Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki 23. ágúst 2011 03:00 á útleið Guðmundur Steingrímsson mun segja sig úr Framsóknarflokknum í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun stofnun nýs stjórnmálaafls vera til skoðunar.fréttablaðið/gva siv friðleifsdóttir Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. „Flokkurinn fór smám saman í aðra átt en ég gat farið í. Það er ágreiningur í Evrópumálum en hann endurspeglar líka ágreining um grundvallaratriði í pólitík,“ segir Guðmundur, sem vill að staðið verði af ábyrgð við það ferli sem aðildarviðræður að Evrópusambandinu séu í. Hann nefnir einnig ólík sjónarmið um stjórnlagaráð og markaðs- og nútímavæðingu atvinnulífsins, orkumál og landbúnað. Guðmundur afhendir í dag Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, úrsagnarbréf sitt. „Við áttum hreint ekki mikla málefnalega samleið. Ef maður er endalaust að tala sér þvert um geð og tala upp málstað sem maður styður ekki er maður óheiðarlegur og óeinlægur í pólitík,“ segir Guðmundur, sem kveður „íhaldsarminn“ í Framsóknarflokknum og „þjóðernisíhaldssemi“ hafa náð yfirhöndinni yfir þeim sem séu frjálslyndir. „Galdurinn við að stjórna Framsóknarflokknum hefur verið sá að geta talað við báða hópana,“ segir Guðmundur, sem kveðst ætla að vinna að stofnun nýs stjórnmálaflokks. Honum líki ekki sú alhæfinga- og ásakanapólitík sem einkenni núverandi flokka. „Mig langar virkilega til að láta á það reyna hvort það er ekki fólk sem er til í að sjá frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk.“ Sigmundur Davíð lagði til í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku að viðræðurnar við Evrópusambandið yrðu lagðar til hliðar. Sú grein kallaði á úrsögn nokkurra framámanna í flokknum. Fleiri eru að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Meðal þeirra er Einar Skúlason, fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, sem gekk úr flokknum í gær. Bjarni Benediktsson, kosningastjóri Guðmundar í síðustu alþingiskosningum, mun einnig á leið úr flokknum. Ekki er vitað að nokkur annar þingmaður hyggist fylgja Guðmundi úr flokknum. Siv Friðleifsdóttir þingmaður greiddi atkvæði með aðildarviðræðunum, ásamt Guðmundi og Birki Jóni Jónssyni varaformanni. Hún segist ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að ljúka eigi aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði. Siv segist ætla að berjast áfram fyrir framfaramálum á Alþingi. „Ég er ekki á leið úr Framsóknarflokknum,“ segir hún. gar@frettabladid.is, kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
siv friðleifsdóttir Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. „Flokkurinn fór smám saman í aðra átt en ég gat farið í. Það er ágreiningur í Evrópumálum en hann endurspeglar líka ágreining um grundvallaratriði í pólitík,“ segir Guðmundur, sem vill að staðið verði af ábyrgð við það ferli sem aðildarviðræður að Evrópusambandinu séu í. Hann nefnir einnig ólík sjónarmið um stjórnlagaráð og markaðs- og nútímavæðingu atvinnulífsins, orkumál og landbúnað. Guðmundur afhendir í dag Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, úrsagnarbréf sitt. „Við áttum hreint ekki mikla málefnalega samleið. Ef maður er endalaust að tala sér þvert um geð og tala upp málstað sem maður styður ekki er maður óheiðarlegur og óeinlægur í pólitík,“ segir Guðmundur, sem kveður „íhaldsarminn“ í Framsóknarflokknum og „þjóðernisíhaldssemi“ hafa náð yfirhöndinni yfir þeim sem séu frjálslyndir. „Galdurinn við að stjórna Framsóknarflokknum hefur verið sá að geta talað við báða hópana,“ segir Guðmundur, sem kveðst ætla að vinna að stofnun nýs stjórnmálaflokks. Honum líki ekki sú alhæfinga- og ásakanapólitík sem einkenni núverandi flokka. „Mig langar virkilega til að láta á það reyna hvort það er ekki fólk sem er til í að sjá frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk.“ Sigmundur Davíð lagði til í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku að viðræðurnar við Evrópusambandið yrðu lagðar til hliðar. Sú grein kallaði á úrsögn nokkurra framámanna í flokknum. Fleiri eru að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Meðal þeirra er Einar Skúlason, fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, sem gekk úr flokknum í gær. Bjarni Benediktsson, kosningastjóri Guðmundar í síðustu alþingiskosningum, mun einnig á leið úr flokknum. Ekki er vitað að nokkur annar þingmaður hyggist fylgja Guðmundi úr flokknum. Siv Friðleifsdóttir þingmaður greiddi atkvæði með aðildarviðræðunum, ásamt Guðmundi og Birki Jóni Jónssyni varaformanni. Hún segist ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að ljúka eigi aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði. Siv segist ætla að berjast áfram fyrir framfaramálum á Alþingi. „Ég er ekki á leið úr Framsóknarflokknum,“ segir hún. gar@frettabladid.is, kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira