Það þarf heilt þorp Brynhildur Björnsdóttir skrifar 12. ágúst 2011 06:00 Samfélag gengur út á sameiginlega ábyrgð og ekki síst sameiginlegt siðferði. Sumir vilja meina að siðferðið sé grundvöllur samfélagsins, að án samkomulags um hvað sé rétt og hvað sé rangt sé ekkert samfélag. Það er eitthvað mikið að þegar þegnar lands ráðast á mannvirki og annað fólk i samfélaginu sínu, ræna og rupla og kveikja í að því er virðist að gamni sínu. Og verst af öllu er þegar hinir brotlegu eru ungt fólk, unglingar og börn. Í grein sem birtist í The Guardian í vikunni veltir uppeldisfrömuðurinn Rachel Tonkin fyrir sér ástæðum þess að ungt fólk í Bretlandi sér ekki ástæðu til að virða reglur samfélagsins sem það býr í. Hennar niðurstaða er að samfélagið hafi brugðist. Stuðningur við fátæka og/eða kornunga foreldra sé lítill sem enginn, aðstaða fyrir fátæka krakka og unglinga til að koma sér upp og sinna hugðarefnum vægast sagt ófullnægjandi, og hvatning, virðing og viðurkenning af skornum skammti. Ekki sé hægt að demba allri ábyrgðinni á foreldrana, sem margir hverjir hafi enga stjórn á eigin lífi og hafi sjálfir ekki fengið uppeldi svo heitið geti. Hún lýkur máli sínu með því að minna David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á að allt tal um refsingar sé einskis virði ef ekki sé frá fyrstu tíð unnið að því hörðum höndum að gefa börnum og unglingum jákvæðar ástæður til að virða reglurnar frekar en að brjóta þær. Hér á Íslandi er ástandið sem betur fer betra, þökk sé hinu umdeilda skandinavíska velferðarkerfi. Þó er viðkvæðið sums staðar að ekki sé hægt að halda samkomu án þess að greiða ofbeldisgjald. Að svo og svo margar nauðganir, barsmíðar og eignaspjöll séu óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að fólk komi saman og skemmti sér. Það er ekki rétt. Ofbeldi sprettur ekki af sjálfu sér. Mun meiri líkur eru á að einstaklingur leyfi sér slíka hegðun ef viðmiðin í samfélaginu eru ekki skýr, skilaboðin tvöföld. Með öðrum orðum: það þarf að segja börnum og unglingum skýrt og greinilega og oft að það sé bannað að stela, meiða og nauðga, og gera þeim alveg ljóst að slík hegðun sé refsiverð og röng. Ekki í lagi undir ákveðnum kringumstæðum, ekki í lagi af því að einhver bauð upp á að brotið væri á honum: bara einfaldlega röng. Það þarf heilt þorp, heilt samfélag til að ala upp börn og kenna muninn á réttu og röngu. Siðferði verður ekki til af sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun
Samfélag gengur út á sameiginlega ábyrgð og ekki síst sameiginlegt siðferði. Sumir vilja meina að siðferðið sé grundvöllur samfélagsins, að án samkomulags um hvað sé rétt og hvað sé rangt sé ekkert samfélag. Það er eitthvað mikið að þegar þegnar lands ráðast á mannvirki og annað fólk i samfélaginu sínu, ræna og rupla og kveikja í að því er virðist að gamni sínu. Og verst af öllu er þegar hinir brotlegu eru ungt fólk, unglingar og börn. Í grein sem birtist í The Guardian í vikunni veltir uppeldisfrömuðurinn Rachel Tonkin fyrir sér ástæðum þess að ungt fólk í Bretlandi sér ekki ástæðu til að virða reglur samfélagsins sem það býr í. Hennar niðurstaða er að samfélagið hafi brugðist. Stuðningur við fátæka og/eða kornunga foreldra sé lítill sem enginn, aðstaða fyrir fátæka krakka og unglinga til að koma sér upp og sinna hugðarefnum vægast sagt ófullnægjandi, og hvatning, virðing og viðurkenning af skornum skammti. Ekki sé hægt að demba allri ábyrgðinni á foreldrana, sem margir hverjir hafi enga stjórn á eigin lífi og hafi sjálfir ekki fengið uppeldi svo heitið geti. Hún lýkur máli sínu með því að minna David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á að allt tal um refsingar sé einskis virði ef ekki sé frá fyrstu tíð unnið að því hörðum höndum að gefa börnum og unglingum jákvæðar ástæður til að virða reglurnar frekar en að brjóta þær. Hér á Íslandi er ástandið sem betur fer betra, þökk sé hinu umdeilda skandinavíska velferðarkerfi. Þó er viðkvæðið sums staðar að ekki sé hægt að halda samkomu án þess að greiða ofbeldisgjald. Að svo og svo margar nauðganir, barsmíðar og eignaspjöll séu óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að fólk komi saman og skemmti sér. Það er ekki rétt. Ofbeldi sprettur ekki af sjálfu sér. Mun meiri líkur eru á að einstaklingur leyfi sér slíka hegðun ef viðmiðin í samfélaginu eru ekki skýr, skilaboðin tvöföld. Með öðrum orðum: það þarf að segja börnum og unglingum skýrt og greinilega og oft að það sé bannað að stela, meiða og nauðga, og gera þeim alveg ljóst að slík hegðun sé refsiverð og röng. Ekki í lagi undir ákveðnum kringumstæðum, ekki í lagi af því að einhver bauð upp á að brotið væri á honum: bara einfaldlega röng. Það þarf heilt þorp, heilt samfélag til að ala upp börn og kenna muninn á réttu og röngu. Siðferði verður ekki til af sjálfu sér.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun