Ferðamenn aldrei verið fleiri 23. ágúst 2011 05:30 ferðamenn Útlit er fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi hér á landi um 20 prósent frá árinu 2010. Alls munu um 600 þúsund manns sækja landið heim. fréttablaðið/þorgils Mynd/þorgils jónsson birkir hólm guðnason Reiknað er með að farþegar Icelandair árið 2011 verði tæplega 1,8 milljónir talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Átakið Inspired by Iceland er talið hafa skilað sér vel. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að reikna megi með því að erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgi um 20 prósent frá árinu 2010 og þeim sem um Leifsstöð fara um 22 prósent. Það gæti skilað um 600 þúsund erlendum ferðamönnum til landsins á árinu 2011. „Við spáðum 15 til 20 prósenta aukningu fyrir árið í vor og byggðum það á bókunarstöðunni. Við sáum hvaða áhrif eldgosið í fyrra hafði og sáum því fram á auknar bókanir. Þeir voru ekki margir sem trúðu þessu en nú stefnir í að þetta náist.“ Birkir segir að bókunarstaða frá og með haustinu sé mun betri en í fyrra. Spáð sé hátt í 30 prósenta aukningu fyrir september, október og nóvember. „Í fyrra lentum við í eldgosi og þá var mikið afbókað. Þá var farið í átakið Inspired by Iceland, sem tókst vel. Fjöldi ferðamanna hélst nokkuð í horfinu.“ Birkir segir eldgosið hafa haft veruleg áhrif til skamms tíma en til langs tíma hafi það haft góð áhrif til kynningar á Íslandi. Þá sé fjölgunin niðurstaða markaðsherferðar félagsins, sem hafi haldið átakinu áfram. „Þetta eru fyrst og fremst sölu- og markaðsmál sem eru að virka. Það þarf að sækja farþegana. Það eru margir sem halda að þeir bíði í röðum á erlendum skrifstofum, en svo er ekki.“ Ekki er enn ljóst hve miklum tekjum fjölgunin skilar, en búist er við töluverðri tekjuaukningu í ferðaþjónustu á árinu. Birkir segir eina ástæðu fjölgunarinnar vera aukið framboð á ferðum hjá félaginu og því fylgi aukinn kostnaður. Fyrirhugað er nýtt markaðsátak á vegum iðnaðarráðuneytisins og hagsmunaaðila. Þar verður Ísland kynnt sem vetraráfangastaður. Birkir segir gríðarlega mikil tækifæri fólgin í því og um ánægjulegar fréttir sé að ræða. „Við vonum bara að allir séu í stakk búnir til að taka við þessum aukna fjölda.“ - kóp Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
birkir hólm guðnason Reiknað er með að farþegar Icelandair árið 2011 verði tæplega 1,8 milljónir talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Átakið Inspired by Iceland er talið hafa skilað sér vel. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að reikna megi með því að erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgi um 20 prósent frá árinu 2010 og þeim sem um Leifsstöð fara um 22 prósent. Það gæti skilað um 600 þúsund erlendum ferðamönnum til landsins á árinu 2011. „Við spáðum 15 til 20 prósenta aukningu fyrir árið í vor og byggðum það á bókunarstöðunni. Við sáum hvaða áhrif eldgosið í fyrra hafði og sáum því fram á auknar bókanir. Þeir voru ekki margir sem trúðu þessu en nú stefnir í að þetta náist.“ Birkir segir að bókunarstaða frá og með haustinu sé mun betri en í fyrra. Spáð sé hátt í 30 prósenta aukningu fyrir september, október og nóvember. „Í fyrra lentum við í eldgosi og þá var mikið afbókað. Þá var farið í átakið Inspired by Iceland, sem tókst vel. Fjöldi ferðamanna hélst nokkuð í horfinu.“ Birkir segir eldgosið hafa haft veruleg áhrif til skamms tíma en til langs tíma hafi það haft góð áhrif til kynningar á Íslandi. Þá sé fjölgunin niðurstaða markaðsherferðar félagsins, sem hafi haldið átakinu áfram. „Þetta eru fyrst og fremst sölu- og markaðsmál sem eru að virka. Það þarf að sækja farþegana. Það eru margir sem halda að þeir bíði í röðum á erlendum skrifstofum, en svo er ekki.“ Ekki er enn ljóst hve miklum tekjum fjölgunin skilar, en búist er við töluverðri tekjuaukningu í ferðaþjónustu á árinu. Birkir segir eina ástæðu fjölgunarinnar vera aukið framboð á ferðum hjá félaginu og því fylgi aukinn kostnaður. Fyrirhugað er nýtt markaðsátak á vegum iðnaðarráðuneytisins og hagsmunaaðila. Þar verður Ísland kynnt sem vetraráfangastaður. Birkir segir gríðarlega mikil tækifæri fólgin í því og um ánægjulegar fréttir sé að ræða. „Við vonum bara að allir séu í stakk búnir til að taka við þessum aukna fjölda.“ - kóp
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira