Endanleg ákvörðun eftir áralangt þjark 24. ágúst 2011 06:00 hólmsheiði Ríkið á lóð á Hólmsheiði þar sem ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að nýtt fangelsi verði byggt. „Loksins nú, eftir margra ára og áratuga biðstöðu og þjark, liggur fyrir endanleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að reisa nýtt fangelsi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að tillögu innanríkisráðherra að hefja byggingu nýs gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsis á Hólmsheiði. Stefnt er að verklokum innan þriggja ára. Kostnaðaráætlun nemur um 2,1 milljarði króna. Um verður að ræða gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsi fyrir 56 fanga. Fyrsta skref í verkáætlun er að efna til hönnunarsamkeppni um verkefnið og er með því komið til móts við óskir arkitekta í því efni. „Arkitektar hafa rökstutt sínar kröfur á mjög sannfærandi hátt að æskilegt sé að fram fari hönnunarsamkeppni, þar sem talið er að fleiri arkitektastofur geti leitað eftir verkinu heldur en yrði ef alútboð tæki til þess þáttar líka,“ segir ráðherra. Hann kveðst hafa varið alútboðsleiðina, en kaupi þau rök að í alútboðum, þar sem teiknivinnan sé líka inni er sú hætta fyrir hendi að smærri stofur séu í mun þrengri aðstöðu til að taka þátt, heldur en ef um hönnunarsamkeppni sé að ræða. „Ég er því mjög ánægður með að geta orðið við þeirra óskum hvað þetta snertir,“ bætir Ögmundur við. Ráðuneytið mun skipa dómnefnd sem leggur lokahönd á samkeppnislýsingu hönnunarinnar. Eftir það verður gefinn tiltekinn skilafrestur og í framhaldi af því skilar dómnefnd niðurstöðum og er kostnaður við þennan verkþátt áætlaður 25 til 30 milljónir króna. Síðan verður samið við verðlaunahafa um að teikna fangelsið. Þegar grunnteikningar liggja fyrir verður verkið boðið út og er stefnt að því að framkvæmdir geti hafist síðari hluta ársins 2012. Spurður um hvort ákvörðun hafi verið tekin á ríkisstjórnarfundinum um hvort fangelsið verði reist í opinberri framkvæmd eða einkaframkvæmd segir Ögmundur svo ekki vera. „Ríkisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um formið á útboði sem farið verður í þegar hönnun fangelsisins er lokið. En stóra málið er að verkið er komið af stað, sem er afar ánægjulegt.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Loksins nú, eftir margra ára og áratuga biðstöðu og þjark, liggur fyrir endanleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að reisa nýtt fangelsi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að tillögu innanríkisráðherra að hefja byggingu nýs gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsis á Hólmsheiði. Stefnt er að verklokum innan þriggja ára. Kostnaðaráætlun nemur um 2,1 milljarði króna. Um verður að ræða gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsi fyrir 56 fanga. Fyrsta skref í verkáætlun er að efna til hönnunarsamkeppni um verkefnið og er með því komið til móts við óskir arkitekta í því efni. „Arkitektar hafa rökstutt sínar kröfur á mjög sannfærandi hátt að æskilegt sé að fram fari hönnunarsamkeppni, þar sem talið er að fleiri arkitektastofur geti leitað eftir verkinu heldur en yrði ef alútboð tæki til þess þáttar líka,“ segir ráðherra. Hann kveðst hafa varið alútboðsleiðina, en kaupi þau rök að í alútboðum, þar sem teiknivinnan sé líka inni er sú hætta fyrir hendi að smærri stofur séu í mun þrengri aðstöðu til að taka þátt, heldur en ef um hönnunarsamkeppni sé að ræða. „Ég er því mjög ánægður með að geta orðið við þeirra óskum hvað þetta snertir,“ bætir Ögmundur við. Ráðuneytið mun skipa dómnefnd sem leggur lokahönd á samkeppnislýsingu hönnunarinnar. Eftir það verður gefinn tiltekinn skilafrestur og í framhaldi af því skilar dómnefnd niðurstöðum og er kostnaður við þennan verkþátt áætlaður 25 til 30 milljónir króna. Síðan verður samið við verðlaunahafa um að teikna fangelsið. Þegar grunnteikningar liggja fyrir verður verkið boðið út og er stefnt að því að framkvæmdir geti hafist síðari hluta ársins 2012. Spurður um hvort ákvörðun hafi verið tekin á ríkisstjórnarfundinum um hvort fangelsið verði reist í opinberri framkvæmd eða einkaframkvæmd segir Ögmundur svo ekki vera. „Ríkisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um formið á útboði sem farið verður í þegar hönnun fangelsisins er lokið. En stóra málið er að verkið er komið af stað, sem er afar ánægjulegt.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira