Pistillinn: Góðir og slæmir ávanar Hlynur Bæringsson skrifar 20. ágúst 2011 08:00 Nordic Photos / Getty Images We are creatures of habit, we are what we repeatedly do, excellence therefore, is not an act, but a habit. (Við erum vanafastar verur. Við erum það sem við gerum, aftur og aftur. Að skara fram úr er því ekki athöfn, heldur ávani.) Þetta sagði gríski heimspekingurinn Aristóteles fyrir meira en 2000 árum, þessa línu heyri ég nánast daglega frá þjálfaranum mínum. Því meira sem ég spái í þessi orð því meira finnst mér til þeirra koma. Boðskapurinn er sá að mannskepnan kemur sér alltaf upp ávönum, bæði góðum og slæmum, það er auðvelt að mynda vítahring en erfiðara að losna úr honum, það þekkja allir. Góðir ávanar koma ekki af sjálfum sér, það krefst vinnu og aga. Ef það tekst þá er eftirleikurinn auðveldari, velgengni er yfirleitt afleiðing þess að fólk hefur vanið sig á að breyta rétt. Það á við um alla flóruna, vinnu, skóla, tónlist, íþróttir og bara daglegt líf. Ég vildi óska þess að ég hefði gefið þessu gaum fyrr á ferlinum. Þá væri ég vafalaust mun betri en ég er í dag. Því flest af því sem mannskepnan gerir er það sem hún hefur vanið sig á. Það að stunda lyftingar af krafti og vinna í sjálfum sér almennt er gott dæmi um góða ávana sem er erfitt að venja sig á en verður svo ómissandi hluti af deginum þegar það tekst. Ég er satt best að segja alltaf að berjast við að gera rétt, er að skána en ansi margt sem má laga. Mörgum af hæfileikaríkustu íþróttamönnum sögunnar hefur mistekist að verða besta útgáfan af sjálfum sér því lífsstíll þeirra hefur verið yfirfullur af slæmum ávönum. Ungir íþróttamenn og þjálfarar þeirra ættu því að huga snemma að því að koma sér upp góðum ávönum, því eins og Aristóteles sagði þá er það að verða mjög góður í einhverju (excellence) ekki eitthvað sem bara gerist, heldur ávöxtur góðra ávana. Þetta er mín uppáhaldstilvitnun, ég ætla að enda pistilinn á orðum sem mér finnst eiga vel við í framhaldi af henni.Sow a thought, and you reap an act, sow an act, and you reap a habit, sow a habit, and you reap a character, sow a character, and you reap a destiny.(Af hugsun er athöfn komin. Af athöfn er ávani kominn. Af ávana er persónuleiki kominn. Af persónuleika eru örlög komin.) Pistillinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
We are creatures of habit, we are what we repeatedly do, excellence therefore, is not an act, but a habit. (Við erum vanafastar verur. Við erum það sem við gerum, aftur og aftur. Að skara fram úr er því ekki athöfn, heldur ávani.) Þetta sagði gríski heimspekingurinn Aristóteles fyrir meira en 2000 árum, þessa línu heyri ég nánast daglega frá þjálfaranum mínum. Því meira sem ég spái í þessi orð því meira finnst mér til þeirra koma. Boðskapurinn er sá að mannskepnan kemur sér alltaf upp ávönum, bæði góðum og slæmum, það er auðvelt að mynda vítahring en erfiðara að losna úr honum, það þekkja allir. Góðir ávanar koma ekki af sjálfum sér, það krefst vinnu og aga. Ef það tekst þá er eftirleikurinn auðveldari, velgengni er yfirleitt afleiðing þess að fólk hefur vanið sig á að breyta rétt. Það á við um alla flóruna, vinnu, skóla, tónlist, íþróttir og bara daglegt líf. Ég vildi óska þess að ég hefði gefið þessu gaum fyrr á ferlinum. Þá væri ég vafalaust mun betri en ég er í dag. Því flest af því sem mannskepnan gerir er það sem hún hefur vanið sig á. Það að stunda lyftingar af krafti og vinna í sjálfum sér almennt er gott dæmi um góða ávana sem er erfitt að venja sig á en verður svo ómissandi hluti af deginum þegar það tekst. Ég er satt best að segja alltaf að berjast við að gera rétt, er að skána en ansi margt sem má laga. Mörgum af hæfileikaríkustu íþróttamönnum sögunnar hefur mistekist að verða besta útgáfan af sjálfum sér því lífsstíll þeirra hefur verið yfirfullur af slæmum ávönum. Ungir íþróttamenn og þjálfarar þeirra ættu því að huga snemma að því að koma sér upp góðum ávönum, því eins og Aristóteles sagði þá er það að verða mjög góður í einhverju (excellence) ekki eitthvað sem bara gerist, heldur ávöxtur góðra ávana. Þetta er mín uppáhaldstilvitnun, ég ætla að enda pistilinn á orðum sem mér finnst eiga vel við í framhaldi af henni.Sow a thought, and you reap an act, sow an act, and you reap a habit, sow a habit, and you reap a character, sow a character, and you reap a destiny.(Af hugsun er athöfn komin. Af athöfn er ávani kominn. Af ávana er persónuleiki kominn. Af persónuleika eru örlög komin.)
Pistillinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira