Fyrsta poppstjarna dubstep-kynslóðarinnar 11. ágúst 2011 07:00 Á meðal þeirra sem eru tilnefndir til Mercury-verðlaunanna í ár er breska söngkonan Katy B, en fyrsta platan hennar, On a Mission, hefur selst vel og fengið frábæra dóma. Trausti Júlíusson skoðaði Katy. Þó að breska söngkonan Katy B sé ekki nema 22 ára gömul og hafi verið að senda frá sér sína fyrstu plötu þá er hún búin að vera að syngja í nokkur ár. Hún kemur úr dubstep/garage kreðsum Lundúnaborgar og vakti fyrst athygli þegar hún söng lagið Tell Me inn á plötu með DJ NG árið 2006. Nýlega var tilkynnt að platan hennar, On a Mission, væri tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna. Píparadóttir frá PeckhamKaty B (sem einnig hefur notað nafnið Baby Katy) heitir réttu nafni Kathleen Brien. Hún er fædd og uppalin í Peckham-hverfinu í Suður-London og er dóttir pípara og bréfbera. Eins og margar fleiri breskar poppstjörnur síðustu ára (Adele, Amy Winehouse, Katie Melua…) þá gekk Katy í BRIT-skólann í Croydon, en hann er ætlaður ungu hæfileikafólki í tónlist og öðrum skapandi greinum. Í fyrra kláraði Katy líka tónlistarnám við Goldsmiths-háskólann, en um svipað leyti kom fyrsta smáskífan hennar, Katy on a Mission, út. Hún var unnin af dubstep-kempunni Benga og kom út á vegum útvarpsstöðvarinnar Rinse FM. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið. Katy on a Mission náði 5. sæti breska smáskífulistans og næsta litla platan hennar, Lights on, komst í 4. sæti. Í því lagi syngur Ms Dynamite með Katy, en hún er ekki ókunn Mercury-verðlaununum, fékk þau árið 2002 fyrir plötuna A Little Deeper. Í apríl síðastliðnum kom svo fyrsta stóra plata Katy B, On a Mission, út á vegum Columbia-útgáfurisans. Ferskt nútímapoppOn a Mission er meðal annars unnin með fyrrnefndum Benga, en líka með DJ Zinc og Geeneus. Tónlistin á henni er fjölskrúðugt danspopp undir áhrifum frá garage, dubstep og drum & bass-tónlist. Katy er fín söngkona og platan hennar er ferskt og velkomið innlegg í vinsældapoppið. Hún hefur selst vel, fór beint í 2. sæti breska listans. Þess vegna hefur Katy verið kölluð fyrsta poppstjarna dubstep-kynslóðarinnar. Platan On a Mission hefur fengið fína dóma bæði í bresku pressunni og miðlum eins og Pitchforkmedia sem gaf henni 8,1 í einkunn. Enn sem komið er er Katy B aðallega þekkt í heimalandinu, en Mercury-tilnefningin gæti breytt því. Þegar maður hlustar á On a Mission þá kemur sænska poppstjarnan Robyn upp í hugann. Bæði Katy B og Robyn búa til flott nútímapopp. Robyn er kannski svalari týpa og á sér lengri sögu, en tónlistarlega er Katy síst verri. On a Mission er flott plata. Full af smellum. Það verður gaman að sjá hvernig henni reiðir af í samkeppninni við Adele, Önnu Calvi, PJ Harvey, James Blake, Elbow, Metronomy og alla hina sem eru tilnefndir til Mercury-verðlaunanna í ár. Tónlist Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Á meðal þeirra sem eru tilnefndir til Mercury-verðlaunanna í ár er breska söngkonan Katy B, en fyrsta platan hennar, On a Mission, hefur selst vel og fengið frábæra dóma. Trausti Júlíusson skoðaði Katy. Þó að breska söngkonan Katy B sé ekki nema 22 ára gömul og hafi verið að senda frá sér sína fyrstu plötu þá er hún búin að vera að syngja í nokkur ár. Hún kemur úr dubstep/garage kreðsum Lundúnaborgar og vakti fyrst athygli þegar hún söng lagið Tell Me inn á plötu með DJ NG árið 2006. Nýlega var tilkynnt að platan hennar, On a Mission, væri tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna. Píparadóttir frá PeckhamKaty B (sem einnig hefur notað nafnið Baby Katy) heitir réttu nafni Kathleen Brien. Hún er fædd og uppalin í Peckham-hverfinu í Suður-London og er dóttir pípara og bréfbera. Eins og margar fleiri breskar poppstjörnur síðustu ára (Adele, Amy Winehouse, Katie Melua…) þá gekk Katy í BRIT-skólann í Croydon, en hann er ætlaður ungu hæfileikafólki í tónlist og öðrum skapandi greinum. Í fyrra kláraði Katy líka tónlistarnám við Goldsmiths-háskólann, en um svipað leyti kom fyrsta smáskífan hennar, Katy on a Mission, út. Hún var unnin af dubstep-kempunni Benga og kom út á vegum útvarpsstöðvarinnar Rinse FM. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið. Katy on a Mission náði 5. sæti breska smáskífulistans og næsta litla platan hennar, Lights on, komst í 4. sæti. Í því lagi syngur Ms Dynamite með Katy, en hún er ekki ókunn Mercury-verðlaununum, fékk þau árið 2002 fyrir plötuna A Little Deeper. Í apríl síðastliðnum kom svo fyrsta stóra plata Katy B, On a Mission, út á vegum Columbia-útgáfurisans. Ferskt nútímapoppOn a Mission er meðal annars unnin með fyrrnefndum Benga, en líka með DJ Zinc og Geeneus. Tónlistin á henni er fjölskrúðugt danspopp undir áhrifum frá garage, dubstep og drum & bass-tónlist. Katy er fín söngkona og platan hennar er ferskt og velkomið innlegg í vinsældapoppið. Hún hefur selst vel, fór beint í 2. sæti breska listans. Þess vegna hefur Katy verið kölluð fyrsta poppstjarna dubstep-kynslóðarinnar. Platan On a Mission hefur fengið fína dóma bæði í bresku pressunni og miðlum eins og Pitchforkmedia sem gaf henni 8,1 í einkunn. Enn sem komið er er Katy B aðallega þekkt í heimalandinu, en Mercury-tilnefningin gæti breytt því. Þegar maður hlustar á On a Mission þá kemur sænska poppstjarnan Robyn upp í hugann. Bæði Katy B og Robyn búa til flott nútímapopp. Robyn er kannski svalari týpa og á sér lengri sögu, en tónlistarlega er Katy síst verri. On a Mission er flott plata. Full af smellum. Það verður gaman að sjá hvernig henni reiðir af í samkeppninni við Adele, Önnu Calvi, PJ Harvey, James Blake, Elbow, Metronomy og alla hina sem eru tilnefndir til Mercury-verðlaunanna í ár.
Tónlist Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira