Fyrsta poppstjarna dubstep-kynslóðarinnar 11. ágúst 2011 07:00 Á meðal þeirra sem eru tilnefndir til Mercury-verðlaunanna í ár er breska söngkonan Katy B, en fyrsta platan hennar, On a Mission, hefur selst vel og fengið frábæra dóma. Trausti Júlíusson skoðaði Katy. Þó að breska söngkonan Katy B sé ekki nema 22 ára gömul og hafi verið að senda frá sér sína fyrstu plötu þá er hún búin að vera að syngja í nokkur ár. Hún kemur úr dubstep/garage kreðsum Lundúnaborgar og vakti fyrst athygli þegar hún söng lagið Tell Me inn á plötu með DJ NG árið 2006. Nýlega var tilkynnt að platan hennar, On a Mission, væri tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna. Píparadóttir frá PeckhamKaty B (sem einnig hefur notað nafnið Baby Katy) heitir réttu nafni Kathleen Brien. Hún er fædd og uppalin í Peckham-hverfinu í Suður-London og er dóttir pípara og bréfbera. Eins og margar fleiri breskar poppstjörnur síðustu ára (Adele, Amy Winehouse, Katie Melua…) þá gekk Katy í BRIT-skólann í Croydon, en hann er ætlaður ungu hæfileikafólki í tónlist og öðrum skapandi greinum. Í fyrra kláraði Katy líka tónlistarnám við Goldsmiths-háskólann, en um svipað leyti kom fyrsta smáskífan hennar, Katy on a Mission, út. Hún var unnin af dubstep-kempunni Benga og kom út á vegum útvarpsstöðvarinnar Rinse FM. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið. Katy on a Mission náði 5. sæti breska smáskífulistans og næsta litla platan hennar, Lights on, komst í 4. sæti. Í því lagi syngur Ms Dynamite með Katy, en hún er ekki ókunn Mercury-verðlaununum, fékk þau árið 2002 fyrir plötuna A Little Deeper. Í apríl síðastliðnum kom svo fyrsta stóra plata Katy B, On a Mission, út á vegum Columbia-útgáfurisans. Ferskt nútímapoppOn a Mission er meðal annars unnin með fyrrnefndum Benga, en líka með DJ Zinc og Geeneus. Tónlistin á henni er fjölskrúðugt danspopp undir áhrifum frá garage, dubstep og drum & bass-tónlist. Katy er fín söngkona og platan hennar er ferskt og velkomið innlegg í vinsældapoppið. Hún hefur selst vel, fór beint í 2. sæti breska listans. Þess vegna hefur Katy verið kölluð fyrsta poppstjarna dubstep-kynslóðarinnar. Platan On a Mission hefur fengið fína dóma bæði í bresku pressunni og miðlum eins og Pitchforkmedia sem gaf henni 8,1 í einkunn. Enn sem komið er er Katy B aðallega þekkt í heimalandinu, en Mercury-tilnefningin gæti breytt því. Þegar maður hlustar á On a Mission þá kemur sænska poppstjarnan Robyn upp í hugann. Bæði Katy B og Robyn búa til flott nútímapopp. Robyn er kannski svalari týpa og á sér lengri sögu, en tónlistarlega er Katy síst verri. On a Mission er flott plata. Full af smellum. Það verður gaman að sjá hvernig henni reiðir af í samkeppninni við Adele, Önnu Calvi, PJ Harvey, James Blake, Elbow, Metronomy og alla hina sem eru tilnefndir til Mercury-verðlaunanna í ár. Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Á meðal þeirra sem eru tilnefndir til Mercury-verðlaunanna í ár er breska söngkonan Katy B, en fyrsta platan hennar, On a Mission, hefur selst vel og fengið frábæra dóma. Trausti Júlíusson skoðaði Katy. Þó að breska söngkonan Katy B sé ekki nema 22 ára gömul og hafi verið að senda frá sér sína fyrstu plötu þá er hún búin að vera að syngja í nokkur ár. Hún kemur úr dubstep/garage kreðsum Lundúnaborgar og vakti fyrst athygli þegar hún söng lagið Tell Me inn á plötu með DJ NG árið 2006. Nýlega var tilkynnt að platan hennar, On a Mission, væri tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna. Píparadóttir frá PeckhamKaty B (sem einnig hefur notað nafnið Baby Katy) heitir réttu nafni Kathleen Brien. Hún er fædd og uppalin í Peckham-hverfinu í Suður-London og er dóttir pípara og bréfbera. Eins og margar fleiri breskar poppstjörnur síðustu ára (Adele, Amy Winehouse, Katie Melua…) þá gekk Katy í BRIT-skólann í Croydon, en hann er ætlaður ungu hæfileikafólki í tónlist og öðrum skapandi greinum. Í fyrra kláraði Katy líka tónlistarnám við Goldsmiths-háskólann, en um svipað leyti kom fyrsta smáskífan hennar, Katy on a Mission, út. Hún var unnin af dubstep-kempunni Benga og kom út á vegum útvarpsstöðvarinnar Rinse FM. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið. Katy on a Mission náði 5. sæti breska smáskífulistans og næsta litla platan hennar, Lights on, komst í 4. sæti. Í því lagi syngur Ms Dynamite með Katy, en hún er ekki ókunn Mercury-verðlaununum, fékk þau árið 2002 fyrir plötuna A Little Deeper. Í apríl síðastliðnum kom svo fyrsta stóra plata Katy B, On a Mission, út á vegum Columbia-útgáfurisans. Ferskt nútímapoppOn a Mission er meðal annars unnin með fyrrnefndum Benga, en líka með DJ Zinc og Geeneus. Tónlistin á henni er fjölskrúðugt danspopp undir áhrifum frá garage, dubstep og drum & bass-tónlist. Katy er fín söngkona og platan hennar er ferskt og velkomið innlegg í vinsældapoppið. Hún hefur selst vel, fór beint í 2. sæti breska listans. Þess vegna hefur Katy verið kölluð fyrsta poppstjarna dubstep-kynslóðarinnar. Platan On a Mission hefur fengið fína dóma bæði í bresku pressunni og miðlum eins og Pitchforkmedia sem gaf henni 8,1 í einkunn. Enn sem komið er er Katy B aðallega þekkt í heimalandinu, en Mercury-tilnefningin gæti breytt því. Þegar maður hlustar á On a Mission þá kemur sænska poppstjarnan Robyn upp í hugann. Bæði Katy B og Robyn búa til flott nútímapopp. Robyn er kannski svalari týpa og á sér lengri sögu, en tónlistarlega er Katy síst verri. On a Mission er flott plata. Full af smellum. Það verður gaman að sjá hvernig henni reiðir af í samkeppninni við Adele, Önnu Calvi, PJ Harvey, James Blake, Elbow, Metronomy og alla hina sem eru tilnefndir til Mercury-verðlaunanna í ár.
Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira