
Stöðvar World Class verða því áfram níu talsins á höfuðborgarsvæðinu.
„Við lokuðum í Orkuveitunni á föstudag og erum búin að flytja tæki þaðan í HR,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.
Nú er verið að mála, setja upp spegla og vinna að öðrum undirbúningi. Björn segir áætlað að opna í Nauthólsvíkinni helgina 3.-4. september.
Tækjasalur stöðvarinnar verður 200 fermetrar. „Þetta er ekki stór stöð en vonandi getum við stækkað hana í framtíðinni.“ Stöðin verður öllum opin þó hún sé staðsett í Háskólanum í Reykjavík.
Nemendur í skólanum munu þó hafa aðgang að stöðinni allan sólarhringinn þar sem þeir hafa aðgangskort að húsinu. „Þetta verður góð þjónusta við þá.“
- þeb