Lokkar hrefnuna af leið 24. ágúst 2011 06:00 Myndin er úr safni. Svo virðist sem hrefnan hafi breytt matarvenjum sínum. Það kemur hrefnuveiðimönnum í bobba, en þeir finna hana ekki lengur á þeim slóðum þar sem hún hefur haldið sig síðustu ár. Mikið liggur við að finna hrefnuna, að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna, því eftirspurnin eftir hrefnukjöti er mikil hér á landi. „Við höfum séð þegar við opnun hrefnuna að hún er full af makríl,“ útskýrir Gunnar. „Og eins og við vitum þá er makríllinn á mikilli hreyfingu og hrefnan virðist vera að elta hann sem gerir okkur erfiðara fyrir að finna hana.“ Áður var á vísan að róa á Faxaflóa en nú ætla hrefnuveiðimenn að leita hrefnunnar á Breiðafirði. Magnús Gunnþórsson, skipstjóri á hvalaskoðunarskipinu Eldingu, segist oft hafa ratað á hrefnuna en hún sé á mikilli hreyfingu. Ólafur Júlíusson, innkaupastjóri Kaupáss, segir hrefnukjötið seljast í tonnavís í verslunum fyrirtækisins. Hann segir það hafa fest sig í sessi sem úrvals grillkjöt. „Það sést best á því að ef við tökum aðeins einstaka vöruliði hjá okkur í grillmat þá er marineraða hrefnukjötið vinsælasti vöruliðurinn,“ segir hann. „Inni í því er ekki salan á hrefnukjöti sem við erum með í kjötborðinu hjá okkur.“ Hrefnukjötið hefur einnig selst vel á veitingastöðum að sögn Gunnars. Elísabet Jean Skúladóttir, rekstrarstjóri Sægreifans, segir að á síðustu þremur árum hafi salan á hrefnukjöti nær þrefaldast. „Það eru mest erlendir ferðamenn sem fá sér hrefnukjöt en þó hef ég tekið eftir því að í sumar fór það líka að færast í aukana hjá Íslendingum,“ segir hún. Hún segir enn fremur að það sé mikið um að fólk komi úr hvalaskoðun og fái sér hrefnukjöt. - jse Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Svo virðist sem hrefnan hafi breytt matarvenjum sínum. Það kemur hrefnuveiðimönnum í bobba, en þeir finna hana ekki lengur á þeim slóðum þar sem hún hefur haldið sig síðustu ár. Mikið liggur við að finna hrefnuna, að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna, því eftirspurnin eftir hrefnukjöti er mikil hér á landi. „Við höfum séð þegar við opnun hrefnuna að hún er full af makríl,“ útskýrir Gunnar. „Og eins og við vitum þá er makríllinn á mikilli hreyfingu og hrefnan virðist vera að elta hann sem gerir okkur erfiðara fyrir að finna hana.“ Áður var á vísan að róa á Faxaflóa en nú ætla hrefnuveiðimenn að leita hrefnunnar á Breiðafirði. Magnús Gunnþórsson, skipstjóri á hvalaskoðunarskipinu Eldingu, segist oft hafa ratað á hrefnuna en hún sé á mikilli hreyfingu. Ólafur Júlíusson, innkaupastjóri Kaupáss, segir hrefnukjötið seljast í tonnavís í verslunum fyrirtækisins. Hann segir það hafa fest sig í sessi sem úrvals grillkjöt. „Það sést best á því að ef við tökum aðeins einstaka vöruliði hjá okkur í grillmat þá er marineraða hrefnukjötið vinsælasti vöruliðurinn,“ segir hann. „Inni í því er ekki salan á hrefnukjöti sem við erum með í kjötborðinu hjá okkur.“ Hrefnukjötið hefur einnig selst vel á veitingastöðum að sögn Gunnars. Elísabet Jean Skúladóttir, rekstrarstjóri Sægreifans, segir að á síðustu þremur árum hafi salan á hrefnukjöti nær þrefaldast. „Það eru mest erlendir ferðamenn sem fá sér hrefnukjöt en þó hef ég tekið eftir því að í sumar fór það líka að færast í aukana hjá Íslendingum,“ segir hún. Hún segir enn fremur að það sé mikið um að fólk komi úr hvalaskoðun og fái sér hrefnukjöt. - jse
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira