Ábyrgðin er okkar 20. ágúst 2011 06:00 dagur B. Eggertsson Fulltrúar sveitarstjórna í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri telja ábyrgð sveitarfélaganna á stöðu leikskólakennara töluverða. Árangurslausum kjaraviðræðum Félags leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna lauk á ný rétt eftir hádegi í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan ellefu í dag. Ef ekki næst að semja fara leikskólakennarar í verkfall á mánudag. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og segir það vond tíðindi fyrir alla ef það skelli á. „Af reynslu finnst mér ekki síður mikilvægt að gefa þeim frið til að semja um helgina áður en til verkfalls komi," segir Dagur. „Ég bind vonir við að aðilar reyni alveg til þrautar." Dagur vill ekki gefa upp sína skoðun á því hvort kröfur leikskólakennara séu réttmætar og vísar aftur til vinnufriðs samninganefndanna. „En auðvitað eru margar stéttir í samfélaginu sem eiga skilið hærri laun," bætir hann við. Hann telur ábyrgð borgarinnar í þessum málum mjög ríka. „Við berum ábyrgð gagnvart börnunum, fjölskyldum þeirra og öllu okkar starfsfólki." Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tekur undir orð Dags og segir mikilvægt að leyfa samninganefndinni að vinna sína vinnu í friði. „Vitaskuld höfum við áhyggjur af ástandinu, atvinnulífinu og þeim fjölskyldum sem munu klárlega lenda í vandræðum ef til verkfalls kemur," segir hann. Spurður hvort hann telji að sveitarstjórnir beri ábyrgð í málinu svarar Guðmundur því játandi. „Auðvitað bera sveitarstjórnir ábyrgð á sínum gjörðum; eitt af því sem þær hafa ákveðið er að hafa kjaramálin svona sem atvinnurekandi og framselja sitt samningsumboð til sambandsins," segir hann. „Sem þýðir um leið að þau geta ekki farið að grípa til aðgerða einhliða. Þegar maður fer í samstarf verður maður að taka þátt í því alla leið."guðrún pálsdóttir*Guðmundur segist hafa mikla samúð með kröfum launafólks, en vill ekki tjá sig um sínar skoðanir á kröfum leikskólakennara að svo stöddu í ljósi viðræðna. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir sveitarfélögin bera ábyrgð í því ljósi að þau séu rekin á skynsamlegan hátt í alla staði. Hann telur kröfur leikskólakennara heldur meiri en þær sem samið hafi verið um í sumar. „Það má deila um hvort þær séu sanngjarnar, en þær eru meiri en það sem við teljum að við getum ráðið við," segir Eiríkur og bætir við að komi til verkfalls á mánudag muni Akureyrarbær takast á við það af yfirvegun, en það muni bitna á öllu atvinnulífinu. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og vonast til þess að samningar náist. „En oft hafa samningar náðst á allra síðustu stundu og við vonum að það gerist í þessu tilviki," segir hún. Hún hefur fulla trú á samninganefndinni og treystir henni fullkomlega til að klára viðræðurnar. sunna@frettabladid.isEiríkur Björn BjörgvinssonLeikskólabörn Öllum leikskólum á Akureyri, Hafnarfirði og Kópavogi verður lokað á mánudag ef til verkfalls kemur. fréttablaðið/stefán Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Fulltrúar sveitarstjórna í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri telja ábyrgð sveitarfélaganna á stöðu leikskólakennara töluverða. Árangurslausum kjaraviðræðum Félags leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna lauk á ný rétt eftir hádegi í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan ellefu í dag. Ef ekki næst að semja fara leikskólakennarar í verkfall á mánudag. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og segir það vond tíðindi fyrir alla ef það skelli á. „Af reynslu finnst mér ekki síður mikilvægt að gefa þeim frið til að semja um helgina áður en til verkfalls komi," segir Dagur. „Ég bind vonir við að aðilar reyni alveg til þrautar." Dagur vill ekki gefa upp sína skoðun á því hvort kröfur leikskólakennara séu réttmætar og vísar aftur til vinnufriðs samninganefndanna. „En auðvitað eru margar stéttir í samfélaginu sem eiga skilið hærri laun," bætir hann við. Hann telur ábyrgð borgarinnar í þessum málum mjög ríka. „Við berum ábyrgð gagnvart börnunum, fjölskyldum þeirra og öllu okkar starfsfólki." Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tekur undir orð Dags og segir mikilvægt að leyfa samninganefndinni að vinna sína vinnu í friði. „Vitaskuld höfum við áhyggjur af ástandinu, atvinnulífinu og þeim fjölskyldum sem munu klárlega lenda í vandræðum ef til verkfalls kemur," segir hann. Spurður hvort hann telji að sveitarstjórnir beri ábyrgð í málinu svarar Guðmundur því játandi. „Auðvitað bera sveitarstjórnir ábyrgð á sínum gjörðum; eitt af því sem þær hafa ákveðið er að hafa kjaramálin svona sem atvinnurekandi og framselja sitt samningsumboð til sambandsins," segir hann. „Sem þýðir um leið að þau geta ekki farið að grípa til aðgerða einhliða. Þegar maður fer í samstarf verður maður að taka þátt í því alla leið."guðrún pálsdóttir*Guðmundur segist hafa mikla samúð með kröfum launafólks, en vill ekki tjá sig um sínar skoðanir á kröfum leikskólakennara að svo stöddu í ljósi viðræðna. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir sveitarfélögin bera ábyrgð í því ljósi að þau séu rekin á skynsamlegan hátt í alla staði. Hann telur kröfur leikskólakennara heldur meiri en þær sem samið hafi verið um í sumar. „Það má deila um hvort þær séu sanngjarnar, en þær eru meiri en það sem við teljum að við getum ráðið við," segir Eiríkur og bætir við að komi til verkfalls á mánudag muni Akureyrarbær takast á við það af yfirvegun, en það muni bitna á öllu atvinnulífinu. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og vonast til þess að samningar náist. „En oft hafa samningar náðst á allra síðustu stundu og við vonum að það gerist í þessu tilviki," segir hún. Hún hefur fulla trú á samninganefndinni og treystir henni fullkomlega til að klára viðræðurnar. sunna@frettabladid.isEiríkur Björn BjörgvinssonLeikskólabörn Öllum leikskólum á Akureyri, Hafnarfirði og Kópavogi verður lokað á mánudag ef til verkfalls kemur. fréttablaðið/stefán
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira