveimur árum að ég sagði að ég myndi hlaupa maraþon um leið og ég næði aldri,“ segir Arnar en aðeins átján ára og eldri mega hlaupa fullt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég gerði svo það, bara til að hlaupa maraþon. Það gekk ótrúlega vel og ég náði að vera í öðru sæti af íslensku keppendunum en fyrirfram vissi ég ekkert á hvaða tíma ég myndi hlaupa.“ Foreldrarnir í kapphlaupiFaðir hans, Pétur Hrafn, hafði áður hlaupið maraþon og giskaði á að Arnar myndi hlaupa á þremur og hálfum tíma í þessari frumraun sinni. Raunin varð að Arnar kom í mark á tveimur klukkustundum og 55 mínútum og voru foreldrarnir næstum búnir að missa af því þegar hann kom í mark. „Þau ákváðu að ná mér úti á Seltjarnarnesi og fylgja mér í mark. En það endaði með því að þau þurftu að koma sér í flýti niður í bæ til að sjá mig koma í mark,“ rifjar hann upp. Eftir þetta fékk Arnar ábendingar um að hann gæti náð langt í greininni. Og fyrir maraþonið í ár ákvað hann að æfa sérstaklega fyrir hlaupið í tvo mánuði. Miðað við þann stutta undirbúning er ekki erfitt að sjá fyrir sér að Arnar gæti náð enn lengra ef hann helgar sig langhlaupum. En hann segir að körfuboltinn taki nú aftur við á haustmánuðunum. „Ég mun pottþétt spila með Breiðabliki í vetur. En ég mun taka hlaupin samhliða og leggja minni áherslu á miklar lyftingar í körfunni. Það hentar langhlaupara ekki vel að vera með stóra og mikla vöðvauppbyggingu.“ Mikið svigrúm fyrir betri árangurHann neitar því ekki að hann sér mikla möguleika á að ná góðum árangri í hlaupunum og þarf því eflaust að ákveða hvort hann ætli að leggja þau algjörlega fyrir sig. „Ég tel að ég hafi mjög mikið svigrúm til að bæta mig og er bæði gott og hvetjandi að hugsa til þess. Þegar ég byrjaði að æfa í vor fyrir hlaupið var það bara til að sjá hvað ég gæti ef ég myndi leggja aðeins á mig,“ segir hann og vill ekki útiloka að keppa á Ólympíuleikum. Ólympíuleikarnir heillaLágmarkið fyrir Ólympíuleikana er tvær klukkustundir og fimmtán mínútur. Arnar þyrfti því að bæta sig um hálftíma til að eiga möguleika á því að komast þangað en segir það vissulega heillandi tilhugsun. „Ég hef fulla trú á að ég geti staðið mig mjög vel í þessari grein. Ég vona að það sé raunhæft markmið fyrir mig að komast á Ólympíuleika enda kemur ekkert annað til greina en að stefna sem hæst ef ég myndi leggja þetta algerlega fyrir mig.“ Hann stendur því frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort hann eigi að taka skrefið til fulls. „Það er einmitt það sem ég er að velta fyrir mér á hverjum degi. Ég hef fundið fyrir mikilli hvatningu og finnst það skemmtilegt. En ég geti ekki alveg snúið baki við körfunni og strákunum í liðinu eins og er – ekki enn að minnsta kosti.“ Innlendar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Arnar Pétursson bar sigur úr býtum í Reykjavíkurmaraþoninu þegar hann kom í mark á tæpum tveimur klukkustundum og 45 mínútum. Árangurinn er sérlega glæsilegur í ljósi þess að Arnar er ekki nema tvítugur og æfði sérstaklega fyrir hlaupið í einungis tvo mánuði. Hann er fyrst og fremst körfuboltamaður en hann spilar sem leikstjórnandi með Breiðabliki í 1. deildinni. Hann ákvað samt að láta slag standa og hlaupa til sigurs í Reykjavíkurmaraþoninu – með þessum góða árangri. „Ég var himinlifandi. Þetta var óvænt en líka léttir að hafa klárað hlaupið,“ segir Arnar. „Þetta er ólíkt því sem maður þekkir úr körfuboltanum, nú var ég að einbeita mér að einum degi og einu hlaupi. Þegar það er búið og ég sá að þetta gekk allt upp fylgdi því ótrúlega mikil gleðitilfinning.“ Arnar átti erfitt með þessar tilfinningar. „Já, það má segja að þær hafi borið mig ofurliði,“ segir hann í léttum dúr. „Það var ótrúlega skemmtilegt að fá að upplifa það.“ Alltaf í góðu formiArnar hefur fyrst og fremst stundað boltaíþróttir, körfubolta og fótbolta. Hann spilar enn körfubolta með Breiðabliki og mun áfram gera í vetur. Hann hefur einnig sterk tengsl í körfuna þar sem faðir hans, Pétur Hrafn Sigurðsson, var framkvæmdastjóri KKÍ til margra ára. Hann segir þó að það hafi ekki verið mjög erfitt að skipta yfir í langhlaupin. „Ég hef alltaf verið í góðu formi frá náttúrunnar hendi og alltaf átt auðvelt með að hlaupa hratt og lengi. Það var svo fyrir tveimur árum að ég sagði að ég myndi hlaupa maraþon um leið og ég næði aldri,“ segir Arnar en aðeins átján ára og eldri mega hlaupa fullt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég gerði svo það, bara til að hlaupa maraþon. Það gekk ótrúlega vel og ég náði að vera í öðru sæti af íslensku keppendunum en fyrirfram vissi ég ekkert á hvaða tíma ég myndi hlaupa.“ Foreldrarnir í kapphlaupiFaðir hans, Pétur Hrafn, hafði áður hlaupið maraþon og giskaði á að Arnar myndi hlaupa á þremur og hálfum tíma í þessari frumraun sinni. Raunin varð að Arnar kom í mark á tveimur klukkustundum og 55 mínútum og voru foreldrarnir næstum búnir að missa af því þegar hann kom í mark. „Þau ákváðu að ná mér úti á Seltjarnarnesi og fylgja mér í mark. En það endaði með því að þau þurftu að koma sér í flýti niður í bæ til að sjá mig koma í mark,“ rifjar hann upp. Eftir þetta fékk Arnar ábendingar um að hann gæti náð langt í greininni. Og fyrir maraþonið í ár ákvað hann að æfa sérstaklega fyrir hlaupið í tvo mánuði. Miðað við þann stutta undirbúning er ekki erfitt að sjá fyrir sér að Arnar gæti náð enn lengra ef hann helgar sig langhlaupum. En hann segir að körfuboltinn taki nú aftur við á haustmánuðunum. „Ég mun pottþétt spila með Breiðabliki í vetur. En ég mun taka hlaupin samhliða og leggja minni áherslu á miklar lyftingar í körfunni. Það hentar langhlaupara ekki vel að vera með stóra og mikla vöðvauppbyggingu.“ Mikið svigrúm fyrir betri árangurHann neitar því ekki að hann sér mikla möguleika á að ná góðum árangri í hlaupunum og þarf því eflaust að ákveða hvort hann ætli að leggja þau algjörlega fyrir sig. „Ég tel að ég hafi mjög mikið svigrúm til að bæta mig og er bæði gott og hvetjandi að hugsa til þess. Þegar ég byrjaði að æfa í vor fyrir hlaupið var það bara til að sjá hvað ég gæti ef ég myndi leggja aðeins á mig,“ segir hann og vill ekki útiloka að keppa á Ólympíuleikum. Ólympíuleikarnir heillaLágmarkið fyrir Ólympíuleikana er tvær klukkustundir og fimmtán mínútur. Arnar þyrfti því að bæta sig um hálftíma til að eiga möguleika á því að komast þangað en segir það vissulega heillandi tilhugsun. „Ég hef fulla trú á að ég geti staðið mig mjög vel í þessari grein. Ég vona að það sé raunhæft markmið fyrir mig að komast á Ólympíuleika enda kemur ekkert annað til greina en að stefna sem hæst ef ég myndi leggja þetta algerlega fyrir mig.“ Hann stendur því frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort hann eigi að taka skrefið til fulls. „Það er einmitt það sem ég er að velta fyrir mér á hverjum degi. Ég hef fundið fyrir mikilli hvatningu og finnst það skemmtilegt. En ég geti ekki alveg snúið baki við körfunni og strákunum í liðinu eins og er – ekki enn að minnsta kosti.“
Innlendar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira