Endanleg ákvörðun eftir áralangt þjark 24. ágúst 2011 06:00 hólmsheiði Ríkið á lóð á Hólmsheiði þar sem ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að nýtt fangelsi verði byggt. „Loksins nú, eftir margra ára og áratuga biðstöðu og þjark, liggur fyrir endanleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að reisa nýtt fangelsi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að tillögu innanríkisráðherra að hefja byggingu nýs gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsis á Hólmsheiði. Stefnt er að verklokum innan þriggja ára. Kostnaðaráætlun nemur um 2,1 milljarði króna. Um verður að ræða gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsi fyrir 56 fanga. Fyrsta skref í verkáætlun er að efna til hönnunarsamkeppni um verkefnið og er með því komið til móts við óskir arkitekta í því efni. „Arkitektar hafa rökstutt sínar kröfur á mjög sannfærandi hátt að æskilegt sé að fram fari hönnunarsamkeppni, þar sem talið er að fleiri arkitektastofur geti leitað eftir verkinu heldur en yrði ef alútboð tæki til þess þáttar líka,“ segir ráðherra. Hann kveðst hafa varið alútboðsleiðina, en kaupi þau rök að í alútboðum, þar sem teiknivinnan sé líka inni er sú hætta fyrir hendi að smærri stofur séu í mun þrengri aðstöðu til að taka þátt, heldur en ef um hönnunarsamkeppni sé að ræða. „Ég er því mjög ánægður með að geta orðið við þeirra óskum hvað þetta snertir,“ bætir Ögmundur við. Ráðuneytið mun skipa dómnefnd sem leggur lokahönd á samkeppnislýsingu hönnunarinnar. Eftir það verður gefinn tiltekinn skilafrestur og í framhaldi af því skilar dómnefnd niðurstöðum og er kostnaður við þennan verkþátt áætlaður 25 til 30 milljónir króna. Síðan verður samið við verðlaunahafa um að teikna fangelsið. Þegar grunnteikningar liggja fyrir verður verkið boðið út og er stefnt að því að framkvæmdir geti hafist síðari hluta ársins 2012. Spurður um hvort ákvörðun hafi verið tekin á ríkisstjórnarfundinum um hvort fangelsið verði reist í opinberri framkvæmd eða einkaframkvæmd segir Ögmundur svo ekki vera. „Ríkisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um formið á útboði sem farið verður í þegar hönnun fangelsisins er lokið. En stóra málið er að verkið er komið af stað, sem er afar ánægjulegt.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
„Loksins nú, eftir margra ára og áratuga biðstöðu og þjark, liggur fyrir endanleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að reisa nýtt fangelsi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að tillögu innanríkisráðherra að hefja byggingu nýs gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsis á Hólmsheiði. Stefnt er að verklokum innan þriggja ára. Kostnaðaráætlun nemur um 2,1 milljarði króna. Um verður að ræða gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsi fyrir 56 fanga. Fyrsta skref í verkáætlun er að efna til hönnunarsamkeppni um verkefnið og er með því komið til móts við óskir arkitekta í því efni. „Arkitektar hafa rökstutt sínar kröfur á mjög sannfærandi hátt að æskilegt sé að fram fari hönnunarsamkeppni, þar sem talið er að fleiri arkitektastofur geti leitað eftir verkinu heldur en yrði ef alútboð tæki til þess þáttar líka,“ segir ráðherra. Hann kveðst hafa varið alútboðsleiðina, en kaupi þau rök að í alútboðum, þar sem teiknivinnan sé líka inni er sú hætta fyrir hendi að smærri stofur séu í mun þrengri aðstöðu til að taka þátt, heldur en ef um hönnunarsamkeppni sé að ræða. „Ég er því mjög ánægður með að geta orðið við þeirra óskum hvað þetta snertir,“ bætir Ögmundur við. Ráðuneytið mun skipa dómnefnd sem leggur lokahönd á samkeppnislýsingu hönnunarinnar. Eftir það verður gefinn tiltekinn skilafrestur og í framhaldi af því skilar dómnefnd niðurstöðum og er kostnaður við þennan verkþátt áætlaður 25 til 30 milljónir króna. Síðan verður samið við verðlaunahafa um að teikna fangelsið. Þegar grunnteikningar liggja fyrir verður verkið boðið út og er stefnt að því að framkvæmdir geti hafist síðari hluta ársins 2012. Spurður um hvort ákvörðun hafi verið tekin á ríkisstjórnarfundinum um hvort fangelsið verði reist í opinberri framkvæmd eða einkaframkvæmd segir Ögmundur svo ekki vera. „Ríkisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um formið á útboði sem farið verður í þegar hönnun fangelsisins er lokið. En stóra málið er að verkið er komið af stað, sem er afar ánægjulegt.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira